Wednesday, August 31, 2005

But most of all...I like the way you MOVE

Ég er í svo kreisí miklu djammstuði! Er eitthvað í gangi um helgina, helst á lau því ég er að vinna á fös...?? Hef ekki djammað síðan The Invation of the Brits um daginn, og það er bara allt of langt síðan. Uppáhaldslögin mín þessa vikuna eru I like the way, Don´t phunk with my heart, Nasty Girl, Hollaback Girl, Little Sister, Switch og fleiri lög sem eiga ekki eftir að endast en koma mér í mega freba mikið stuð. Af þessu er líka greinilegt að félagsmiðstöðin er opnuð aftur, þetta eru mest allt lög sem krakkarnir eru að hlusta á :) Mig langar svo að fara út að dansa! Dansa hvað er betr´en að dansa... Ég er í vinnunni núna að hlusta á Pottþétt 38 (hahaha já ég!) og er dillandi mér við lögin :D ok, kannski ekki alveg dillandi mér, en annar fóturinn allavega sveiflast í takt... Núna er Selma að syngja if I had your love.... pfffh rífur upp nýgróin sár.
Una mín flýgur út í fyrramálið, eldsnemma, og kemur ekki aftur fyrr en um jólin. Gleited, ég sver það ég fer að setja bönn við þessum útflutningum. Sæunn fór út til Kaliforníu á mánudaginn. Ég, hún og Helga duttum óvart í rauðvínsflösku kvöldið/nóttina áður og það var rosa gaman :) slysafyllerí eru best :) En það telst ekki sem djamm því það var sunnudagur :D svo auðvitað svaf ég yfir mig og mætti mygluð og þunn í vinnuna á mánudaginn :D Ég er svo góð fyrirmynd hihi.

En ok, vona að ég heyri í ykkur með helgarplön, gerum eitthvað skemmtilegt! auf wiedersehen xxx

Wednesday, August 24, 2005

Everybody´s gotta learn sometime...

en ekki í dag! Ó nei ó nei. Ég tók þá sálarslítandi ákvörðun í gærkvöldi að taka að mér 100% starf í félagsmiðstöðinni minni og þar með hálfpartinn dömpa háskólanum... í bili. Ég veit ekki hvort ég tek eitthvað fag eða ekkert, eða hvort ég byrji eftir jól. Er barasta ekki búin að ákveða það og nenni eiginlega ekki að spá í því. Mér finnst alveg nóg að flytja að heiman og sjá fyrir mér. Ég er ekki Wonderwoman því miður heldur algjör kettlingur og ég ætla bara að taka þessu rólega. Who gives a... anyways... bygones... Ömmm yes...
Það er svo mikið í gangi hjá öllum, ég er að flytja að heiman, Unan til Hollands, Hildur var að kaupa sér íbúð, Sæunn flytur til Kaliforníu (vonandi ;), Soffía til Tævan, Ásla að skipta um fag (loksins!!), Atli byrjar í HÍ (og flytur heim til mömmusín hahaha) og örugglega hjá fleirum eitthvað í gangi sem ég er að gleyma. Allt að verða vitlaust! Svo er ég bara slöpp og búin að vera það í eina og hálfa viku og hef ekki orku í að pakka niður, sortera, flokka, henda og setja í kassa... ooooj bara. Mig langar bara að sooofaaaa. Annars er Mholtið að verða ótrúlega flott. Það er búið að loka gatinu á milli stofanna tveggja, og opna inn í innri stofu frá ganginum. Þetta var gert til að ég gæti leigt út aðra stofuna og ég er búin að finna meðleigjanda. Hún er færeysk og heitir Meduna. Hún flytur inn í okt svo ég hef einn mánuð ein í íbúðinni... wooohooo party on Wayne, party on Garth. Una ég er að djóka! Ég skal haga mér ég lofa. ;) ;)
Fyrir utan að vera slöpp er ég búin að vera að vinna og það er ótrúlega skemmtilegt! Ég veit it´s eerie. Við ætlum að reyna að flytja sem mest um helgina, svo fer Una út 1. sept og þá er ég officially búandi Mholtsins.
Ó já! mega fréttir vikunnar!!!! Ég fór í IKEA og keypti mér nýjan sjæní og rauðan sófa!!!

Isn´t he dreamy?!? Ég hlakka svo til að kúra mig niður í sófann minn og eiga kósí stundir með vinum mínum og sTVie :) Hann er ennþá í plastinu en ég læt ykkur vita hvenær hann verður open for business.

Hey já, þið sem eruð í útlöndum, ef svo ólíklega vill til að þið séuð að lesa... sendið mér póstkort!!!

úúú sjibbí CSI er að byrja, hef ekki horft á það lengi lengi... I´m outta here... TT&TB (takið það til ykkar sem skilja ;) the rest, chiao.

Saturday, August 20, 2005

WHAT IS THIS????

Rakst á þetta myndband á öðru bloggi, fokkin´ weird-ass myndbrot!

Thursday, August 18, 2005

IF I COULD TURN BACK TIME...

þá væri ég 22 ára. Enn eitt afmæli liðið, tuttugasta og fjórða afmælið to be precise... Átti mjög góðan dag, Sara Hlín vann ammliskveðjukappið, enda vaknar stelpan fyrir allar aldir (þrisvar í mánuði) :) Vaknaði við sms frá henni um miðja nótt, og svo héldu þau bara áfram að streyma, sem og símhringingar.Ég elska að vera miðja alheimsins :) Mamma vakti mig svo í morgun með söng og pakka, sem ég actually lagði á gólfið svo ég gæti snúzað aaaðeins lengur, þegar pakkar ná mér ekki einusinni á fætur þá er það slæmt....
Valur Svalur yfirmaður minn reyndi að taka mig á taugum því ég var að vinna í allan dag, og hann óskaði mér ekki til hamingju fyrr en ég fór rétt fyrir fimm.. en ég vissi að hann vissi að ég ætti ammli svo ég ákvað að sitja á mér, hann gerði þetta líka í fyrra, hringdi í mig og blaðraði geðveikt lengi þangað til ég sprakk ÉG Á AMMLI ÞARNA FÍBBLIÐ ÞITT!!!! þá var hann bara að stríða mér, beið með það þar til seinast að segja til ham.
Svo komu systkini mín í mat og frændsystkini mín gáfu mér pakka merktan Lagnhildul, eins og Finnur Arnór ber nafnið mitt fram :) Svo komu pa og Gu og auddað alle mine dliser, nema einn sem hringdi úr flugvél á leið til Spánar. Svo gleymdi ég að fylgjast með því þegar klukkan yrði 23:30 sem er nklega tíminn sem ég fæddist. Anyways I´m old og ég man ekki akkru ég ætlaði að blogga.
Er á einhverjum léttum I´m so old bömmer, sem er nú ekkert nýtt... frekar en ég. Playlistinn minn er Time after time, We have all the time in the world, If I could turn back time og Time is running out. Hvað ætli ég sé að hugsa um hmmm? dunno. Allavega ekki að mér finnist ég aldrei gera neitt því allur tíminn minn fer bara í að vera til og get by. Mig vantar fokkin snooze takka á lífið! Ég er svo lengi í gang. Verð örugglega áttræð þegar ég fatta hvað ég vil verða þegar ég verð stór o.s.frv.
Ég er nottla stórkostlega biluð. Búin að eiga splendid dag í faðmi vina og fjölskyldu. Af öllum dögum ætti ég að vera happy í dag. Æji, mig vantar bámsaknús. Nei, nú hætti ég öllu rugli, verð ábyrg, þroskuð, róleg og sýni jafnaðargeð að jafnaði haha. Ætla að fara að sofa og vakna á morgun með einbeittan hug á að verða allt sem ég get. Be the best you can. Cheesy setning sem ég man ekki hvaðan er. Ég elska ykkur öll og takk fyrir mig. Thank you, you love me, you really love me!!!

Monday, August 15, 2005

Ammlispartýið :)

Pamela Anderson cirka Baywatch
Patsy darling












Cher og Edina darling














Pamela, Cher, Edina og Beyonce héldu upp á afmæli sín :) Takk fyrir mig, það var kreisí gaman! Fólkið sem var með myndavélar plís sendið mér myndir á g-mailið.

Thursday, August 11, 2005

Ég HATA tannlækna!!!!

ÁÁÁÁÁÁÁIIIIIIIIIIIIIII!!!!!!!!!!!!!

Sunday, August 07, 2005

This isn´t going to be the most special day of my life

7. ágúst. Hefði átt að vera að gifta mig í dag. En nei, Tryggvi er týndur. Hef hvort eð er ekki tíma, er að fara í 75 ára ammli kl. 3 í dag.
Afmælis seasonið er hafið, hófst í gær með því að Kiddi varð 25 ára. Til ham með am Kiddó. Svo á Valnýjin ammli á morgun Til ham með am líka :) Eins gott það verði kaka í vinnunni... ;)
Svo heldur þetta áfram... Stefnir allt í það að ég, Sara Valný og Hildur endurtökum tvítugsafmælið okkar, bara aðeins íburðarminna, en við erum að plana að halda allar saman upp á ammlið okkar um næstu helgi þar sem stór partur af vinum mínum ákvað að fara til útlanda á afmælinu mínu!!! Bitur? Ég? Never! Nei ok ok ég viðurkenni það alveg, ég elska að eiga ammli, þótt ég kjósi að eldast ekki sem nemur afmælisdögum, og mér finnst glatað að fólk fari til útlanda á ammlinu mínu. Eina manneskjan sem er löglega afsökuð er Hlínster, þetta er vinnan hennar. Þið hin... better bring me a big present!
Ég ætti eiginlega að búa til eyðublöð, þannig að fólk geti sótt um leyfi til að vera í burtu á afmælinu mínu, og þá er bara ákveðinn kvóti (1), þeir sem sækja of seint um fá bara ekki að fara :D Verð að muna þetta næst.

Helgin mín var frekar róleg. Fór með Un, Gu og Sno á The Island í bíó á fös. Ágætis mynd, ekki kannski collectors item. En Ewan McGregor er alltaf svo sætur að hann heldur hvaða mynd sem er uppi :) Svo er Steve Buscemi líka alltaf frábær.... og Scarlett ofsa sæt... Við kíktum svo á Ölstofuna í smá og fórum svo heim að spila Sequence.
Svo var auðvitað Gay Pride í gær, kannski ekki veglegasta skrúðgangan en smiðirnir, bændurnir og slökkviliðsmennirnir voru alveg jömmí jömmí jömm hey! Ásla var með myndavél, vona að hún setji fljótt inn myndir. Svo fékk ég líka massa viðreynslu frá konunni sem vann dragið í ár. Er það dragkóngur þá? Allavega, ég var þvílíkt upp með mér :) Afhverju heldur straight fólk aldrei upp á kynhneigð sína? Þetta er svo dull hjá okkur. Gleited.

Fiona og Glenn vinur hennar koma til landsins á fimmtudaginn, það verður geðveikt gaman :) Ætli við Ásla dröslum þeim ekki um túristasvæðin... Þótt Fi hafi komið hingað áður.

En já, best að drulla sér í sturtu og svo í ammli, laters gaters. XXX Ra

Wednesday, August 03, 2005

check one two check check.. why not a jugoslavian?

Er bara að athuga hvort kommentakerfið virki núna. Bloggerinn er eitthvað að rugla í mér.