Tuesday, September 27, 2005

ég er nörd...

Ég ákvað að fara ekki heim þegar vinnan mín var búin í dag. Reason? Við fengum nýjan Playstation 2 leik og ég vaaarð að fá að prófa hann. Ég og annar starfsmaður og einn krakki stálumst því til að hanga í tölvunni til kl. hálf sjö að spila.... Star Wars LEGO!Mega ýkt crazy freba skemmtilegur leikur! ég fékk að vera Yoda, hann er svo mikið æði :) Mjög skemmtilegur leikur, mæli með honum.
Vinnan er búin að vera mjög ljúf þessa vikuna, allavega ekkert verið lamin og ekki neitt :) Ég var líka með staffapartý á laugardaginn, mjöööög skemmtilegt. Vorum öll rúllandi... kát :D Fórum á Dillon og svo á 22 :D yeah baby! Það var svoooo gaman að dansa. Dröslaðist heim um kl sex alveg á perunni og eyddi sunnudeginum í letiletikasti á honum Sófusi.
Annað mál, fyrsti þátturinn í Desp. Housewifes 2 er kominn í hús, ætla að klifra upp í rúm á eftir og horfa á hann... lovely :)
En já, um helgina er payday... eigum við ekki að gera eitthvað skemmtó? Mig langar svo að gera eitthvað. Something... fun. Endilega, allir sem eru fun lovin´ að leika vimmig! bleble

Wednesday, September 21, 2005

Klukk smukk!

Lena ég er brjáluð!!! Jæja, Lena Smena klukkaði mig svo mér ber skylda til að segja fimm hluti um mig, sá hvergi að það yrðu að vera einhverjir leynilegir hlutir so I´ll just state the obvious.

1. ég er sjónvarpsfíkill.
2. ég er hrifin af bananabragði, Svalnýju og Atla til samlætis en Unu og Hildi til mikils ama.
3. mér finnst túnfiskur og ananas gott kombó.
4. ég er greinilega með matarþráhyggju því það er það eina sem mér dettur í hug að skrifa um.
5. ég er ýkt mega freba skemmtileg og tótallí loveable og allir mínir gallar eru mínimal og alls ekki pirrandi heldur vinna saman til að mynda krúttlega heild aka mig.

Til að hefna mín ætla ég að klukka.... Sæunni!

Annað mál á dagskrá, hvaða fávita datt í hug að hleypa Tantra fólkinu aftur í sjónvarpið, pfffhhh það eru svo mikil vonbrigði að Sirrý sé á eftir ANTM. Vantar eitthvað sem er semi skemmtilegt til að trappa mann niður eftir Top Model í stað þess að henda manni beint í dauðans leiðindi. Blaaaaah! ú jee það er fræðsluþáttur um hunang á eitt, betra en sirrý.
En ég hlakka giiiðkt til á laugardaginn, fyrir utan að ætla að borða B&J hihi þá er ég með vinnupartý! Fyrsta djamm vetrarins hjá starfsfólki XXXX og það verður örugglega kurreiiisí. Slæmt að það er bara miðvikudagur, long way ´til weekend my friend...

nei ok, þetta er einhver eldunarþáttur, hunangið var bara innskot, hmmm virkar góður þáttur. Ok, ég er farin inn í sjónvarpið. smell ya later

Tuesday, September 20, 2005

Antony! Aaaaantony!!!

Afhverju geta tónleikahaldarar aldrei séð til þess að þeir sem skipta máli (ég og mínir) fáum miða án vesens?? Fór í morgun til að kaupa miða á Antony and the Johnsons, var komin í Kringluna 5 mín yfir 10 og það var uppselt. Hildi tókst að ná tveim á midi.is en svo var allt búið. Við þurfum að lágmarki tvo miða í viðbót, þannig að ef einhver lumar á miðum eða veit um einhvern sem er að fara í próf morguninn eftir eða á að skila ritgerð eða bara kemst ekki og þarf að losna við miða... hafið okkur í huga. Puhlís. Ég dey ef ég fæ ekki að fara, hann er minn Damien Rice...
Ekkert að frétta annars þannig, og þó, bróðir minn á ammli í dag, til ham með am Þórir! Gamla skinnið, hann er 33 ára.
Valur yfirmaðurinn minn er orðinn pabbi. Hann eignaðist stóran (18 merkur) son á föstudaginn og af þeim myndum sem ég hef séð er hann algjört krútt :) what kid isn´t.... ok reyndar eitt tröllabarn VSK kannski en annars... :D En mig var búið að dreyma að Valur myndi eignast strák og skíra hann.... Emilio :) Emiiiiliiiooooo, with his hat, like this. oooh verð að leigja roxbury :) allt of langt síðan ég hef horft á hana.
Ég djammaði ekkert um helgina, er núna búin að vera með kvef og hósta í mánuð og það ætlar ekki að fara, en breytist hinsvegar mjög oft. Stundum er ég bara með hósta, stundum bara kvef og stundum hausverk, kvef, hósta og hálsbólgu... eins og í dag!
Ég fékk nýjan PEZkall í safnið í gær, Valný kom í heimsókn til mín í vinnuna með hann, ég skal gefa ykkur klú hver hann er "ég er kallaður herra Svín!" hihihi giiðkt.

Thursday, September 15, 2005

I am a RETARD

Ég er svo mikið retard... Raxter Retard is my name, ask again and I´ll say the same... Sko, ég var alls ekki að downloada og þá kom disk space low e-ð bla og hún spurði hvort ég vildi henda út einhverju drasli og það kom upp einhver gluggi með dóti sem hún sagði að mætti henda út. Ég kíkti yfir það og þetta var allt bara eitthvað rusl svo ég henti því út... og núna er ekki hljóð á tölvunni minni!!! Vill einhver hjálpa mér?!?! Hildur er búin að kíkja á hana og veit ekki hvað er að. Þannig að ég er screwed (með skoskum hreimi) því ég get ekki horft á það sem er í tölvunni og ég get ekki talað við systur mínar!!! Help me help me help me!

P.S. Skjár einn hjá mér er ógó ömurlegur, óskýr og með læti, kann einhver að laga sollis? Æ vúld lovv jú tú ðe mún end bekk.

Tuesday, September 13, 2005

Æ mig auma

Mér líður ekki vel! É e me sdíbbla nebb. Er að kálast úr kvefi og hausverk og dash af hósta :( En nágrannakonan, sem býr í húsinu við hliðina á mér er algjört krútt, hitti hana í morgun og hún hafði heyrt hóstann í mér í gærkvöldi og hafði þvílíkar áhyggjur af að ég væri gjörsamlega að hósta innyflunum úr mér. Spurði hvort hún gæti gert eitthvað fyrir mig t.d. að ná í kók eða eitthvað :) Mega indæl. En ég dröslaði mér bara í vinnuna og er búin að vera að dunda mér við að smita alla í kringum mig múhahaha. Enn einn nýr gaur byrjaður, þannig að ég er eina stelpan með fjórum strákum... I think I´ve died and gone to heaven :) haha djók, ekkert þannig, en þeir eru allir ofsa fínir.
Skellti mér í bíó á sunnudaginn á the Chocolate factory. Æðisleg mynd, mæli með henni. Það er svo ótrúlega skemmtilegt að horfa á hana. Elska þannig myndir. Hlakka strax til að sjá næstu Tim Burton mynd, Corpse Bride. Treilerinn var sýndur og hún er held ég mega skemmtó.
En gotta gó, er í vinnunni og þarf að hætta að hangsa. Þú líka Sigurgeir!

Thursday, September 08, 2005

Hey sástu myndina Alien vs Predator?...

...spurði ungur maður mig í gær. Ég hló svo mikið að ég pissaði næstum því á mig. Og hann fattaði ekki einusinni kaldhæðnina í svarinu, nei ég hef alltaf ætlað að sjá hana, er bara ekki búin að því. Þessi sami ungi maður fussaði og sveiaði yfir treilernum að Charlie and the Chocolate Factory og spurði hvort fólk væri að gríínast með þetta. Langaði til að slá hann, er búin að vera að bíða eftir henni í allt sumar. En nei, ég var ekki á lélegu deiti, heldur fór ég með félagsmiðstöðinni í bíó í gær, og þetta var ekki fávís unglingur ó nei ó nei, þetta var starfsmaður. What is the world coming too? :) Annars er þetta indælis náungi sem og allir aðrir sem ég vinn með, mér fannst þetta bara svo fáránlega fyndið, ég meina, hver hefur ekki séð Alien vs Predator???
Svo erum við Ásla að fara á vinnudjamm á morgun, það er svo skemmtilegt að hafa partner in crime hjá ÍTK :) Það verður örugglega giiðkt stuð. Ég er líka að fara í skólann á morgun, fyrsti skóladagurinn hjá mér, þar sem ég ætla að fara í einn áfanga hihi lazy bastard.
Elsku Bretarnir mínir voru að senda mér ammlispakka, Fiona gammér bók eftir höfund sem ég er búin að vera að leita að, og Glenn þetta krútt gammér season 2 af Absolutely Fabulous!

en o ó o ó o ó ANTM re-runið er byrjað. Gotta gó, látið mig vita um helgarplön. Love you like lovin

Sunday, September 04, 2005

Papercuts and booze

Ég er í fýlu út í IKEA. Minn elskulegi Sófus (gott nafn á sófann ha?) er gallaður, og ég er búin að vera að bíða eftir viðgerðamanni. Símakerfið þeirra sökkar líka svo á endanum fór ég niðureftir og fékk að tala við einhvern mann sem starfar sem gólfmotta hjá þeim. Gat ekkert gert en fannst þetta öööömurlega leiðinlegt fyrir mína hönd. Maðurinn, grínlaust, lagðist fram á borðið í auðmýkt yfir hvað þetta væri glatað. Take it like a man! Varð mega pirruð og langaði til að slá hann. En ég gafst upp á að hafa Sófus á maganum inn í stofu og lúlla undir honum þannig að með hjálp Hildar komum við honum up and running með smá stuðningi frá bókmenntaheiminum (bækur í stað fótar). Vissi að það borgaði sig að geyma líffræðibókina frá MK :) En það kostaði mig blóð og tár, því þegar ég var að pakka draslinu utan af honum saman fékk ég tvö papercut inn i hendina, ógeðslega fokking vont.
En fyrir utan þennan galla sem ég vona að lagist sem fyrst þá er hann æði. Mjög gott að sofa í honum :) Jibbí jey ég á nýjan kærasta.
Svo er ég bara flutt að heiman for real. Ótrúlega skrýtið. En ótrúlega skemmtilegt. Íbúðin er samt ekki orðin alveg sjæní og fín strax, þarf aðeins að ofskreyta meira múhaha. Svo er ég komin með fartara og digital myndavél. Can you believe hvað bróðir minn er rausnarlegur, hann keypti sér nýja myndavél svo ég fékk gömlu hans. Sony myndavél (þurfti að tékka því ég vissi það ekki þegar ég var spurð :) Við Ásla tókum geðveikt myndasession í vikunni og svo við og Hildur í gær áður en við fórum að djamma. Skemmtilegt hvað ég er miklu sætari þegar ég er full :) held ég verði að fara að drekka oftar. Um leið og ég kemst að því hvernig ég set myndir inn í tölvuna þá fáið þið að sjá þær. En það var mega gaman í gær, ég var alls ekki kreisí full og alls ekki out of it og man pottþétt allt sem gerðist um kvöldið. Svo gistu stelpurnar hjá mér í nótt og við tókum geðveikan þynnkuletidag. Mega skemmtó.
En nú má fólk alveg fara að kíkja í heimsara til mín, ég er samt að vinna öll mánudags-og miðvikudagskvöld og annað hvert föstudagskvöld.
En núna er ég útblogguð og ég sé ykkur seinna. Kiss it, kiss it, spank it.