Friday, October 20, 2006

Monty Python Spanish Inquisition Part 1

Nobody expects the Spanish Inquisition!!!

Thursday, October 19, 2006

bara...

Eins og allir vita að sjálfsögðu þá er 16. október World Food Day og sparidagur dlísa um allan heim. Dlísirnir inc. voru því með rosalegt festival hjá ze Mamadlis. Fordrykkur og þriggja rétta máltíð sem Chef Ramsey hefði ekki getað kvartað yfir. Svo gerðum við Áslaug, með Siggahjálp, fjölskylduportrait af Dlísamafíunni.
Við erum auðvitað sætastar í heimi :)

Annars er lífið rólegt þessa dagana. Var ógeðslega veik um daginn en er nokkurnveginn búin að jafna mig, ennþá með smá kvebbaling eeeen það er bara töff.
Svo er Saran mín komin á steypirinn, bumban gjörsamlega að springa og bara nokkrir dagar í setta dagsetningu. Litli kútur verður svo sætur, hlakka þvílíkt til að hitta hann.
Unubun er líka í Kína!!! og Gu sys fer til Kína eftir nokkra daga. Hvenær fer ég til Kína?? Ha? JÁ MÉR ER SPURN! Eins gott ég fái pakka frá Kína... annars trompast ég :) eeeh, djók.
Ég er að berjast við djammarann í mér. Var búin að ákveða að djamma ekki þessa helgi, heldur bara næstu þegar Áslutásl á ammli en núna langar mig svo mikið rétt að kííííkja og fá mér í eins og eitt glas. Úff, það er erfitt að vera skynsamur. Aldrei verið sérstaklega góð í því :)

En já, er í vinnunni og þarf að hætta. Þarf víst að vinna!! Glatað.

En kíkið á www.skokassar.net ef þið eruð gjafmild og örlát.

Monday, October 16, 2006

mánudagur 16. okt

Mánudags-internet-sörf:

og

P.S. gleðilegan World Food Day dlísir!!!

Monday, October 09, 2006

spit on it

Brainfart. Mér dettur ekkert fab í hug að segja ykkur. Ekki nema bara að helgin var friggin frábó. Vinnuliðið kom til mín á föstudaginn og við vorum svooo skemmtileg :) Fékk svo tvo næturgesti (haha, ég er soddan hot stuff) og við eyddum laugardeginum í KFC og Richard Pryor stand up. Mæli með að þið horfið á það, ég öskraði úr hlátri.
Svo var laugardagskvöldið...ég vil flytja til Wales. Áslaug, common baby skellum okkur.

æji, ætlaði að setja fyndin quotes frá Richard Pryor, það er bara ekki hægt! Hann er svona gaur sem þarf að horfa á.
Annars er lífið gott, maxin relaxin o.s.frv... Dlísirnir eru að reyna að finna dagsetningu fyrir World Food Day, sparidaginn okkar en það gengur hálf illa. Ætli þetta endi ekki með því að við förum í 2-3 manna hópum... og hittumst ekkert allar :)