Sunday, December 24, 2006

Elsku vinir mínir og vandamenn nær og fjær... eruð reyndar flest fjær mér, bara Una sem er nær :)Vona að þið hafið það sem best um jólin, fáið fullt að borða og eigið skemmtileg spilakvöld.

Við verðum 10 saman í kvöld og snæðum bæði hamborgarhrygg og hnetusteik. M m mmm. Reyndar var reykskynjarinn að fara í gang svo það er best að athuga hvað sé í gangi :) stór jólakoss og stórt jólaknús.


GLEÐILEG JÓL


Wednesday, December 20, 2006

Hollandinu góða

Hæhæ fólks.
Ég er komin til Unumín í Hollandi. Ferðin gekk vel, þurfti pínulítið að hlaupa milli lestarbrauta á einum stað en náði alveg... þökk sé úberþolinu mínu sponsored by Skarpi haha. Það var gaman að hitta Unu, og koma heim til hennar. Húsið er æææðislegt, þau eru sex sem búa saman í gömlu húsi í miðbæ Delft, ofsa rómó og krúttó. Í gær röltum við Una um og kíktum aðeins í búðir. Svo eldaði hún fyrir "húsið" og svo kíktum við nokkur út í bjór. Ég varð snemma þreytt enda bara búin að sofa 1 og 2 tíma í skömmtum... Svaf út í morgun og svo þurfti Una að fara í skólann en Ren vinur hennar var laus svo hann kom memmér út að leika. Fórum í fullt fullt af búðum, ég keypti voða lítið en gaman að skoða. Allskyns furðubúðir.
Við erum að reyna að skipuleggja aðfangadagskvöld. Lítur út fyrir að við verðum a milli 12 og 15 manns. Spurning hvort við eldum ofan í alla eða reynum að skipa asíubúum að koma með waldorfsalat og rauðkál :D sjáum til hvað gerist.
Það er einhver markaður á morgun sem við ætlum á og reyna að finna jóladót. Tré eða greinar og eitthvað fleira. Það er ótrúlega fyndið hvað það er lítið að gera hérna t.d. í búðunum. Ég veit alveg að heima er opið til 10 öll kvöld og fólk hlaupandi um í jólastressi. Hérna eru allir voða tjillaðir á því og útsölur í búðunum og allt voða næs. Engin jólaös.
Svo á Una nottla ammli á föstudaginn, þá verður "hús"matur og svo kemur fleira fólk í partý eftir það.
Ég reyni að blogga seinna og segja frá, en þetta er nottla voða tjillað hér. Er nokkurnveginn inn í hversdagslífinu hennar Unu svo það verða líklega ekki margar hasarsögur, kannski í París.
Knús og kossar, Ragnhildur

p.s. þurfti ekki að skipta um númer hérna úti.

Monday, December 18, 2006

3. í aðventu

...hófst á þessari myndatöku. Hálfum sólarhring seinna vorum við ekki alveg jafn ferskar.



Saturday, December 16, 2006

jólari


hihihihihihihihihi

Monday, December 11, 2006

2. í aðventu

...fór ekki eins og 1. í aðventu. Raunar ekki heldur eins og 2. í aðventu átti að fara. Stundum eru bara engin takmörk fyrir því hvað ég er mikill kjáni. Ég fór seint á fætur, dúllaði mér lengi uppí rúmi að lesa. Svo hringdi Hildur og bað mig að koma í Kringluna. Ég fór að gera mig til og ákvað svo að skella í eina vél áður. Dröslaði óhreina tauinu fram á gang og um leið og ég lokaði hurðinni hugsaði ég, já en Ragnhildur þú tókst ekki úr lás. Föst frammi á gangi í pilsi og bol, engan síma, enga klukku, enga lykla, ekki neitt nema óhrein handklæði og leikfimiföt. Sem betur fer geymi ég skóna mína á ganginum, fann peysu í óhreinatauinu, tók útihurðina úr lás og og hljóp út í James Bönd og fékk að hringja. Hringdi í 118 til að fá númerið hjá Friðriki til að fá númerið hjá Maxi og hún sagðist koma heim ca. 30-45 mín seinna. Ég sagðist bara fá Hildi til að ná í mig og þetta væri ekkert mál. Svo hringdi ég í Hildi en hún var bíllaus og ég var búin að misnota símann hjá JamesBöndum svo illilega að ég þorði ekki að hringja meira svo ég rölti bara heim á leið með Myndir mánaðarins undir hendinni og hékk frammi á gangi. Ég las lýsingu á hverri einustu mynd sem kemur út í þessum mánuði. Maxi hélt ég væri hjá Hildi svo hún var ekkert að drífa sig og ég held ég hafi verið á ganginum í einn og hálfan tíma. Allavega kláraði þvottavélin prógrammið meðan ég beið. Ég gat samt ekki annað en hlegið að því hvað ég er mikill vitleysingur en mikið var gott að komast aftur inn. Var líka svo sárt að heyra gemsann hringja hinum megin við vegginn en geta ekki svarað... Martröð nútímafólksins. En svo skellti ég mér í heimsókn til Gu systur sem er grasekkja núna í 2 vikur. Við borðuðum saman og bökuðum og áttum kósýkvöld. Núna á ég bara eftir að fara til Þó bró og baka fyrir hann, þá er þetta komið. Búin að baka tvisvar fyrir mömmu. Nenni ekki að baka fyrir sjálfa mig :)

Hafið það svo gott í vikunni og ekki gleyma lyklum...
kv. Raxter R-tard

Friday, December 08, 2006

Radiohead



Hehe, langt síðan ég hef gert svona próf :)

Sunday, December 03, 2006

1. í aðventu

Mmmm daaah! Vaknaði í morgun, 1. í aðventu hress og kát og dreif mig í messu. Þótt það sé nú ekki það sem ég geri vanalega á sunnudagsmorgnum þá var mjög hressandi fyrir andann að sitja og hlusta á barnakór syngja og prestinn tala um jólin. En að sjálfsögðu var hápunktur messunar þegar Monsi litli Söruson var skírður Grímur Logi Kristinsson. Það hentar honum svo fullkomlega, hann er mjög Grímslegur. Alveg getur hann orðið forseti einn daginn :) Til hamingju með nafnið litli og til hamingju foreldrar með að hafa fundið svona gott nafn á hann.

Í gærkvöldi var leikhúsferð Finnsbarna (mínus Unu). Við fórum að sjá Best í heimi í Iðnó. Frábært leikrit, mjög fyndið og ég mæli með því að fólk drífi sig, það eru bara nokkrar sýningar eftir. Á undan sýningunni fórum við að borða á Hornið, mjög gott og svo fórum við á smá kaffihúsarölt eftir sýningu, fórum á kaffi París og kaffi Kúltúra. Frábært kvöld og svo gaman að gera eitthvað svona sparilegt með fjölskyldumeðlimum af og til :)
Annars talaði ég við Unu í gærkvöldi. Hún er búin að finna gistingu fyrir okkur í París milli jóla og nýárs, það verður því ekkert slor á okkur um jólin :) Jól í Delft, ferðalag til Parísar og svo áramót í Amsterdam. Ééééég hlakka svo tiiiil.
Ég fékk jólaskapið yfir mig í gær :) Var að vinna með Sigga fyrir Kópavogsbæ, það var verið að kveikja á jólatrénu þar og þegar kórinn byrjaði að syngja jólalög kom jólaskapið mitt :) Jóla jóla jól HEY! Held ég ætli að skreyta í dag.

Fór í jaxlatöku um daginn, ekki það skemmtilegasta í heimi, liðin rúm vika og ég er enn á verkjalyfjum. Ég þoli ekki tannlæknaferðir. Maður borgar fúlgur fjár til að láta meiða sig og svo verður maður bara verkjalyfjafíkill í kaupbæti. Að maður standi í þessu, sé ekki að það sé neitt að því að vera með ógeðslegar tennur... nei. Þá fær maður sér bara falskar og þarf ekki að hugsa meira um það og fær að múlinexa matinn sinn.

Jæja, nóg komið af rugli, vona að þið hafið það gott í aðventunni og ég blogga aftur bráðum. blebbó plebbó.