Wednesday, January 24, 2007

Myspace

Var að flakka um myspace, ætlaði upp á djókið að sjá hversu margir Wonder Woman lúðar (eins og ég) væru þar... og rakst þá á þessa síðu. Hvað er málið??? Er þessi stelpa virkilega sjálf að setja þessar myndir af sér inn? Og er hún í alvöru high school nemandi??? Vita foreldrarnir af þessu??? Ég er svo gjörsamlega í sjokki. Ákvað að kíkja á hverjir væru vinir hennar, þá eru þar á meðal er þessi maður, 51 árs einhleypur Trekki. Nice. Kíkti á vinalistann hans, m.a. er þar stelpa með mynd upp pilsið sitt aftan frá og textann I´m open to almost everything. Hmm hvað ætli það þýði? Ef þetta er raunverulegt þá er ekki skrýtið að barnaníðingurinn í Kompási hafi virkilega trúað því að hann væri að fara að hitta litla stelpu. Ef þetta er heimur barna og unglinga þá mun ég, þegar þar að kemur, ala mín börn upp sem Amish. Þau fá sko ekki að horfa á poppTV og hanga á netinu eftirlitslaus. Þetta er ógeð.

Tuesday, January 23, 2007

Monday, January 22, 2007

arg

arg sjitt fokk, fór að fikta í útlitinu á blogginu og nú er ég búin að eyðileggja allt og nenni ekki að finna hvar ég get lagað aftur. Krapp helv djö. stupid computers.

Thursday, January 11, 2007

different altitude or attitude

Svo virðist sem önnur hver manneskja á Íslandi sé heimilislaus. Allavega hefur síminn minn verið rauðglóandi síðan ég auglýsti aukaherbergið í íbúðinni til leigu. Ég er grínlaust búin að missa tölu á fjölda þeirra sem ætla að koma og skoða í kvöld og ég er farin að setja fólk á biðlista með að fá að koma og skoða. Svo auðvitað hringir líka fólk sem passar ekki í "prófílinn", pör, fólk með börn, strákar sem skilja ekki orðið female o.s.frv. En ég sé fram á mjög áhugavert kvöld. Ástæðan fyrir að ég er að auglýsa er auðvitað að Maxi er flutt út, hún og kæróinn fundu sér íbúð saman.

Ég var víst búin að lofa óhappabloggi... hér er útlistun á óhöppunum mínum í Hollandi:
1. Fór í Ikea með Hendrik og var eitthvað að fíbblast og datt og fékk marblett á fótlegginn.
2. Á leið heim úr Ikea festist buxnaskálmin í hjólinu.
3. Ákvað að poppa handa mér og Unu og það kviknaði í örbylgjuofninum og hann bræddi úr sér.
4. Á aðfangadagskvöld vorum við Taku í keppni að vera á undan að slökkva á kertum og hlupum á hillu sem flaug upp, tvö risakerti flugu yfir mig og jólakjóllinn minn drukknaði í rauðu kertavaxi og Taku reyndi að grípa kaktusana sem voru á hillunni... ái.
5. Á aðfangadagskvöld fórum við út á torg í leiki, fórum í "hlaupa í skarðið" og ég og Ren vorum að keppa um skarðið og hlupum á hvort annað. Hann flaug aftur fyrir sig en ég veit ekki á hverju ég lenti en hnéð á mér bólgnaði upp og var blásvart og helaumt í 2 vikur.
6. Á gamlárskvöld fékk Taku sér stóran sopa af Opal skoti en um leið og hann fann bragðið frussaði hann því út úr sér... yfir mig. Hárið, jakkann, pilsið, skóna, allt. Nokkrum mínútum seinna missti Hendrik hálfan bjór yfir pilsið mitt og stuttu síðar var stelpa að troða sér í gegnum þvöguna, hélt bjórnum sínum yfir hópnum og hellti svo úr honum ofan í hálsmálið á mér. Það er ofsa ofsa gott að finna bjór leka niður bringuna og niður á maga...

En ég kenni loftþrýstingnum í Hollandi um öll þessi óhöpp mín því eins og allir vita er Holland undir sjávarmáli. Það greinilega fer alveg með mig því það kom ekkert fyrir í Frakklandi.

Læt ykkur vita hvernig fer með leigjendamálin mín, ég nenni svo ekki að hitta allt þetta fólk. Er að spá í að ljúga að öllum að ég sé búin að leigja það út og breyta því í.... herbergi með rólu og vegasalti. Or something, I dunno. Er einhver sem vill láta mig fá 30.000-35.000 í hverjum mánuði og sleppa því að búa í herberginu?

Thursday, January 04, 2007

pix

Heeyyyyy

Bjó til myndaalbúm. Getið skoðað á http://picasaweb.google.co.uk/ragnhildur
víúvíúvíú

Næsta blogg verður óhappabloggið. Lofa.

Wednesday, January 03, 2007

töþússdosjö

Halló allt mitt fólk. Ég er komin heim frá Hollandi. Það var svoooo gaman og ég var ekki alveg tilbúin að fara heim. Held samt Una og vinir hafi alveg verið komin með nóg af mér haha... djók. Þeim finnst ég F A B... sem ég nottla er.
Jólin voru frábær, við Una eyddum aðfangadegi með 8 Asíubúum sem voru flestir að halda upp á jólin í fyrsta skipti. Það var svo gaman, þeim fannst öllum maturinn æðislegur og allt svo skemmtilegt. Einn þeirra, Taku frá Japan, er sú manneskja sem er skemmtilegast í heimi að gefa að borða. Mig langaði að taka hann með mér hingað og hafa hann í öllum matarboðum sem ég held. Hann var alltaf að stelast inn í eldhús til að njósna um matinn og hrópaði af hrifningu þegar hann smakkaði matinn og dásamaði hann í hástert. Ekki leiðinlegt að fæða svona fólk :)
Möndlugrauturinn sló líka í gegn, þeim fannst möndlugjöfin ótrúlega skemmtilegt fyrirbæri en stelpan, Hiroko frá Japan, sem fékk möndluna misskildi reglurnar og gleypti hana samviskusamlega.
Eftir matinn fórum við út að labba um bæinn, fórum út á torg í leiki og svo á barinn og fengum okkur bjór og spiluðum. Um klukkan 2 var barnum lokað og allir fóru heim og ég, Una, Ren og Bing röltum í húsið þeirra og við fórum að taka upp pakkana. Það var mjög gaman og strákarnir göptu yfir pakkaflóðinu og töluðu um að það væri nú best að koma jólahefð á í sínum fjölskyldum.
Á jóladag var síðan hangikjöt, uppstúfur, kartöflur, rauðkál, orabaunir, laufabrauð, malt og appelsín. Jólin okkar voru semsagt nákvæmlega eins (matarlega séð) eins og jólin á Íslandi.

Á annan í jólum hoppuðum við Una upp í rútu og fórum til Parísar. Við vorum þar í 4 nætur og það var æðislegt. Borgin er rosalega falleg og svo margt að sjá. Ég verð samt að viðurkenna að París er ekki uppáhaldið mitt, borgin er of stór fyrir mig og Frakkarnir ekki mitt uppáhaldsfólk... ég held mig við Breta :) en auðvitað er hún stórkostleg og gaman að hafa farið og skoðað og ég skemmti mér dásamlega.

Við komum aftur til Delft 30. des og þá hófst undirbúningur fyrir áramótin. Þar sem við höfðum séð um jólamatinn neituðum við að hjálpa til með matinn þá að öðru leiti en að ég bakaði eina köku. Á gamlársdag voru strákarnir því sveittir í eldhúsinu en við Una fórum í smá verslunarferð til Rotterdam, komum svo heim og gerðum okkur til og settumst beint við matarborðið. Þá var líka slatti hjá okkur í mat en allir komu með eitthvað, svona pot luck dinner. En við drifum okkur öll í lest til Amsterdam kl 8 og fórum á Dam torgið þar sem voru risa skjáir, svið og dj að spila. Síðan var sýnt frá öðrum tímabeltum þegar var verið að hringja inn nýárið. Það var rosalega gaman, allir að dansa og skemmta sér á torginu og fullt fullt af fólki. Við vorum svo komin heim um fjögur um nóttina og vorum öll orðin svo svöng að við vorum með aðra veislu þá. Kláruðum nokkurn veginn allan matinn sem var til :)

En já, hef þetta ekki lengra, orðið of langt nú þegar. Skal blogga næst um óheppnina mína í ferðinni, sem var þónokkur.
Annars bara gleðilegt nýtt ár og hlakka til að sjá ykkur öll. Mússímúss

hey já, Una er búin að setja nokkrar myndir á bloggið sitt, svo koma fleiri...