Friday, June 29, 2007

opið svar til Unu

Unublogg
Jújú, svo virðist sem blogglesarar séu í sumarfríi, nema Alan Johnson og Tryggvi&Ragnhildur kannski. En mig grunar nú samt að það séu dulnefni fyrir annað fólk.

Já, það er búin að vera svo mikil sól í vikunni að það er ekki hægt annað en vera í sumarsumarsumarskapi. Keypti líka íslenskan sumar ´80 lagapakka fyrir vinnuna og er búin að vera að blasta Herbert og fleiri snillinga í dag. Varð smá óhapp í vinnunni þó (þú veist hvað á til að gerast hér með einn) og ég er pínu shaken en ætla bara að fara heim eftir vinnu og plata einhverja út á tún í Kubb, passa mig að fara ekki bara heim að lónerast, nichts gut. Keypti Kubb nebbla líka í dag fyrir vinnuna. Já fyrir vinnuna ekki fyrir mig sko, en ég má samt alveg fá það lánað ef ég fer vel með það já.

Ég er ekki alveg viss með grænmetislasanja, mér finnst frekar það eigi að vera eitthvað grillað. T.d. grillaðir bananar með súkkulaði og ís og rjóma. Fínasti kvöldmatur. Eða mínípulsur, svínakjötsbitar og grænmeti á teini.

Annars fór ég með Sigs + Ásl + Jóns = Iglós í börger og bjór í gær. Enduðum á þvílíku flandri, missti tölu á veitingastöðunum áður en við fundum pláss á Red Chili. Ég prófaði gráðostaborgara, og ég var ekki svo ánægð. Næst panta ég eitthvað minna klikk. En þetta var samt fínn staður og mega gaman að hittast saman, bara leitt að Valur kom ekki.

Er ekki með nein plön um helgina, kannski leik ég eitthvað við systkinabörnin mín. Dunno. Þarf allavega að þrífa coz eew.

R

Tuesday, June 26, 2007

ég hjarta gmail

Ég elska gMailið mitt. Það er risastórt og flokkar póstinn minn fyrir mig og hefur gTalk og afþví ég fékk mér gMail svo snemma þá er það bara nafnið mitt og svo @. Þarf ekki að vera rgnhildur341 eða eitthvað álíka rugl. En þar sem ég var fyrsta Ragnhildurin til að ná þessu, þá virðist sem einhver, eða einhverjar af nöfnum mínum gefi mitt email út í stað þeirra, viljandi eða óviljandi, gleymi k eða l eða 73 fyrir aftan. Ég hef svo oft fengið einhvern rugl póst sem tilheyrir mér ekki. Uppáhalds er auðvitað brúðkaupspósturinn í hitteðfyrra. Ohhh ég sakna enn þeirra bréfa, það var svo gaman að fá eitt og eitt hint um brúðkaupið sitt af og til. En í gærkvöldi, sat ég í sakleysi mínu í sófanum með Áslaugu mér við hlið og að tala við Unu á gTalk. Þá fæ ég myndskilaboð úr símanúmeri á gMailið mitt sem ég opna og það er mynd af stelpu. Voða fínt, en þekki hvorki krakkann né númerið. Fer á ja.is en númerið er óskráð. Svo held ég bara áfram að blaðra en þá doinkdoink, önnur myndskilaboð, sami krakkinn önnur mynd. Og svo aftur. og aftur. og aftur. Ég fékk einhverjar 12 myndir af fólki sem ég kannast ekki boffs við. Hefði að sjálfsögðu getað sent sms í númerið og sagt hey hættissu! en ég er auðvitað ógó forvó og varð að tékka hvort ég fengi einhverjar djúsí myndir. En nei, þetta var allt frekar boring og fjölskylduvænt. En hérna eru allavega myndirnar. Ég ætla að vera svo skammlaus og pósta þeim múhaha. Látið mig vita ef þið kannist við liðið... :) Kannski er maðurinn Tryggi, þessi sem giftist Ragnhildi og ef svo... þá er ég bara fegin að ég fann aldrei kirkjuna. Ussssssssssssssssssss


















Wednesday, June 20, 2007

Awesome Air

Djöfull voru Air tónleikarnir í gær óóóógeðslega flottir. Geðveikt flott að horfa á þá og mega flott ljósin í kring. Trommarinn sem var með þeim er líka mega góður. Það var í einu laginu sem ég beið bara eftir að ryki úr höndunum á honum... it was crazy cool. Lokalagið var svo bilað flott. Það stigmagnaðist og stigmagnaðist og ljósin í takt og í endann fannst mér ég ekki lengur vera vakandi, maður var kominn í einhverja leiðslu á hápunkti lagsins. Körrrrreisí.
Það eina sem ég var svekkt með var að hvorugt uppáhalds Air laganna minna var spilað, Playground Love (Virgin Suicides) og All I Need (Moon Safari). Svosem skiljanlegt að All I Need hafi ekki verið tekið því það var gestasöngvari (Beth Hirsch) sem söng það á plötunni. En samt... would have been nice.
En ég setti allavega youtube af uppáhaldslögunum mínum hérna fyrir neðan.

Air - Playground love

Fyrir utan að vera eitt af mínum uppáhalds Air lögum, þá er þetta myndband eitt af mínum all time uppáhalds.

All I Need (1998) - Air (directed by Mike Mills)

Tuesday, June 19, 2007

Málum bæinn bleikan!

Til hamingju með daginn stelpur!!!

Feist - 1 2 3 4

Una sendi mér þetta myndband í vikunni. Ég er með það á heilanum, mér finnst það svo fallegt og skemmtilegt og ég verð svo glöð í hjartanu að horfa á það og hlusta. Lovv it. Er líka að gera fólkið í vinnunni geðveikt, því ég spila það svo oft hihi.

Friday, June 15, 2007

la la la la long time

Veit ekki afhverju ég hef ekki bloggað svona lengi, fannst ég ekki hafa neitt að segja. Samt er ég búin að fara til Manchester, sumarstarfið er byrjað, Silja kom til landsins, ég fór á reunion, búin að fara í tvær útskriftarveislur, djamma eins og svínka o.s.frv.

En þetta er nýi uppáhalds leikurinn minn á tölvunni, það er nefninlega búið að taka alla kapla og allt úr vinnutölvunni... en þetta er hvort sem er mega skemmtó oooog fyndið :D

Blogga seinna, þegar andinn kemur yfir mig. Ciao