Wednesday, July 18, 2007

Ég er komin Í sumarFRÍ



og eins og ég bjóst við, um leið og ég er komin í sumarfrí.... fer sólin bakvið ský. En það er allt í lagi, ég hef nóg annað að gera. Una mín er komin og við fórum út að róla í gær og ég bakaði handa henni í morgun og svo eru matarboð og hitterí. Stelpurnar ætla að koma til mín í kvöld, er að spá í að taka bara tjillið á matinn og hafa hamborgara.

Ég fór til læknis í morgun að kíkja á eyrað mitt, útaf riverrafting hellunum. Hún sá blóð á hljóðhimnunni sem bendir til að það hafi komið gat en það sé að gróa og engin sýking. Á samt að fara í annað tékk í næstu viku til að vera viss um að það komi ekki sýking.

Ég fór á Goldie um helgina og tók myndir. Getið skoðað hér. Verð að vera duglegri að taka myndir og setja á vefinn, sérstaklega þar sem Áslaug er myndavélalaus núna. Einhver verður að sjá um djammmyndirnar.

En já frí jey! bæ

Wednesday, July 11, 2007

weirdo neighbours

Ég bý alveg örugglega í skrýtnustu götu landsins. Þessi litla krúttulega hálf-falda gata virðist vera full af rugludöllum. Ég hélt alltaf það væri bara í þessu húsi, en undanfarið er það orðið augljóst að þetta er götulægt. Þið hafið heyrt um smíðaóðu lessurnar, sem eru reyndar fluttar út. Drykkfelldu kynóðu geðveiku konuna hérna á ská fyrir ofan, hef reyndar ekki heyrt í henni í næstum ár... svo er konan hérna fyrir ofan mig alltaf nett spes. Teknótæfurnar sem eru ská á móti eru búnar að vera að gera út af við mig og svo er ég farin að sjá Tribal tattooveraðan steragaur með rottweiler hund í bandi á ferli. En núna áðan, kl 22.50 heyri ég bankað á eldhúsgluggann minn og ég hleyp til dyra. Þar stendur lítil gömul kona í blómapilsi og skyrtu, með svart mar yfir næstum hálft andlitið og virðist vera í nokkru uppnámi og segir:- æji ert þetta þú, ég ætlaði að tala við mömmu þína er hún ekki heima? Ég segi henni að mamma mín búi ekki hérna og ég sé að leigja. Hún segir að hún hafi ætlað að fá lánaða svefntöflu hjá mömmu minni og spyr svo hvort ég eigi ekki svefnlyf eða verkjalyf handa sér. Ég sagðist ekki eiga neitt (þorði ekki að láta hana fá lyf) og þá fer hún að spyrja afhverju ég sé þarna´og ég segist hafa búið hér í tvö ár en hún segist ekkert kannast við mig en sagðist búa beint á móti, sem passar alveg, þar býr lítil gömul kona... Síðan virðist hún einhvernveginn gefast upp og segir bless og labbar út aftur. Við Annikur fylgdumst með henni labba út stíginn og yfir götuna. Svo stóð hún bara þar heillengi, en labbaði svo inn. Hún var eitthvað svo lítil og leið og ringluð, grey konan.



Monday, July 09, 2007

action packed

Ég átti óvart alveg rosalega skemmtilega helgi. Var heima í hangsinu á föstudagskvöld, Áslaugarlaus, Hildarlaus, systkinalaus... allslaus. Planið var að fara morguninn eftir upp í bústað með mömmu og Einari og vera þar fram á sunnudag. En þá kom Annikur (íslenska útgáfan af Annika) heim og bauð mér að koma með sér og tveimur vinum sínum í river rafting á laugardeginum! Ég tók boðinu að sjálfsögðu, ég þurfti bara að þykjast heita Karen og vinna á hóteli og ég fékk ferðina frítt :) usssss Það var ótrúlega gaman, ég meira að segja stökk fram af klettinum, ótrúlega kjörkuð manneskja!!! Sé samt eftir að hafa gert það, því ég hef örugglega hallað höfðinu örlítið þegar ég lenti ofan í, ég fékk allavega hausverk þegar ég kom upp úr og var hálf ómótt og riðaði, sem er eitthvað innra eyra tengt, og svo á heimleiðinni í bílnum var gífurlegur þrýstingur í hausnum á mér og ég heyrði ekkert hægra megin og þrýstingurinn breyttist í verki sem dreifðust yfir hálft andlitið. Ég var farin að tárast úr verkjum. Sem betur fer átti ég kick ass verkjalyf heima og tók þau og rotaðist. Ég er enn með smá hellur fyrir eyrunum en ekkert meira en eins og eftir flugferð. Vona bara að það lagist fljótlega. En já, eftir klettastökkið voru engar brjálaðar flúðir, en leiðsögumennirnir bættu það upp með því að æsa upp þvílíkan ríg milli báta og vatnsslagi og fleira. Það var öllum hent útbyrgðis á einum tímapunkti eða öðrum. Annikur reyndi að henda mér útbyrgðis en náð því ekki, en ég og Charles vinur hennar hentum henni fyrir borð, en svo snérist hann gegn mér og hendi mér fyrir borð. Ég náði samt að draga hann með mér múhaha. Þetta var semsagt mjög gaman, svona fyrir utan heyrnartap.
Svo á sunnudeginum átti Einar stjúpi afmæli. Ég fór með mömmu, Einari og Baldri og svo komu Hrund, Sverrir og Svala og við keyrðum að upphafi Selvogsgötunnar, sem er 18 kílómetra gönguleið sem endar við bústaðinn okkar við Hlíðarvatn. Einar, Hrund og Sverrir gengu en við mamma tókum sinn hvorn bílinn og keyrðum upp í bústað. Ég sá um að passa að krakkarnir drukknuðu ekki og þar fram eftir götunum og mamma eldaði. Göngufólkið kom svo niður Hlíðarskarðið tæpum 5 tímum eftir að þau lögðu af stað. Svo kom fleira fólk í heimsókn og á endanum vorum við 12 manns sem borðuðum saman. Mjög skemmtilegur og fjölskylduvænn dagur. Held barnapössunin hafi tekið meira á mig en flúðasiglingarnar :)

En núna er seinasta vika námskeiða hjá mér, svo frágangur í næstu viku, sem er bara kósí vinna... og svo sumarfrííí. Ég fer í - sumarfrí! víúvíúvíú. Una mín er líka að koma um næstu helgi, ég hlakka svo til. Una Una Un hey!