Sunday, July 10, 2005

NO I´M NOT FUCKING BÚIN!

Lífið er loksins orðið samt aftur, Áslan mín er komin heim! Eftir ansi misheppnaða tilraun til eftirágæsunar á Signýju (ekki hægt að gæsa þunnt fólk) ákvað ég að moka skítinn úr svínastíunni sem ég bý í og fá stelpurnar til mín. Ég, Áslan, Hildur og Damie vorum því í skemmtilegasta fjögurra manna partý í heimi, þvílíkur húmor sem var í gangi :D Slátruðum lambi og nokkrum vínflöskum, Dagmar rústaði Luftgitar keppninni, enda eini keppandinn, en djöfull getur stelpan rokkað á luftgitar! Hreinasta uuuuunun að horfa á :D Mér tókst líka að vekja fjölskylduna með eftirhermu af Jack að herma eftir Cher, sívinsælt atriði kl. 2 á nóttunni... Ætluðum aldrei að fá leigubíl í bæinn, enda misskildi leigubílastöðin Bæjó nr ÁTTA sem Bæjargil á ÁLFTANESI, f*ckin eejits. Svo var mega fjör í bænum, það voru ótrúlega margir í bænum... Eníveis, svo ákváðum við að kíkja á NONNA, bara svona til að tékka á stemningunni... OK, svo stóðum við í röðinni og einhver stelpa er að reyna að troða sér á milli okkar Áslu, svo ég teygi mig í Áslu og ætla að draga hana til mín þegar stelpan byrjar: Don´t push me! og ég eitthvað what, I didn´t push you. DON´T FUCKIN PUSH ME! og ég bara og hún bara og við bara ha?!? Hún fór svo þvííílíkt að rífa kjaft, þessi Kanabeygla og Ásla reyndi eitthvað að róa hana og þá varð hún enn verri, TAKE YOUR FUCKING HANDS OFF ME BITCH, og þá sagði ég (í djóki) Hey, don´t call my friend a bitch, bitch! aaallavega, allir voru auddað að fylgjast með þessu og svo sagði hún að hún skildi íslensku og hélt svo áfram að öskra þvílík ókvæðisorð á ensku á Hildi sem spurði bara, ertu búin, viltu segja eitthvað meira? og hún I´M NOT FUCKING BÚIN! Þá byrjaði öll röðin að flissa og við í hláturskasti og hún gjörsamlega að tapa sér, stóð fyrir framan alla og ætlaði að steyta hnefann upp í loftið og öskra eitthvað en hrundi aftur fyrir sig og lá á bakinu á gólfinu á Nonna öskrandi og við að kabbna úr hlátri. Kærastinn hennar dröslaði henni á fætur og út en hún náði samt að dúndra töskunni sinni í hausinn á Áslu sem er núna með sár og kúlu á hausnum. Svo stóð hún fyrir utan Nonna öskrandi og berjandi í gluggana og beið eftir okkur, hefur ætlað að hjóla í okkur hahaha. Við vorum inni að undirbúa okkur andlega fyrir bardaga, og allir inná Nonna voru til í að hjálpa okkur að berja þessa Kanabelju... En svo var hún farin þegar við vorum búnar að borða. En þvílík ógeðisorðaforði sem hún var með, mér blöskraði þvílíkt. Þetta var svo súrealískt atvik, og mér er meinilla við Kana á djamminu núna. Þetta er í annað skipti í sumar sem einhver sem ég er að hanga með sem er laminn af Yankee doodle. Hitt skiptið var það svartur gaur sem lamdi strák í leigubílaröðinni. Ég er að segja ykkur, Bandaríkjamenn eru menace á íslensku djammlífi. Það ættu að vera viðvaranir gegn þessarri þjóð niðrí bæ. Skítapakk.
En þetta er vibba fyndið samt, og sénsinn að maður hefði lent í einhverju svona nema bara afþví Ásla er komin heim og var með í för :D hihihi, enda er ekki eins og hún hafi ekki tekið höggi áður stelpan. Stúlkan með járnkjálkann, og stálhausinn :)
Í dag er því bara létt letiþynnka og hangs, veit ekki hvort dlísirnir ætli að hittast í kvöld, Hlínster er víst að fljúga til N.Y.C. í dag. Ætli við geymum ekki hittinginn þar til allar eru lausar.
En jeyyy ÁSLA ER KOMIN HEIM!!!
xxx pig out, Raxx

10 comments:

Ragnhildur said...

hahahaa já, við vorum einmitt að spá í því hvernig það hefði endað :D Sagði líka Hlínster söguna og hún var ýkt fúl að hafa misst af þessu, þið tvær hefðuð nottla pakkað henni saman :D

Anonymous said...

hahahahahahahahah
shitt ég er búin að segja þessa sögu svo oft! Og líka "röðin á Oliver"-söguna :D

Sagan hefði svo verið önnur ef Damie og SaraFighter hefðu verið með í för... við erum klárlega of saklausar.... hóóóóst

p.s já JEIJ áslaug er komin heim ;)

Áslaug Einarsdóttir said...

p.s kíktá dlísinn beibí, sem og allir dlísir

Ragnhildur said...

hahaa já, var búin að gleyma því "fyrirgefðu, ég gleymdi að kynna mig, X Káradóttir" múahahaha þvílíkt eejit. good story.. en sagði strákunum í vinnunni nonna söguna og þeir skildu ekki afhverju við lömdum hana ekki bara í klessu :) verðum að muna það næst...

Anonymous said...

meiðiggi minnimáttar :) hehe...
en já NÆST þegar ég verð kýld þá sýni ég "the two embassadors of anger" og kýli ekkvern á kjaftinn... sama hvort það sé full stelpa eða fullur strákur sem kýlir mig óvart (og maður hefði haldið að ég myndi læra back then að reyna ekki að róa fólk í ham!) haha

Ragnhildur said...

what? man ekki eftir neinum dansi... öðrum en distraction dansinum þínum þegar ég var að kálast eftir að áslaug reyndi að myrða mig með blandinu sínu.. dansinn var btw fokk fyndinn stelpa :D og hamstrasagan líka

Anonymous said...

Dí maður. Þessi atburður ykkar hefði aldrei gengið svona langt ef ég hefði fengið að ráða. Rax var rétt að BYRJA á sögunni þegar ég var farin að æsast upp af reiði.
Flaug svo yfir Kanada nokkrum klukkustundum seinna á leiðinni til NY og ég var alvarlega að spá í að losa úr flugvélaklóstunum yfir Montreal eða Halifax í hefndarskyni.
Svo kunnti ég það bara ekki ;(

Ragnhildur said...

Sara: hahahaha ÞÚ ert flugvéladólgur :)
Damie: var það ekki hamstur, sagan sem þú bjóst til til að distract mig þegar ég kúgaðist af drykknum hennar áslu?

Anonymous said...

hahahahaha... sara flugvéladólgur að hefna sína á Kanadabúum fyrir amrísku sækóbidsgelluna :D haha

Anonymous said...

jú ég man... en alls ekki um hvað hún var!