Friday, May 26, 2006

má ég eiga?


Sætilíus Söruson
Sá sætasti
Smá aðdáun...

Mini saumó


Stolt móðir og afkvæmi


Við kíktum upp á spítala í hádeginu að kíkja á nýja gripinn. Hann er svo óóótrúlega fallegur og með nefið hennar mömmu sinnar :) Þau eru að spá í að skíra á morgun þar sem þau eru búin að velja nafn. Hlakka til að heyra nafnið.

Í öðrum fréttum þá er ég að fara í óvissuferð eftir vinnu og svo eru auðvitað kosningar á morgun og ég verð að vinna uppi í Kópavogsskóla. Allir sem kjósa þar verða því endilega að kíkja á mig... verð dyravörður einhversstaðar þar. Munið líka að kjósa rétt, hvað sem ykkur finnst svo vera rétt :) Eigið góða helgi xxx Ragnhildur nýbökuð "mamma"... og já, það vantar íslenskt orð vinkonur nýbakaðra foreldra. Við erum ekki frænkur, en eigum sant skilið að fá einhvern titil. Opna hér með fyrir tillögur að titli.

4 comments:

Una said...

ská - mamma : skamma, þú ert skamman hans sætilíusar

vin - mamma : vimma, þú ert vimman hans sætilíusar

lím - mamma : líma, þú ert líman hans sætilíusar

trefill - mamma : tremma, þú ert tremman hans

honor - mamma : homma, þú ert homman hans sætilíusar

... ég get haldið endalaust áfram

Ragnhildur said...

hahaha nei fínt komið gott hjá þér næsti TAKK!! :D

Anonymous said...

SVOOOOOOOOOOOO sætur! :)

mér finnst unu hugmyndir líka svo skemmtilegar að ég get ekki einusinni reynt

Hildur R. said...

hahaha....Una góð!