Nei ég er ekki enn í Manchester, því miður komum við aftur heim í hreinræktað íslenskt skítaveður. Það var frábó úti í Manchester og mig langar að eiga heima þar og eiga breskan kærasta og tala með breskum hreim og segja hluti eins og knob, well fit, cheers mate og geta keypt föt í háogemm og skó í evans og frappuchino og bananamúffur á starbucks og doritos lime útí sjoppu. (hahaha, Egils er með umboðið fyrir Doritos og ég sendi þeim línu)
En já ferðin. Fluginu okkar var frestað aftur og aftur svo við fórum ekkert út á völl fyrr en seint og um síðir en enduðum samt á að þurfa að bíða þar allt of lengi. En ég hefndi mín aldeilis á þeim... allir fengu nebbla fría sómasamloku og kók sem sárabætur við fimm klukkutíma seinkun, en við Ásla tókum fancy samlokur þar sem það var enginn að fylgjast með okkur, starfsfólkið var komið í pásu og svo tók ég líka bananamúffu og borgaði ekki fyrir hana! Ég er svo klikkuð... ég lifi hátt og hættulega. En já, bíða bíða bíða, gera grín að öllum öðrum, koma skrítnum lögum fyrir í kollinum á Áslu og vera í vitleysiskasti eins og okkur einum er lagið. Svo loksins loksins kom boarding call og allir þeystust inn í vél, hentu farangrinum upp, settust og spenntu sig, nokkrir táruðust af gleði yfir að vera loksins að leggja af stað, Bretarnir um borð voru nebbla orðnir hræddir um að missa af leiknum daginn eftir. Við Ásla vorum í sætaröð 35, as in aftasta röð... En já...þá kom flugkafteinninn í talstöðina og tilkynnti okkur að vélin væri biluð og allir út aftur. Jeeeyyyyyy. Fengum að bíða í klukkutíma í viðbót og svo inn í nýja vél, en hún var bara með 33 raðir... as in ekki sætin okkar Áslaugar. En sem betur fer var ekkert uppbókað svo við fengum meira að segja heila sætaröð hvor. Ég svaf síðan mest alla leiðina, rétt vaknaði til að borða eitthvað með heimsins versta karrýbragði. En þegar þú frestar flugi um marga klukkutíma á föstudagskvöldi býður þú upp á flugdólgslæti... Alltaf þarf eitthvað fólk að vera svo vitlaust að fara upp á völl án þess að tékka hvort vélin sé á tíma. Þannig að það var einhver hópur af íslensku Sellfoss/Keflavíkur-gítarpartýaðsyngjaíslenskpopplögdrekkumkafteiníkók náðuhápunktiígrunnskólafólki (it´s a word) búinn að drekka síðan kl. 3 um daginn og ein beygla þarna vel sjúskuð. Ég grísa á að hún vinni á Casino í Keflavík... en já er eitthvað að beyglast þegar vélin er lent en ekki stopp og fer að rífast við vinkonu sína, notar mjög falleg orð um hana, greinilega ekki feministi því femininstar nota ekki orðið píka í svona ljótri merkingu. Endar síðan að rífa kjaft við mann sem var þarna með fjölskylduna sína, ótrúlega góð í að koma fyrir sig orði, ætti alveg að vera lögfræðingur... þegiðu þarna, þú ert með skalla iiiii þú eitthvað skalli úti í bæ ég þarf ekkert að hlusta á þig þú ert með skalla... Þvílík orðlist. Hún reif líka kjaft við vegabréfsskoðunarfólkið sem hótaði að hleypa henni ekki inn í landið. Var að spá í að biðja hana um að verða pennavinkonu mína, yndisleg sál.
Úff vá, allt of langt blogg... OK restin var svona (lesist hratt, er að pikka á milljón): heim til Fionu og Glen að sofa, ótrúlega sæt íbúð sem hún á og hann leigir hjá henni... Daginn eftir með Fi og Keir að borða enskan morgunverð og horfa á leikinn... fáránlega heitt allan tímann, tjilla og svo kom Louise líka, fokkin fyndnasta manneskja Bretlands og við hrundum í það. Íslenskt Opal skot sló ekki í gegn, helv aumingjarnir. Fórum út og á milljón staði og vorum hress&kát þangað til við vorum full&kát og svo sjúskuð&kát og í endann subbuleg&þreytt. Stikkorð: vodka í dietkók, vodka í cranberry hellt yfir græna bolinn minn svo núna er hann fjólublái bolurinn minn, Litháar, blikkandi snuð, ógeðis Indverji... Daginn eftir fengum í morgunmat heimsins verstu samloku. Kalt fransbrauð, smjör á aðra sneiðina, tómatsósa á hina og beikon á milli. Not tasty... Bresk matargerð alltaf jafn frábó.
Daginn eftir fórum við með Fi og Glen í bílferð niðrá strönd og svo í bæinn sem Glen ólst upp í, frábær tjill dagur ótrúlega kósý og svo leti um kvöldið. Leitaði að lime doritos út um allt en fannst hvergi. Reyndum að horfa á Silent Hill en gáfumst upp. Horfðum í staðinn á Besta. Sjónvarpsþátt. Í. Heimi. Um sorglegt fólk í UK og brúðkaupin þeirra.
Á mánudeginum tókum við Ásla powershopping á þetta þar sem við sváfum yfir okkur og fengum því bara smá tíma í búðum. Gaman gaman, keypti mér þrjú skópör... :D
Svo var kominn kveðjutími og auðvitað gat vélin ekki fokkast til að vera sein á heimleið... Þannig að þetta var allt of stutt ferð og við erum búnar að vera þunglyndar úr Íslandsleiðindum í viku. Ég vil fara aftur úúúúúút.
OK þetta er ferðasagan... nokkurnveginn. Lesendur líklega löngu búnir að slökkva svo ég get í raun sagt hvað sem mér sýnist það er enginn að lesa... Fíkus.
Sunday, June 18, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
ellefufokkinsþúsund króna virði sýnist mér :)
true true ....alveg ellefufokkinsþúsund króna virði!
hmm maniggi eftir ógeðis indverja? já oj beikonsamloka (samt pínu ekki oj), ahh strönd, ahh sól&hiti, ahh litháar, ahh gút times
p.s ég varð aldrei subbuleg&þreytt, ekki sjens, trúi því aldrei... allan tíman FABJULUSS! (handahreyfing)
nei, enda var helvítisindverjinn með hendurnar á mínum rassi en ekki þínum, ég var hlaupandi um á flótta undan honum og Glen að reyna að láta henda honum út. Indverjar eru komnir á sama lista og lesbíur... I don´t like ´em
Post a Comment