Tuesday, September 19, 2006

moving day

Þrátt fyrir að allir starfsmenn Eimskipa hafi lagst á eitt um að hindra Guðrúnu og Snorra í að fá gáminn sinn afhentan tókst þeim í dag, eftir mikið stríð við skrifstofublækur, að fá hann. Því var einn og hálfur her ræstur út til að tæma þennan 40 feta geim í Garðabænum. Við unnum sleitulaust og af kappi og tæmdum hann á mettíma. Síðan hófumst við handa við að raða húsgögnum og tæma kassa... Ég fór offorsi í eldhúsinu og fékk nýtt viðurnefni, kryddfasistinn þar sem ég gerði svo mikið grín að Guðrúnu fyrir að flytja heim 4 hálftóma karrýbauka, 3 útrunnar lyftiduftsdósir og 7 mismunandi vanillubragðbæta o.s.frv. og svo henti ég miskunnarlaust öllu sem var ofaukið (nema einu karrýi sem ég hirti sjálf...). Svo fórum við í ammlismat til mömmusín í lax og köku, mjööööög tasty. Síðan ákváðum við Gu að kíkja aftur upp í hús að halda áfram, kósý systrastund að taka upp úr kössum og hlæja að geðveikinni í "the moving guys", þeim sem Guðrún réði til að pakka niður dótinu úti. Ótrúlegustu hlutir komu undan fargi af pappír og plasti. Ég var alveg komin á það að gera góðan drykkjuleik úr þessu, hvað kemur úr þessari pappírshrúgu? T.d. komu tvær litlar ljósaperur úr einni pakkningunni, þegar ég opnaði aðra hrundu allir pennarnir úr, skópari var vandlega pakkað inn í pappír og það svona lá við að hálsbrjóstsykunum hefði verið pakkað einstaklingslega ofan í nammiskálina áður en henni var pakkað. Þeir pökkuðu líka vel og vandlega inn öllum fjöltengjunum með amerísku tengingunni... mun koma sér mjög vel. Það er meiri pappír ofan í kössunum en hlutir, án gríns. En ég var rosa dugleg að hjálpa, en auðvitað gerir maður aldrei neitt nema af sjálfselsku, minn leynihvati var draslið sem ég pantaði af Amazon í sumar og fékk að geyma í gámnum. Dreif hvern kassann af öðrum opinn og ruslaði öllu upp, bara til að sjá hvað væri ofan í þeim :) en svo kom áfallið. Kassinn minn var nánast fyrstur út og er því aftast og neðst í bílskúrshrúgunni. Bókstaflega í kassa 13 hrúgu 107. Ég er alveg viss um að þetta var með ráðum gert til að þau fengju mig til að hjálpa meira... Ívil kanívil! En þetta var samt bara gaman, er líka hræðilega þreytt núna eftir daginn. Já, það þreytt að ég er barasta farin að sofa. Góða nótt.

2 comments:

Anonymous said...

og hvaðoghvaðoghvað fékkstu fröken kryddfasisti

Una said...

híhíhí... oh, þú lætur þetta hljóma svo skemmtilega. Hef greinlega misst af góðri systrastund.