sem er ekki alltaf í gangi.
Mér fannst pínulítið fyndið að ég sá þessa fyrirsögn á mbl.is: Brown endurgreiðir ólöglegar greiðslur og hugsaði strax, hmmmm hvaða ólöglegu greiðslur getur Dan Brown hafa fengið? og fór strax að mynda með mér samsæriskenningar um að páfagarður eða kirkjan hefði reynt að múta honum... en þá var fréttin sumsé: Forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown hefur viðurkennt að greiðslurnar sem Verkamannflokkurinn fékk eftir krókaleiðum frá byggingaverktakanum David Abrahams hafi verið ólöglegar og að slíkt væri óásættanlegt og að upphæðin, rúmlega 78 milljónir yrði endurgreidd. Mín útgáfa var muuun æsilegri... :)
En ég er nýkomin heim frá útlandinu. Fór auðvitað til Hollands að hitta Unumín. Það var mega gaman. Fór til Den Haag, Rotterdam og Amsterdam... kíkti aðeins í búðir, á listasafn, tyrkneska veitingastaðinn Baazar, í bíó, féll fyrir tveimur asíubúum (í götuna þ.e.), borðaði hollenskan mat sem heitir Stammpot, drakk ógrynni af rauðvíni, knústi Unu og fleira :) Endaði síðan ferðalagið með því að fara til Belgíu og sjá INTERPOL (hljómsveitina, ekki lögguna... Hildur) á tónleikum. Þeir voru geðveikt skemmtilegir, mæli alveg með því að fólk fari á Interpol tónleika. Blonde Redhead voru líka að hita upp og það var alls ekkert verra :)
Tók enga óhappamarblettaferð á þetta núna, eina vesenið á mér var að ég var föst í lestarkerfi Belgíu þegar ég var á leið á flugvöllinn aftur. Ég þoli ekki bilaðar lestar! og lestarkerfisupplýsingar á frönsku! og frönsku! En þetta hafðist allt, var komin á flugvöllinn tæpum klukkutíma fyrir brottför sem er nú bara framför frá því þegar ég fór seinast frá Schipol þegar ég kom 10 mín. fyrir boarding, og það var 20 mín. gangur að hliðinu...
Annars er allt við það sama hér, er að "leita" mér að roomie, en er ekkert að nenna því svo ég er bara að þykjast.
En sko! Ég bloggaði!
Tuesday, November 27, 2007
Monday, November 26, 2007
Subscribe to:
Posts (Atom)