Monday, May 30, 2005

listen to her heart as it brakes...

Ég ætti greinilega að gleyma símanum oftar heima. Skildi hann óvart eftir í morgun, var svo að koma heim og kíkti á hann. fjögur missed calls, fimm skilaboð og eitt talhólfsskilaboð. Ég er ekkert smá popular :) En talskilaboðin voru frá Fréttablaðinu, því ég sótti um sumarstarf og þeim þóknaðist ekki að svara mér fyrr en núna, og jújú þeir höfðu mikinn áhuga! Ég varð því miður að hryggbrjóta hann Hjörleif með því að ég hefði gefist upp á biðinni og ráðið mig annars staðar. Eeeeen hihihi ég ákvað að láta vaða og sagði honum að Soffíu vantaði vinnu og nýtti alla mína söluhæfileika til að selja hana :) Þannig að hún er allavega komin með möguleika á vinnu :D hihihi, ég er svo stolt af þessu framtaki mínu :D En við Hjörleifur spjölluðum alveg saman og skildum sátt, hann var auðvitað dapur og mun sakna mín, en ég sagði honum að við myndum kannski bara hittast með haustinu og þá tók hann gleði sína á ný. Get ómögulega verið að binda mig svona niður yfir sumarið...
Keypti mér Trabant diskinn á föstudaginn, fyrst enginn gat gefið mér Nasty boy lagið og þvílík kjarakaup! Þetta er g e ð v e i k u r diskur!!! æ lovs it! úff.

Æji, mér leiðist. Langar út að leika, eða bara leika inni. Anyone?? pffhh iss, I don´t need you, leggst bara uppí sófa að horfa á SATC :D Þarf að drífa mig að klára seríuna, Valnýin er orðin óþolinmóð.

Sunday, May 29, 2005

Whose pig is this?

Útskriftin hennar Unu var ekkert smá skemmtileg. Meðal skemmtiatriða var hljómsveitin Parabóla, en meðlimir hennar eru m.a. Helgi trommari og Davíð Þór. Þeir voru með böns af riiiiisaaastórum trommum á sviðinu, mættu svo allir í hvítum málningagöllum og voru með klikkað trommusession upp á sviði og ljósasjóv í leiðinni. Ekkert smá flott!! Finnst þeir samt alltaf vera að halda framhjá Valda Kolla þegar þeir gera eitthvað án hans :) En já, svo var fjölskylduboð heima hjá Unu eftir útskrift og svo minipartý um kvöldið. Við vorum fjórar hérna, grilluðum, hlustuðum á tónlist og sumir rifust um hvað teljist sem list :) Skelltum okkur svo á Þjóðleikhúskjallarann þar sem allir Listaháskólakrakkarnir voru, og ég dansaði gjörsamlega af mér rassinn! Þvílíkt stuð!!! Gullfoss og Geysir voru að spila, þeir eru ææææði. Svo röltum við um bæinn að skoða alla nýstúdentana... það eru allir svo sætir á þessum tíma árs. Það var stappað í bænum. Já, tilhamingju með útskriftina Steinar Hugi og til hams með bróðurinn Sara :D
Annars var ég að fá seinustu einkunnina í Kennó... að eilífu! Fékk 8 fyrir Málfræðirannsóknir. Ef ég reiknaði meðaltalið mitt rétt þá er ég með 8,21 í meðaleinkunn. Not too shabby for me. Ætla núna að draga Un í göngutúr upp í Kennó að ath hvort umsagnir, verkefni og ljóðabækur hafi skilað sér í hólfið mitt. Það er svo gott veður og mikið sumar!!! Ég er í þvílíku gleðiskapi þessa dagana... sem er nottla bara rugl! :) Lovsja, Ra

Friday, May 27, 2005

where is my mind?

Sjæseblitzen þynnka! Mér líður ekki vel, en mér er sama það var kreeeiiisíííí gaman í gær. Fórum í hillarius sýningartúr um Suðurland greatest, Rjómabúið var rooosalega skemmtilegt. Hrikalega fyndinn gaur sem var leiðsögugaurinn okkar, og hann notaði frasann að sansa, en við vitum öll að það orð kemur frá syni djöfulsins, VaglaValla. Svo fórum við í draugasetrið, og ég hélt ég myndi pissa á mig ég hló svo mikið. En ég held draugunum hafi ekki verið jafn skemmt og mér þegar ég fór að bregða þeim. Aldrei er hægt að fara með mig neitt, ég er ekki einu sinni draugahúsum hæf. Tók asnadansinn þarna inni. :D Linda lét okkur looofaaa að við myndum haga okkur vel áður en við fengum okkur kvöldmat og við fengum að borða humar á Fjöruborðinu. Þvílíkur dásemdarmatur! m m mmm. Eftir humar og nokkra klúra brandara við fjöruna snerum við heim. Ég var alveg orðin þreytt en endaði auðvitað með svefngalsa og fékk viðurnefnið rútudólgurinn, en þegar við fórum til DK var ég flugdólgurinn :) Ég tímdi ekki að hætta skemmtuninni og fara heim svo við fórum nokkur á Katalínu hahaha, massastaður :D Enduðum svo nokkur í eftirpartýi hjá Kristjáni, og ég gafst upp klukkan fjögur og fór heim, en frétti að seinustu gestirnir hefðu farið heim á hádegi í dag. En ég átti að mæta í vinnuna kl 8. Mætti aaaaðeins seinna hósthóst. Gerði svo meira ógagn í vinnunni og er nokkuð viss um að fá ekki titilinn starfsmaður vikunnar.
Bæti það upp með að geta keypt mér vinsældir því lokaparturinn í SATC safnið mitt var að koma fresh from the amazon oven! Þetta er ekkert smá features:
All 8 episodes from the second half of the 2003 series
Three never-before-seen alternate endings to series finale
Two farewell tributes (30 mins. each)
2004 US Comedy Arts Festival Seminar
Deleted scenes from seasons 1-6

Sara Valný pantaði að vera fyrst að fá lánað, en þið hin verðið bara að mynda einfalda röð, og ekki slást :)
Annars fékk ég tvær einkunnir í viðbót í gær, nú á ég bara eina eftir. Fékk 8 fyrir lokaverkefnið mitt! Mjög ánægð, og svo 8,5 fyrir ljóðatímana. Hver veit nema ég gefi út ljóðabók... :) Some day maybe.
En nú ætla ég að vera góða stelpan og baka köku fyrir útskriftina hennar Unu á morgun. Jeyyy Una er að útskrifast, það er æææði. Dagurinn hennar, but what on earth should I wear??
Kisses, þunna stelpan.

Thursday, May 26, 2005

Pína

Þetta er nú meira helv ruglið. Ég er að taka tennur! Eins og þessar 28 tennur sem ég hef safnað mér fram að þessu séu ekki meira en nóg, neinei, fullorðnis jaxlarnir ákváðu að mæta líka. Nú er fokið í flest skjól, ég hef nánast enga afsökun lengur fyrir að þykjast ekki vera orðin fullorðin. cwap! Veit einhver hvort tannlæknanemar geri svona aðgerðir á sumrin?? og hvað er þá númerið þar. Ég er í fýlu út í tannlækninn minn og vil ekki láta hann fá peningana mína.
Talandi um að vera í fýlu, ég er líka í fýlu út í KFC, McDonalds, bakaríið, Mekong ooog Georg Bush.
Annars er ég að fara í óvissuferð með ÍTK núna á eftir. Mega stuð :D Verður örugglega alveg óóótrúlega gaman. Læt ykkur vita hvernig það fer ;) mússímúss.

Tuesday, May 24, 2005

Myndir frá júróvisjónpartýinu


Hildur WigWam, takið sérstaklega eftir wigwam skiltinu sem hún PERLAÐI sjálf! Posted by Hello

Hún var ekkert smá glöð að fá 12 stig og þarmeð skot úr 12 stiga flöskunni!! Posted by Hello

Örvar ákvað að klæðast sem týpískur sænskur karlmaður. Hann fór meira að segja í bæinn svona klæddur. Kurreisíí Posted by Hello

Ég var fúl yfir að fá engin 12 stig og þar með engin staup, svo Hildur lánaði mér húfuna sína til að hressa mig við :) Ekki það að ég hafi ekki drukkið Apfel snapsið sem ég bauð liðinu... það var bara ekki í tólfstiga flöskunni! Posted by Hello

Monday, May 23, 2005

Mein name ist Derrick

Váááá hvað það var gaman á laugardaginn!!! Fór í mega partý til Örvars bróður Hildar, þar sem allir voru fulltrúar einhvers lands í keppninni, verð að segja að Hildur og Örvar hafi rústað þessu sem Noregur og Svíþjóð.. Fæ vonandi einhverjar myndir til að setja inn. Ég var aumingjans Þýskaland sem lenti í neðsta sæti með fjögur stig. Reyndi að grenja út vorkunnarstaup úr 12 stiga flöskunni en var harðneitað um það. En ég náði mér á strik með því að rústa singstar keppninni :D Svo fórum við á Nasa og þvílíkt fjör! Var auðvitað frávita af drykkju og eyddi kvöldinu dansandi upp á sviði. Náði að taka í höndina á Siggu Beinteins meira að segja!!!! Eins og mín er von og vísa náði ég líka að hrynja hressilega, er með marbletti hér og þar en það er nú líka bara stemning. Held ég hafi talið 16 marbletti í gær, en þeir eru ekkert allir eftir laugardaginn. Svo rákumst við Atli á hana Helgu Möller á Lækjargötunni, spjölluðum aðeins við hana :D hún er æææði! Þetta var alveg júróvisjónlegasta júróvisjónkvöld sem ég hef upplifað. Þvílíkur dýrðardagur. Svo endaði ég á Suðurgötunni með Hildi og var bara þunn og ógeðsleg í gær. Er búin að vera að kálast úr hálsríg, hélt það væri bara slæma rúmið þar en er farin að spá hvort það spili ekki inn í að ég var að slamma við Ruslönulagið og datt líka eiginlega á hausinn þarna í eitt skiptið... Nema ég sé komin með vöðvaslensfár, hver veit?
Annars erum við búin að selja alla miðana á QOTSA svo það þýðir ekki lengur fyrir ykkur að spá í því. Nú ætla ég að bera vöðvagel á mig auma og knúsa mig upp í rúm og horfa á eitthvað skemmtilegt.

Vefsíða dagsins er geeeeðveiiik! bara ýta á gulu stjörnuna.
Til hamingju dagsins fær Hildur fyrir að vera svona mikið hot stuff og seljast eins og heitar á atvinnumarkaðnum.

lovs til allra, þreytta stelpan.

Saturday, May 21, 2005

Svaraðu Jennifer Parkinson SVARAÐU!!!

Stórtónleikar framundan, Duran Duran og svo Foo Fighters og QUEENS OF THE STONE AGE saman!!! En helvítis miðasalar um allan heim! Við Una erum búnar að para okkur við Þóri og Jóhönnu um að kaupa miða svo þau komist á Duran og við á qotsa á A SVÆÐI. En Þó og Jó fara með fjórum í viðbót sem væru vilja komast á A svæði líka en hafa engan til að kaupa hina miðana af. Er búin að vera að hringja út um allan bæ og meira að segja til Austurríkis en það svarar enginn í símann sinn!!! Þannig að ef einhverjum langar á foo og queens má sá hinn sami láta mig vita hið snarasta.

Friday, May 20, 2005

árþúsundum síðar...

Klukkan er að verða sex á laugardagsmorgni... náttfataballið í algleymi. Búið að ganga ágætlega, fór með eina stelpu á slysó með blóðnasir, hún fékk olboga í andlitið á dansgólfinu. það leið næstum yfir mig þegar læknirinn dró út blóðlifrar á stærð við pennastatív út úr nefinu á henni. En það var samt fyndnast þegar hún horfði á þetta með hryllingi og spurði Hvað er þetta???!!?? Er þetta LIFRIN MÍN?????????? Stelpugreyið... hún er samt soddan nagli að hún mætti aftur á ballið. Svo var rétt í þessu verið að grafast fyrir um orsök þess að eitt klóstið stíflaðist. Þá hafði einhverju gáfumenninu dottið í hug að athuga hvort hægt sé að sturta niður appelsínum í heilu lagi. Niðurstöður rannsóknar liggur fyrir: Nei, það er ekki hægt. En ef einhver vill ókeypis appelsínu... Er búin að dreifa út pítsum fyrir 40.000 kaddl... soddan svín þessi svín.
Hlakka til að komast í rúmið mitt, það er ekkert stuð að vaka í sólarhring þegar maður er ekki einusinni fullur. En það bíður betri tíma, nánar tiltekið kl 7 á laugardagskvöld.
Hlakka til að sjá ykkur on the djamm á lau ;)

day two. rang bell, cat answered door

Tveir dagar búnir í vinnuskólanum. Ég, Arass og Signý máluðum skrifstofuna okkar Söru, hún var svona líka fallega ferskjulit alveg þannig að ég íhugaði sjálfsmorð frekar en að vinna þarna í sumar, þótt ég sé svona peachy persónuleiki... hósthóst. En núna er hún úrvalshvít með blárri hurð með stjörnum!! mega freba gíga flott :D
Er að gera mig til fyrir náttfataballið. náttföt check... Á örugglega eftir að blogga í nótt einhverja vitleysu... var allavega í ruglinu í fyrra... býst ekki við að þetta verði neitt öðruvísi. Svo ætla ég bara að soooofaaa á morgun, og fá mér svo bjór í "morgunmat" og fara í partý :D sjibbííí, verð fulltrúi Þýskalands í partýinu.. hef bara hugsað mér að mæta með þýskan bjór og apfel snaps, en ef einhverjir þarna úti luma á betri hugmyndum fyrir mig þá endilega let me know.
mússmúss... hressa stelpan

Thursday, May 19, 2005

WHAAAAAAT?!?!?!?!?!?!

WHAAAAAAT?!?!?!?!?!?! Ég kenni appelsínugula búningnum um!

Wednesday, May 18, 2005

Pearl Harbour sucked and I miss you

veit ekki með ykkur en mér finnst niðurstaðan í könnuninni minni hér til hliðar ótrúlega merkileg. Svo virðist sem ég sé eini þurrkarinn á svæðinu. hinsvegar er heimurinn fullur af vöskurum. Það er gott að vera sérstakur.
Annars var ég að horfa á TEAM AMERICA sjitt fokking hillarius mynd. ég pissaði næstum á mig af hlátri. Á aldrei eftir að geta horft aftur á Cats... :D

texti dagsins er: I´m a little nasty I´m a nasty little boy... Traband. er með þetta á heilanum, kann ekki meira af textanum og á ekki lagið! ef einhver vildi vera svo vænn að senda mér lagið á gmailið mitt.. purty purty please with sugah on da top.
vinkona dagsins er Áslaug! ég var að fá pakka nr 2 frá henni, ég LOFA að senda þér pakka á morgun. (segir sá segir sá...) L O F A !

En núna er lokaþátturinn af ANTM, so laters X

Ég og hin hænsnin

í dag er ég eins og reyttur kjúklingur, sársaukinn var næstum þess virði fyrir að líta svona ofurkjánalega út :D kvenmenn eru soddan hænur stundum

Tuesday, May 17, 2005

guess what...

jebb, ég fer EKKI í ferðina :D sver það, er orðin ringluð af öllu þessu rugli í liðinu. Þannig að þarseinasta blogg gildir.

there´s been a change of plans

ég ER víst að fara í vorferðalagið... þvílíkt rugl, en það er samt enn smá séns að ég fari ekki, fer eftir fjárveitingagleði yfirvalda.. en þetta verður bara stuð, ekkert jafn hrikalegt og ég hélt. Fer héðan kl 5 á mið og kem aftur á hádegi á fös. jájájá no problem for me my friend.
og já, ég ætla alveg að overdosa á blogginu. allavega til að byrja með. þrjú blogg á innan við sólarhring.. not bad not bad... give me a banana.

Fjúkkett!

Fékk að vita það áðan að ég er EKKI að fara í vorferðalagið með 10. bekknum. Þótt það hefði verið meeega fjör að fara í riverrafting og fleira þá var ég ekki alveg að meika tveggja daga ferðalag með þessum úrvals grísum og svo náttfataball á föstudaginn. Náttfataballið eitt og sér pakkar mér alveg saman. Þannig að! Á morgun er ég alveg í fríi og allir sem vilja koma að leika hafi samband, og svo byrja ég í sumarvinnunni minni á fimmtudaginn. Vinnuskólinn here I come.

Quote dagsins er: DAMN YOU OTIS!!!
Verðlaun fyrir hvern þann sem er fyrstur til að segja hver sagði þetta, við hvern og AF HVERJU???

Monday, May 16, 2005

brand spankin´ new

Nýtt og fínt blogg hér á ferð, þvílík pressa, engir aðrir til að kenna um að ekkert sé bloggað í lengri tíma... en ég ætla ekki að lofa neinu. Þið vitið alveg að ég er ekkert fyndin alla daga, og til hvers að blogga ef maður ætlar ekki að galdra fram bros á varir lesenda sinna?!? Ætla að byrja á að þakka Hildi fyrir að búa þessu síðu til, því svo virðist sem ég sé lesblind á HTML (eða of óþolinmóð...)
Ég var að skila seinasta verkefninu í heimi í kennó áðan. Þannig að svo lengi sem kennararnir hendi verkefnunum ekki til baka í hausinn á mér með skít og skömm þá er ég BÚIN. Þrjú ár af háskólanámi sem leiða til háskólagráðu! This is madness MADNESS I tell you! Teljarinn efst er að telja niður á útskriftardag, or as I like to call it... dagurinn sem ég fæ að nota grænu skóna. Þeir bíða enn þolinmóðir upp á hillu. Ég er búin að fá eina einkunn, 8 í smíði... jey!
Ég var í heimsókn hjá pa og Gu áðan, þau voru að koma frá Panama og gáfu mér panamskt kaffi... uber tasty, þannig að allir sem vilja smakka komi í heimsókn. Þeir sem vilja ekki kaffi komi bara líka í heimsókn.
ætla að henda mér í sturtu og svo að leika við Söru og Hildi... laters gaters
p.s. ég er ekkert hætt á dlísnum, ætla bara að gera bæði