Örvæntingin er farin að grípa um hjarta mitt. Hef ekki frétt neitt meira af mínu eigin brúðkaupi, engin email og ekki neitt. Sá grunur læðist að mér að þessu sé lokið, jafn snögglega og það það hófst. Líður einhvernveginn eins og það hafi verið stigið á hjartað mitt. Þetta voru þó glorius 10 dagar sem ég innilega trúði því að einhver þarna úti vildi giftast mér, jafnvel þótt það væri bláókunnugur maður. Get ekki að því gert að sjá fyrir mér Muriel Heslop grenjandi inn í mátunarklefa "´cause who´d wanna marry me?!?" Svarið er víst enginn.
Hef þó hlotið smá sárabætur, mig grunar allavega að póstberinn í hverfinu mínu lesi bloggið mitt og hafi ákveðið að veita mér smá huggun því inn um lúguna í gær læddist póstkort frá Brasilíu stílað á Bæjartún 18 (ekki til) og Áslaugu Ágústsdóttur (þekki enga). Það var hann Gunnar Kr. að senda póstkort, en hann er staddur í Sao Paulo, en hann er líka búinn að skreppa til Argentínu og Paraguay og hann fór í fyrsta skipti í þyrlu líka! En þar sem það er vetur í Brasilíu er hitinn nokkuð ójafn, frá 9 og upp í 30 gráður. Svo sendi hann bestu kveðjur. Þetta lyfti geði mínu því nokkuð upp, alltaf gaman að fá póstkort, hvort sem það er stílað á mann eður ei.
Hildur hitti líka beint í mark með pakka til mín þegar hún kom frá Írlandi, því eins og allir mínir vinir vita þá er ég forfallinn Cosmopolitan lesandi og því gaf hún mér Cosmopolitan Bride blað! Er búin að vera að lesa um annarra manna brúðkaup og ýmsar skemmtilegar lausnir á t.d. að hafa slaufur sem þemað í brúðkaupinu. Hver myndi líka ekki vilja slaufuvitlaust brúðkaup, já mér er spurn :)
En það lítur út fyrir að það sé kominn tími til að stíga aftur niður á jörðina og hætta þessu brúðkaupsrugli, í það minnsta næstu 20-30 árin. Nógur tími til stefnu... Þangað til ætla ég að lesa Harry Potter nr 6, eyða helginni upp í bústað með mínum kæru systkinum og svo veit enginn hvað gerist í næstu viku, kannski bíða mín ný og spennandi email þá.
Þangað til næst, auf wiedersehn XXX Raxterina spinsterina
Wednesday, July 27, 2005
Wednesday, July 20, 2005
JÁ!!!
Fékk annað e-mail í gærkvöldi, í þetta sinn frá Önnu Hrefnu, og byrjaði bréfið á Elsku Ragnhildur og Tryggvi!!! Þá veit ég það, my husband to be er Tryggvi og þar sem ég þekki bara einn Tryggva þá hlýtur þetta að vera hann, besti vinur Atla. Kemur málinu ekkert við að hann eigi kæró og kanínu :) En þetta er fáránlega skemmtilegt, ég vona svo innilega að ég fái fleiri e-mail um þetta mál. Nú þarf ég bara að komast að því hvar athöfnin er, ætli presturinn þurfi ekkert að senda þeim e-mail? Annars er þetta allt að smella saman, Damie er gæsunarkafteinninn, hún verður á laugardaginn, Valnýsín er head stylist og svo verð ég að drífa mig og panta Jógvan til að sjá um hairdooið. Annars ætla ég að skreppa í hádeginu og registera mig í Tékk-Kristal... hahaha, það væri svo geeeðveikt fyndið að fara út um allar trissur og registera Ragnhildur og Tryggvi brúðkaupið og biðja bara um butt-ugly styttur og eitthvað fokkljótt drasl :D En ég er auðvitað að safna stelli í Í húsinu búðinni í Kringlunni, Kahla stell, ég á fjóra alveg hvíta og fjóra úr Candy Colors línunni. Alveg til í að eignast fleiri hluti úr því. Svo finnst mér auðvitað Leonardo glösin alltaf to die for. Hmmm hvað fleira, það var einu sinni til geðveikur rauður rifflaflauelissófi í Öndvegi, kostaði hálfa milljón, en hey ég giftist nú bara einu sinni!
En ég fattaði í gærkvöldi að ég var löngu búin að finna kjólinn. Það er brúðarkjóllinn sem Amy var í í Judging Amy þegar hún var næstum búin að giftast Stu, en gerði það ekki... og það var svo fyrirsjáanlegt! En kjóllinn er geðveikur, ég tók yfir byrjunina á Notting Hill til að ná honum á spólu. Ítölsk hönnun frá le spose di Gio . Svo var ég að spá, ég fékk nottla 12.000 króna útskriftarskó í vor, þannig að ég get verið í þeim við. Held það yrði ofsa fínt.
Æjiii, ætlaði að setja inn myndir af kjólnum og skónum, en bloggerinn er eitthvað tregur í dag, skal reyna að laga það heima í kvöld, annars er kjóllinn hér, og flestir hafa nú séð skóna mína elskulegu.
Skil ekki fólk sem bitchast yfir hvað það sé erfitt að plana brúðkaup, þetta er allt saman að koma... ok já ég veit, ég er orðin of klikkuð. En þetta verður allt búið 7. ágúst :) músknús xxx fraulein Ragnhildur
En ég fattaði í gærkvöldi að ég var löngu búin að finna kjólinn. Það er brúðarkjóllinn sem Amy var í í Judging Amy þegar hún var næstum búin að giftast Stu, en gerði það ekki... og það var svo fyrirsjáanlegt! En kjóllinn er geðveikur, ég tók yfir byrjunina á Notting Hill til að ná honum á spólu. Ítölsk hönnun frá le spose di Gio . Svo var ég að spá, ég fékk nottla 12.000 króna útskriftarskó í vor, þannig að ég get verið í þeim við. Held það yrði ofsa fínt.
Æjiii, ætlaði að setja inn myndir af kjólnum og skónum, en bloggerinn er eitthvað tregur í dag, skal reyna að laga það heima í kvöld, annars er kjóllinn hér, og flestir hafa nú séð skóna mína elskulegu.
Skil ekki fólk sem bitchast yfir hvað það sé erfitt að plana brúðkaup, þetta er allt saman að koma... ok já ég veit, ég er orðin of klikkuð. En þetta verður allt búið 7. ágúst :) músknús xxx fraulein Ragnhildur
Tuesday, July 19, 2005
Yes I do
Eins og ég sagði nýlega þá tekst mér oft að standa utan við almennt upplýsingaflæði þegar kemur að sameiginlegum ferðum, ákvörðunum o.s.frv. En eftir þetta síðasta atvik er ég farin að hafa heeeldur miklar áhyggjur af þessu grandvaraleysi mínu. Svo virðist sem að, hinn 7. ágúst næstkomandi sé ég að fara að gifta mig. Ég hef ekki enn komist að því hvar eða hverjum ég giftist, en ég veit að Jórunn Ingimundardóttir treystir sér ekki til að mæta, það sagði Sigríður Dagbjartsdóttir mér allavega í e-maili frá sér og ég veit líka að Árni Sveinsson plötusnúður verður að spila frá 23-04 um nóttina, og kemur með leigt kerfi frá Exton sem kostar 18.000kr. Nú þarf ég bara að komast að því hvert ég á að mæta, líka svo ég geti boðið ykkur mínu kæru vinir og ættingjar. Hver brúðguminn er kemur svo bara í ljós þegar á hólminn er komið.
Ég hef semsagt fengið tvö email á stuttum tíma frá þessu fólki um meint brúðkaup mitt. Vildi bara að ég hefði vitað það fyrr, það er svo margt sem ég þarf að gera! Fara í megrun, verða brún, klipping og litun, finna kjól (með síðum ermum svo brunasárið á hendinni sjáist ekki) og omg finna skó. Það verður hausverkur. Mér er skapi næst að hætta við allt saman, en ég get ekki hryggbrotið þennan elskulega mann sem var svo indæll að búa til ratleiks- og surprise brúðkaup handa mér.
Neinei, ég er ekkert orðin geðveik, geri mér grein fyrir að þetta hlýtur að vera önnur Ragnhildur en ég, en hvað í helv er hún alltaf að gefa út mitt email?!? Mér finnst þetta samt eitthvað svo skondið mál og nú er ég geðveikt forvitin um hvaða fólk þetta er. Svaraði plötusnúðnum með einhverju djókbréfi þar sem ég spurði hvort hann gæti ekki sagt mér eitthvað meira um málið en hann hefur ekki svarað mér aftur. I´ll keep you posted. Það væri nú helvíti gaman að mæta, hlaupa inn kirkjugólfið og ryðja hinni frá... hihihi.
Ég læt ykkur vita ef eitthvað meira fréttist af brúðkaupinu.
Kær kveðja, frú Ragnhildur Lára Smirnoff-Buckett.
Ég hef semsagt fengið tvö email á stuttum tíma frá þessu fólki um meint brúðkaup mitt. Vildi bara að ég hefði vitað það fyrr, það er svo margt sem ég þarf að gera! Fara í megrun, verða brún, klipping og litun, finna kjól (með síðum ermum svo brunasárið á hendinni sjáist ekki) og omg finna skó. Það verður hausverkur. Mér er skapi næst að hætta við allt saman, en ég get ekki hryggbrotið þennan elskulega mann sem var svo indæll að búa til ratleiks- og surprise brúðkaup handa mér.
Neinei, ég er ekkert orðin geðveik, geri mér grein fyrir að þetta hlýtur að vera önnur Ragnhildur en ég, en hvað í helv er hún alltaf að gefa út mitt email?!? Mér finnst þetta samt eitthvað svo skondið mál og nú er ég geðveikt forvitin um hvaða fólk þetta er. Svaraði plötusnúðnum með einhverju djókbréfi þar sem ég spurði hvort hann gæti ekki sagt mér eitthvað meira um málið en hann hefur ekki svarað mér aftur. I´ll keep you posted. Það væri nú helvíti gaman að mæta, hlaupa inn kirkjugólfið og ryðja hinni frá... hihihi.
Ég læt ykkur vita ef eitthvað meira fréttist af brúðkaupinu.
Kær kveðja, frú Ragnhildur Lára Smirnoff-Buckett.
Thursday, July 14, 2005
Sky rockets in flight. Afternoon delight...
Ný uppgvötun. Það er miklu hættulegra að vera skrifstofu- og félagsfulltrúi heldur en verkamaður ÍSAL. Lítur allavega út fyrir að örin haldist lengur, og þá er ég ekki bara að tala um multiple papercuts sárin. Ég var nú búin að segja ykkur frá remolaði marblettnum flotta, en hann hefur nú yfirgefið mig. Nýjasta afrek mitt er nú nokkuð töff, fékk glóðheitt grilllok í hendina í dag, rétt fyrir neðan olnbogann og er núna með langt upphleypt ör þvert á handleggnum... eiginlega eins og einhver hafi undirstrikað olnbogann minn. Olnbogi. Olnbogi. Olnbogi, the word´s lost all meaning. En já, ég vona bara að ég fái permanent ör. Mig langar svo í töff ör, eina örið mitt er vel falið... á puttanum mínum.
Annars var Rokkhátíð 2005 í gær, gekk ótrúlega vel, miðað við að ég sá mikið um skipulagningu hahaha... En jú það var mega fjör, þótt ég sé ennþá þreytt.
Annars er ég ástfangin, eins og þið vitið þá eiga Eddie Izzard og Josh Homme allt mitt hjarta... en nú tókst einum í viðbót að troða sér að. Antony and the Johnsons. Ég veit ég veit... another transvestive. En hann syngur bara svo fallega og sorglega og ég bráðna alveg í sálinni við að hlusta á hann. Veit samt ekki hvort hann sé keeper eða bara summer fling, sé til.
Svo er ég að fara á ættarmót um helgina... æ dónt nenn itt. En ég fékk að vita það að "við" systkinin hefðum ákveðið að gista ekki heldur fara aftur heim um kvöldið. Það er ótrúlega fyndið hvað mér tekst oft að missa af öllum upplýsingum og ákvörðunum, þrátt fyrir að vera með þrjú e-mail, blogg og 2 farsíma (um stundarsakir). Sumir eru bara meira utan við sig en aðrir... En allavega látið mig vita ef það er eitthvað djamm um helgina, það er smáá séns að ég komist :) hey það er sumar hey la hey la.
Ok, nú er kominn háttatími fyrir aumingjann mig. Stórt knús! bleble
Annars var Rokkhátíð 2005 í gær, gekk ótrúlega vel, miðað við að ég sá mikið um skipulagningu hahaha... En jú það var mega fjör, þótt ég sé ennþá þreytt.
Annars er ég ástfangin, eins og þið vitið þá eiga Eddie Izzard og Josh Homme allt mitt hjarta... en nú tókst einum í viðbót að troða sér að. Antony and the Johnsons. Ég veit ég veit... another transvestive. En hann syngur bara svo fallega og sorglega og ég bráðna alveg í sálinni við að hlusta á hann. Veit samt ekki hvort hann sé keeper eða bara summer fling, sé til.
Svo er ég að fara á ættarmót um helgina... æ dónt nenn itt. En ég fékk að vita það að "við" systkinin hefðum ákveðið að gista ekki heldur fara aftur heim um kvöldið. Það er ótrúlega fyndið hvað mér tekst oft að missa af öllum upplýsingum og ákvörðunum, þrátt fyrir að vera með þrjú e-mail, blogg og 2 farsíma (um stundarsakir). Sumir eru bara meira utan við sig en aðrir... En allavega látið mig vita ef það er eitthvað djamm um helgina, það er smáá séns að ég komist :) hey það er sumar hey la hey la.
Ok, nú er kominn háttatími fyrir aumingjann mig. Stórt knús! bleble
Sunday, July 10, 2005
NO I´M NOT FUCKING BÚIN!
Lífið er loksins orðið samt aftur, Áslan mín er komin heim! Eftir ansi misheppnaða tilraun til eftirágæsunar á Signýju (ekki hægt að gæsa þunnt fólk) ákvað ég að moka skítinn úr svínastíunni sem ég bý í og fá stelpurnar til mín. Ég, Áslan, Hildur og Damie vorum því í skemmtilegasta fjögurra manna partý í heimi, þvílíkur húmor sem var í gangi :D Slátruðum lambi og nokkrum vínflöskum, Dagmar rústaði Luftgitar keppninni, enda eini keppandinn, en djöfull getur stelpan rokkað á luftgitar! Hreinasta uuuuunun að horfa á :D Mér tókst líka að vekja fjölskylduna með eftirhermu af Jack að herma eftir Cher, sívinsælt atriði kl. 2 á nóttunni... Ætluðum aldrei að fá leigubíl í bæinn, enda misskildi leigubílastöðin Bæjó nr ÁTTA sem Bæjargil á ÁLFTANESI, f*ckin eejits. Svo var mega fjör í bænum, það voru ótrúlega margir í bænum... Eníveis, svo ákváðum við að kíkja á NONNA, bara svona til að tékka á stemningunni... OK, svo stóðum við í röðinni og einhver stelpa er að reyna að troða sér á milli okkar Áslu, svo ég teygi mig í Áslu og ætla að draga hana til mín þegar stelpan byrjar: Don´t push me! og ég eitthvað what, I didn´t push you. DON´T FUCKIN PUSH ME! og ég bara og hún bara og við bara ha?!? Hún fór svo þvííílíkt að rífa kjaft, þessi Kanabeygla og Ásla reyndi eitthvað að róa hana og þá varð hún enn verri, TAKE YOUR FUCKING HANDS OFF ME BITCH, og þá sagði ég (í djóki) Hey, don´t call my friend a bitch, bitch! aaallavega, allir voru auddað að fylgjast með þessu og svo sagði hún að hún skildi íslensku og hélt svo áfram að öskra þvílík ókvæðisorð á ensku á Hildi sem spurði bara, ertu búin, viltu segja eitthvað meira? og hún I´M NOT FUCKING BÚIN! Þá byrjaði öll röðin að flissa og við í hláturskasti og hún gjörsamlega að tapa sér, stóð fyrir framan alla og ætlaði að steyta hnefann upp í loftið og öskra eitthvað en hrundi aftur fyrir sig og lá á bakinu á gólfinu á Nonna öskrandi og við að kabbna úr hlátri. Kærastinn hennar dröslaði henni á fætur og út en hún náði samt að dúndra töskunni sinni í hausinn á Áslu sem er núna með sár og kúlu á hausnum. Svo stóð hún fyrir utan Nonna öskrandi og berjandi í gluggana og beið eftir okkur, hefur ætlað að hjóla í okkur hahaha. Við vorum inni að undirbúa okkur andlega fyrir bardaga, og allir inná Nonna voru til í að hjálpa okkur að berja þessa Kanabelju... En svo var hún farin þegar við vorum búnar að borða. En þvílík ógeðisorðaforði sem hún var með, mér blöskraði þvílíkt. Þetta var svo súrealískt atvik, og mér er meinilla við Kana á djamminu núna. Þetta er í annað skipti í sumar sem einhver sem ég er að hanga með sem er laminn af Yankee doodle. Hitt skiptið var það svartur gaur sem lamdi strák í leigubílaröðinni. Ég er að segja ykkur, Bandaríkjamenn eru menace á íslensku djammlífi. Það ættu að vera viðvaranir gegn þessarri þjóð niðrí bæ. Skítapakk.
En þetta er vibba fyndið samt, og sénsinn að maður hefði lent í einhverju svona nema bara afþví Ásla er komin heim og var með í för :D hihihi, enda er ekki eins og hún hafi ekki tekið höggi áður stelpan. Stúlkan með járnkjálkann, og stálhausinn :)
Í dag er því bara létt letiþynnka og hangs, veit ekki hvort dlísirnir ætli að hittast í kvöld, Hlínster er víst að fljúga til N.Y.C. í dag. Ætli við geymum ekki hittinginn þar til allar eru lausar.
En jeyyy ÁSLA ER KOMIN HEIM!!!
xxx pig out, Raxx
En þetta er vibba fyndið samt, og sénsinn að maður hefði lent í einhverju svona nema bara afþví Ásla er komin heim og var með í för :D hihihi, enda er ekki eins og hún hafi ekki tekið höggi áður stelpan. Stúlkan með járnkjálkann, og stálhausinn :)
Í dag er því bara létt letiþynnka og hangs, veit ekki hvort dlísirnir ætli að hittast í kvöld, Hlínster er víst að fljúga til N.Y.C. í dag. Ætli við geymum ekki hittinginn þar til allar eru lausar.
En jeyyy ÁSLA ER KOMIN HEIM!!!
xxx pig out, Raxx
Friday, July 08, 2005
Ég þekki fyndnasta fólk í heimi, dæmi 1
Wednesday, July 06, 2005
who´s afraid of the big bad wolf...?
Elvis er farinn úr húsinu, ég hef aldrei séð jafn magnaðar hreyfingar og hjá Josh Homme úr Q.O.T.S.A. í gær í Egilshöll! Ég var dáleidd og gjörsamlega sleeeefandi. The man can move! Hann hefur svo miiiikið sex appeal, ég hef aldrei áður tapað mér svona yfir celebi en ég virkilega stundi upp oooh my gooood og kiknaði í hnjánum þegar hann byrjaði. Mér fannst hann alltaf vera svona uglysexy gaur, en núna er hann alveg efstur á lista sem gorgeous gaur. Það eru virkilega engin orð yfir þetta, maðurinn er fullkomnun. Eins og það sé ekki nóg þá hef ég aldrei séð jafn færa hljóðfæraleikara spila. Þeir eru geðveikt góðir! Í A song for the dead þá virkilega sáust trommukjuðarnir ekki, trommarinn spilaði svo klikkað hratt. Það er eitt af uppáhaldsuppáhalds lögum okkar Unu með þeim og við trompuðumst alveg þegar þeir byrjuðu að spila það, drógum Hildi á eftir okkur alveg upp að sviði og stigum trylltan dans við ekki svo mikla gleði einhverrja strumpa sem voru þarna hihihi :D En mér fannst fúlt að sjá ekki gamla bassagaurinn, hann er svo pure evil looking... ótrúlega flottur gaur, allavega í No one knows myndbandinu. Tóti sagði mér líka að hann hefði verið brjálæðingur á sviði, brjótandi hljóðfærin og stundum nakinn, hefði verið gaman að sjá...Ég ætla ekki einu sinni að eyða orðum í Foo, þeir hafa ekkert í Queens, so out of their league they´re playing a whole other sport... En svo var líka ýkt fyndið þegar qotsa kom inn á sviðið kom disney lag úr grísunum þrem í hátalarana, who´s afraid of the big bad wolf, ýkt krúttlegt lag, og allir byrjuðu að syngja og klappa með eins og þetta væri einhver mega hittari :D Ég ætla aftur að sjá Queens of the Stone Age á tónleikum. Oft.Nú kveð ég í bili, future mrs. Joshua Homme. Not Josh.. Joshua!
Subscribe to:
Posts (Atom)