Wednesday, July 06, 2005

who´s afraid of the big bad wolf...?


Elvis er farinn úr húsinu, ég hef aldrei séð jafn magnaðar hreyfingar og hjá Josh Homme úr Q.O.T.S.A. í gær í Egilshöll! Ég var dáleidd og gjörsamlega sleeeefandi. The man can move! Hann hefur svo miiiikið sex appeal, ég hef aldrei áður tapað mér svona yfir celebi en ég virkilega stundi upp oooh my gooood og kiknaði í hnjánum þegar hann byrjaði. Mér fannst hann alltaf vera svona uglysexy gaur, en núna er hann alveg efstur á lista sem gorgeous gaur. Það eru virkilega engin orð yfir þetta, maðurinn er fullkomnun. Eins og það sé ekki nóg þá hef ég aldrei séð jafn færa hljóðfæraleikara spila. Þeir eru geðveikt góðir! Í A song for the dead þá virkilega sáust trommukjuðarnir ekki, trommarinn spilaði svo klikkað hratt. Það er eitt af uppáhaldsuppáhalds lögum okkar Unu með þeim og við trompuðumst alveg þegar þeir byrjuðu að spila það, drógum Hildi á eftir okkur alveg upp að sviði og stigum trylltan dans við ekki svo mikla gleði einhverrja strumpa sem voru þarna hihihi :D En mér fannst fúlt að sjá ekki gamla bassagaurinn, hann er svo pure evil looking... ótrúlega flottur gaur, allavega í No one knows myndbandinu. Tóti sagði mér líka að hann hefði verið brjálæðingur á sviði, brjótandi hljóðfærin og stundum nakinn, hefði verið gaman að sjá...Ég ætla ekki einu sinni að eyða orðum í Foo, þeir hafa ekkert í Queens, so out of their league they´re playing a whole other sport... En svo var líka ýkt fyndið þegar qotsa kom inn á sviðið kom disney lag úr grísunum þrem í hátalarana, who´s afraid of the big bad wolf, ýkt krúttlegt lag, og allir byrjuðu að syngja og klappa með eins og þetta væri einhver mega hittari :D Ég ætla aftur að sjá Queens of the Stone Age á tónleikum. Oft.Nú kveð ég í bili, future mrs. Joshua Homme. Not Josh.. Joshua!

6 comments:

Anonymous said...

Þú getur átt þennan bassaleikara, því Josh (ekki Joshua) er MINN!!! Ekki orð um það meir. Þú veist vel þú ert að fara yfir línuna núna þannig að þú getur bara haldið þig í burtu frá mínum manni! BEYGLA!

Þín elskulega systir
Una

Anonymous said...

BITE ME!!! Hann horfði mjög greinilega á mig á tónleikunum og benti á mig í einu laginu. Svo hringdi hann líka í mig í morgun og sagði að hann elskaði mig. Þannig þú getur bara átt Dave Grohl... eða gítarleikarann í Foo múhahahahaa. Kær kveðja, R

Anonymous said...

þú tókst nú ekki einu sinni eftir hreyfingunum fyrr en ég benti þér á það! Blinda ugla!

Hann blikkaði mig, hringdi og sendi mér blóm, sendi mér svo flugmiða og ég er að fara að hitta hann um helgina, í PARÍS !!

Un

Anonymous said...

þú ert að LJÚGA!!! Beljan þín! Þú myndir örugglega ekkert vita hverjir þeir væru nema afþví ÉG byrjaði að hlusta á þá. Ra

Anonymous said...

Það má vel vera að þú hafir byrjað að hlusta á þá, en það er bara vegna þess að ÉG kenndi þér að meta góða tónlist! Þú værir að hlusta á Boyzone og að dreyma um Ronan Keating if it wasn't for me!!!

U

Anonymous said...

DREAM ON! if it wasn´t for me þá hefðiru örugglega ekki keypt þér geisladisk síðustu 10 árin. Nema kannski Kenny G.. R