Wednesday, November 30, 2005

she´s definately a pie nicker....

Það er bara allt fínt að frétta af hvítu stígvélunum. Leðrið virðist ætla að lúffa, er allavega hætt að fá náladofa þegar ég er í þeim. Keypti mér hvíta leðurtösku í stíl, 150 kall í Góða Hirðinum... ekki slæmt. Skemmtilegt að detta inn í eitthvað svona ólíkt stílnum manns... hvítt hefur aldrei verið mikið inn hjá mér.
Merkir atburðir gerast enn. Eldaði fisk í fyrsta skipti í gær hér í Mholtinu. OK OK Ásla eldaði en ég keyptann!!! Er ekki mikil fiskmanneskja og hef því alveg sleppt því að elda mér fisk, þar til nú. Verst þetta var ekkert spes, ekki Ásnum að kenna, sósan sem kom úr krukku var eitthvað.. spes. Leyfi mömmu bara að sjá um að elda fisk fyrir mig, ég er afbragðs grænmetis- og kjúklingaeldari. Can´t win´em all. Við horfðum á City of God meðan við borðuðum fiskinn, mæli ekki með því að horfa á hana á meðan maður borðar... hún er frekar ógeðfelld, en samt óóótrúlega góð mynd. Bara... ógissleg.
Helgin mín var ofsa róleg, djammlaus, var að vinna föstudag og laugardag, mjög gaman. Stíllinn var á laugardaginn og stelpur í minni félagsmiðstöð unnu tvenn verðlaun, massiv. Um kvöldið kom Lena, mín kæra úber ólétta vinkona, í heimsókn. Ótrúlega gaman, langt síðan ég hafði hitt hana. Sunnudagurinn var svo helgaður börnunum mínum bróður míns. Við fórum í leikhús á Klaufar og kóngsdætur, ég hló meira en allir aðrir í salnum, svo mikið að mamma sussaði á mig. Oft. Fáránlega fyndið leikrit. Svo fórum við heim til mömms og bökuðum jólasmákökur og lékum okkur saman. Á mánudaginn bökuðum við Arndís Þóra svo aftur, það er svo skemmtilegt að baka fyrir jólin! Verst að ég skildi allar kökurnar eftir hjá mömmu en ef ykkur langar í smákökur þá bankið þið bara upp á hjá henni.
Vissuð þið af tónleikunum 7. jan??? Crazy ass totally friggin awesome ég ætla svo að mæta! Miðasalan hefst á morgun. Ég verð límd við tölvuna á slaginu 10, ætla ekki að lenda í sama veseni og með Antony. Sem btw ég er ekki enn búin að finna neinn til að bítta við mig.. anyone??? Ég verð að fá að fara 11. des í staðinn fyrir 10. Common!!!!
Sæunn er á landinu, hef ekki enn hitt hana, en hún og Helga koma til mín í mat á laugardaginn, hlakka geðveikt til, en veit ekkert hvað ég á að elda. Líður eins og ég verði að elda eitthvað extra spes afþví hún er í heimsókn frá útlöndum :D Ligg yfir uppskriftum. Skemmtilegt hvað maður getur sett mikla pressu á sjálfan sig. Sama með jólagjafir, er nokkurnveginn komin með hugmyndina að hvernig pakkarnir muni líta út. Það verður að vera þema! I know... totally crazy person, en ég er jólastelpa... Er annars einhver sem ætlar að djamma um helgina? Eða er ég eina manneskjan í heiminum sem fer ekki í jólapróf???
Seinasta Top modelið í kvöld, djöfull vona ég að Keenyah detti út strax og Naima eða Kahlen vinni.... annars trompast ég!
Kíkið á nýjasta Weebl and Bob þáttinn, fokk fyndinn, búin að horfa á hann svona 10 sinnum...

Soffía klukkaði mig, djöfull er þetta erfitt klukk!

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1) verða mjó og sæt
2) eignast wonder woman outfit
3) verða ástfangin uppfyrir haus
4) gefa út bók
5) búa í öðru landi
6) ferðast um allar heimsálfur
7) eignast barn/börn

7 hlutir sem ég get gert:
1) sofið og sofið og sofið
2) komið fólki til að hlæja
3) lagað stafsetningavillur
4) misskilið fólk
5) grátið yfir sorglegum OG gleðilegum atriðum
6) smíðað
7) mig rangeygða

7 hlutir sem ég get alls ekki:
1) farið á fætur og mætt á réttum tíma
2) stundað líkamsrækt reglulega
3) horft á ógisslegar myndir
4) verið alvarleg
5) klárað þetta klukk
6)
7)

7 frægir sem heilla:
1) John Travolta
2) Ewan McGregor
3) Megan Mullally / Sean Hayes
4) Josh Homme (ararr)
5) Jim Carey
6) Mike Myers
7) Jack Black / John Cusack

7 hlutir sem heilla mig við aðrar manneskjur:
1) húmor
2) góður tónlistarsmekkur
3) góður kvikmynda og þátta smekkur
4) greind
5) falleg augu
6) kaldhæðni
7) nett fokkitt attitúd

7 setningar sem ég nota mikið:
1) when come back bring pie
2) I´m a banana
3) mjáááá
4) hallo ástin mín
5) sjitt það er geeeeðveikt!
6) mmmm mig langar að sooofa
7) ég var að kaupa mér dvd disk

7 hlutir sem ég sé
1)tölvuna
2) hendurnar á mér
3) lítið blikkandi gervijólatré
4) g-mjólk
5) kaffibolla
6) tvo menn í faðmlögum (jói réðst á sigga)
7) afmæliskórónu

7 sem ég ætla ad klukka
1) Hildur
2) Una mín
3) Lena
4) Sara Hlín
5) Sæunn
6) Sigurgeir
7) Helena

En já, hætt farin búin bless
p.s. ekki gleyma að djakka

Sunday, November 20, 2005

Stelpustelpan ég...

ég er svoddan stelpa, var að skoða skó á föstudaginn og endaði á að kaupa mér geðveikt flott hvít leðurstígvél þótt þau væru allt of lítil! Ég gat ekki ekki keypt þau, þau voru líka svo ódýr :D Núna er því tilraun í gangi um hvort gefi sig á undan, leðrið eða beinin í fætinum á mér, so far so good. En ótrúlega praktískt, sérstaklega þar sem mig vantaði svarta hversdagsskó :) totally the same shizzit.

frekar kúl finnst mér :)
Annars er ekki svo mikið að frétta af mér. Fékk Buzz lánað yfir helgina og held ég hafi aldrei verið jafn vinsæl! Verð að kaupa mína eigin playstation tölvu :) Við Ásla skelltum í Buzz & Beer á föstudaginn og Hlínster, Atli og Siggi kíktu líka öll í Buzz, en það eru víst ekki allir jafn playstation sinnaðir :D Við Áslan kíktum svo á Prikið og Kaffibarinn, verð að segja að Prikið hafi staðið upp úr, þar var líka ansi fullur og fyndinn drengur ;) Við vorum samt ekkert svo lengi í bænum, fengum okkur smá nasl (Nonna) og heim að sofa. Á laugardaginn var ég að hjálpa pabba að flytja fyrirtækið í stærra og betra hús og svo kom Hildur til mín um kvöldið. Við horfðum á Veggfóður, ég pissaði næstum á mig ég hló svo mikið, hef ekki séð hana síðan ca 1996 :) svo fórum við í Buzz og kynntum Medúnu fyrir Singstar, hún vissi ekkert hvað það var :D Við fórum í Singstar 80s, hann er massa skemmtilegur, uppáhaldslagið mitt á honum er the power of love með Frankie goes to Hollywood :D en það eru ótrúlega mörg skemmtileg lög á honum.
En í dag er ég bara massa slöpp með hálsara og hausara og er að gróa föst við sófann.... svona næstum því. Fór þó í háddara til mömms. Vona að ég verði hressari á morgun, það er svo ógó leiðinlegt að vera hálf-veik.
Er núna að horfa á Playboy þáttinn á Sirkus, ótrúlega skemmtilegur þáttur :D hehe þær eru svo bright allar. En já, ætla að poppa verkjalyf og drepast í smá stund. Mússímússí allir saman xxx

Sunday, November 06, 2005

baby it´s cold outside

Ég viðurkenni það, ég er komin út úr skápnum... ég hlakka til jólanna! Mig langar að fara í IKEA og flippa á jóladóti og mig langar að skreyta og baka og pakka inn og finna jólatré... I think I have a problem. Er búin að vera að berjast við löngunina til að horfa á Elf og hlusta á jólalög, svo kom Áslan í dag í þynnkelsi og setti Elf í... og þá gat ég ekki meira. Skreytum hús með greinum grænum falalalalalalalalalaaaaaaaaaa jólajólajól HEY! Setti teljarann á jólin... ég vildi bara að það væri kominn desember.

Vikan mín var frekar róleg, einkenndist af late night teiknimyndaglápi á netinu, mæli með að allir horfi á weebl and bob til að skilja mig á næstunni, must buy the hats for clowns album......... aaaand a banana :) svo var ég að vinna á föstudagsnóttina, höfðum opið alla nóttina fyrir elstu krakkana, það var massa gaman, við gerðum tilraunir með hvítlauksídýfu, it wasn´t pretty... en drullufyndið :D En ég er búin að vera í smá rugli eftir nóttina, svefninn kominn í vitleysu.
Ákvað líka að vera bara róleg þessa helgi, ekkert djamm, skrapp í bíó á laugardagskvöldið á In her shoes. Alveg þess virði, mjög góð mynd. Svo ætluðum við Ásla á Kiss kiss bang bang í þrjúbíó í dag en hröktumst í burtu vegna alla litlu barnanna sem voru í bíó. Hver gaf börnum þrjúbíó á sunnudögum??? what is this?? við fórum því bara í Kringluna að lúðast og heimsækja Valnýjuna í vinnuna. Annars vorum við Valný að tala um það um daginn hvað það væri ömurlegt að hafa ekki topmodel dlísóin lengur, þannig að ég ætti kannski að brjóta odd af oflæti mínu og samþykkja batsjelor dlísó á fimmtudögum... ? Þetta er erfitt fyrir mig, en hvað gerir maður ekki fyrir vini sína... :) Eða bara kalla þetta Will og Grace dlísó :D Piglets, hvað finnst ykkur?

Ég er í smá vandræðum... Ég er að fara á Antony and the Johnsons, og það er meeega en ég á miða 10. des, og sama kvöld er ég boðin á jólahlaðborð sem ég vil svo innilega ekki missa af. Þannig að ef þið getið, eða vitið um einhvern sem getur... skipt við mig og Hildi þannig að við komust 11. des. plís plís plís hjálpið mér.
jæja börnin góð, þarf að hoppa niður og hengja upp úr vélinni... seeya xxx
p.s. when come back, bring pie.

Tuesday, November 01, 2005

ÁSLAUGardaginn síðasta

... átti Áslaug afmæli. Það var massa mega partý á Vatnsstígnum og við ultum á endanum niðrí bæ og héldum áfram þar. Mæli með að þið kíkið á myndasíðuna hennar Áslaugar, þótt stelpan sé hætt að blogga þá stendur myndasíðan alltaf fyrir sínu. Ég er reyndar líka komin með fotki síðu, www.fotki.com/stelpurofa, búin að setja Hollandsmyndir inn og sitthvað fleira, og læt ykkur vita þegar það fer eitthvað fleira inn á. Er nottla svo mikill rookie þegar kemur að digital vélum að ég gleymi henni alltaf heima. Me so silly. En svona bæðövei, ætla að benda ykkur á nýjustu linkana hjá mér, Sara Valný er komin með design síðu, Hildur er búin að endurlífga bloggið sitt og Siggi úr vinnunni og vinir hans eru með mjög skemmtilega síðu með bloggi, myndum, linkum, tónlist og allskonar og ef þið farið á Unusíðu, þá er hún komin með myndasíðu líka.
Siggi var að senda mér þennan link, sýnir hversu góðir Kínverjar (eða e-rjir) eru að þýða myndir :D svo er maður hissa á að þeir rugli r-i og l-i saman, það er nú það minnsta :D Allavega, massafyndið dót ;)

Fór í 58 ára ammli í kvöld til Gunnhildar, það var svo mikið úrval af kökum og brauðréttum að ég náði ekki einu sinni að smakka allt. And I gave it my best try! Ég er massa súr yfir því, það voru mjög girnilegar kökur sem sátu á hakanum. Kannski ég fari í heimsókn á morgun... hmmm nei djók :) glætan.... ég er að vinna.

Ekki rass að frétta svosem, þannig að ég heyri bara í ykkur seinna.