Sunday, November 06, 2005

baby it´s cold outside

Ég viðurkenni það, ég er komin út úr skápnum... ég hlakka til jólanna! Mig langar að fara í IKEA og flippa á jóladóti og mig langar að skreyta og baka og pakka inn og finna jólatré... I think I have a problem. Er búin að vera að berjast við löngunina til að horfa á Elf og hlusta á jólalög, svo kom Áslan í dag í þynnkelsi og setti Elf í... og þá gat ég ekki meira. Skreytum hús með greinum grænum falalalalalalalalalaaaaaaaaaa jólajólajól HEY! Setti teljarann á jólin... ég vildi bara að það væri kominn desember.

Vikan mín var frekar róleg, einkenndist af late night teiknimyndaglápi á netinu, mæli með að allir horfi á weebl and bob til að skilja mig á næstunni, must buy the hats for clowns album......... aaaand a banana :) svo var ég að vinna á föstudagsnóttina, höfðum opið alla nóttina fyrir elstu krakkana, það var massa gaman, við gerðum tilraunir með hvítlauksídýfu, it wasn´t pretty... en drullufyndið :D En ég er búin að vera í smá rugli eftir nóttina, svefninn kominn í vitleysu.
Ákvað líka að vera bara róleg þessa helgi, ekkert djamm, skrapp í bíó á laugardagskvöldið á In her shoes. Alveg þess virði, mjög góð mynd. Svo ætluðum við Ásla á Kiss kiss bang bang í þrjúbíó í dag en hröktumst í burtu vegna alla litlu barnanna sem voru í bíó. Hver gaf börnum þrjúbíó á sunnudögum??? what is this?? við fórum því bara í Kringluna að lúðast og heimsækja Valnýjuna í vinnuna. Annars vorum við Valný að tala um það um daginn hvað það væri ömurlegt að hafa ekki topmodel dlísóin lengur, þannig að ég ætti kannski að brjóta odd af oflæti mínu og samþykkja batsjelor dlísó á fimmtudögum... ? Þetta er erfitt fyrir mig, en hvað gerir maður ekki fyrir vini sína... :) Eða bara kalla þetta Will og Grace dlísó :D Piglets, hvað finnst ykkur?

Ég er í smá vandræðum... Ég er að fara á Antony and the Johnsons, og það er meeega en ég á miða 10. des, og sama kvöld er ég boðin á jólahlaðborð sem ég vil svo innilega ekki missa af. Þannig að ef þið getið, eða vitið um einhvern sem getur... skipt við mig og Hildi þannig að við komust 11. des. plís plís plís hjálpið mér.
jæja börnin góð, þarf að hoppa niður og hengja upp úr vélinni... seeya xxx
p.s. when come back, bring pie.

6 comments:

Sigs said...

PIE TASTE LIKE DONKEY POOP!!

Anonymous said...

Oh ég er að reyna að berjast við jólaskapið, þetta er eins og að fá hríðir í 25 viku -IT´S TO EARLY! Það var allt svo jólalegt í FLÓRÍDA (þrátt fyrir 26 stiga hita og sól) um helgina, jólalög inní öllum búðum og svona - þannig ég á endanum stóðst ekki freistinguna í gær og hlustaði á Holy Nigth EINU SINNI. Ekki meira í bili. Því þetta er eins og loft í blöður hjá mér, ég á bara visst mikið jólaskap inni. Þannig ekki smita mig meira!
SaraH

Anonymous said...

Ég er engan veginn í jólaskapi og vill ekki fara í það strax, ég meina jólaskapið á að koma EFTIR thanksgiving, þannig hélt ég allavega að það væri í bókunum! En það eru nokkrar búðir farnar að spila jólalög og gæti ég alveg gubbað, kellan sem var að vinna í Pottery barn kids var greynilega líka með æluna uppí háls eins og ég þegar ég fór þar um daginn og jólalögin alveg á milljón. Og greyið hún á eftir að lifa við þetta alla daga fram að jólum en ég meikaði ekki 5 mín inní búðinni og keypti sko ekki neitt (aldrei þessu vant) þó mig hafi langað í nokkra hluti, meikaði bara ekki þessa jólatónlist!

Anonymous said...

baby it's been cold for a while now...

komasooooo

Anonymous said...

*hóst*blogg*hóst*

Ragnhildur said...

já ég veit! er búin að vera í heila viku að hugsa um að blogga, en mér dettur ekkert í hug að segja!!!