Wednesday, March 15, 2006

Remain

We'll remain after everything's been washed away by the rain
We will stand upright as we stand today
Lovestain
You left a lovestain on my heart
And you left a bloodstain on the ground
But blood comes off easily

Finnst þetta svo fallegur texti. Fór með Áslaugu á José Gonzalez á mánudagskvöldið á Nasa, fínir tónleikar, falleg tónlist. Hann tók nokkur góð cover lög, t.d. Love will tear us apart með Joy Devision og Teardrop með Massive Attack... Pretty pretty.

Í gær komu svo dlísirnir til mín, allir nema Dagmar sem var veik, grey stelpan. Það var rosa gaman, ég gaf þeim færeyska fiskisúpu sem kallast Bindiklubbasuppa, sá ekki betur en hún hefði gengið ágætlega ofan í þær þótt hún væri á færeysku. Bryndís fær verðlaun kvöldsins því hún sagði okkur svo skemmtilegar sögur og var almennt on a roll. Þrjú og hálft svín í það minnsta fyrir frábærleika. Ég var líka með myndaalbúm sem fannst í vinnunni hjá mér, myndir úr IGLÓ 1994-1998 þegar dlísirnir voru upp á sitt besta (eða versta...). Ég vil eiginlega ekki skila því aftur í vinnuna, hversu miklum vandræðum myndi ég lenda í ef það "týndist" bara alveg óvart? Kannski ég kippi bara nokkrum myndum úr og missi þær óvart á kertaloga... Maður var soddan lúði, þessar myndir gætu skemmt reppið mitt í dag :D haha. En já svo það var bara rosa gaman á dlísó, leiðinlegt hvað það fóru allir snemma heim, en sona eridda þegar fólk hittist á virkum kvöldum, ekki hægt að djamma fram á nótt. Ég var líka eitthvað slöpp, bjóst alveg við að vakna í morgun með hita og eitthvað en sem betur fer var ég hressfressó í morgun. Nenni alls ekki að verða veik núna.
Það styttist í árshátíðina, veit ekkert í hverju ég á að vera, og svo til að bæta gráu ofan á svart þá verð ég að vera prúð og settleg afþví að mamma mín verður líka á árshátíðinni... Eins gott að setja upp engla andlitið... engin rokkdrusla þetta kvöldið. Siggamamma verður líka þarna þannig að við erum komin með backup plan að láta okkur hverfa eftir matinn og fara í partý... :) Neinei, þetta verður bara gaman, held aðeins aftur af mér og finn borð hinumegin í salnum og þetta verður fínt ;)
Ætla að kalla þetta Dag núna, bless í bili... mússmúss Raxterína

2 comments:

Una said...

kalla þetta Dag núna, hahaha

Hildur R. said...

haha...ég var alls ekki búin að fatta að mamma þín yrði auðvitað á staðnum. Þú ættir auðvitað að nýta tækifærið and show her what you can do. Mitt atkvæði fer í rokkdrusludressið! ;0)