Wednesday, January 03, 2007

töþússdosjö

Halló allt mitt fólk. Ég er komin heim frá Hollandi. Það var svoooo gaman og ég var ekki alveg tilbúin að fara heim. Held samt Una og vinir hafi alveg verið komin með nóg af mér haha... djók. Þeim finnst ég F A B... sem ég nottla er.
Jólin voru frábær, við Una eyddum aðfangadegi með 8 Asíubúum sem voru flestir að halda upp á jólin í fyrsta skipti. Það var svo gaman, þeim fannst öllum maturinn æðislegur og allt svo skemmtilegt. Einn þeirra, Taku frá Japan, er sú manneskja sem er skemmtilegast í heimi að gefa að borða. Mig langaði að taka hann með mér hingað og hafa hann í öllum matarboðum sem ég held. Hann var alltaf að stelast inn í eldhús til að njósna um matinn og hrópaði af hrifningu þegar hann smakkaði matinn og dásamaði hann í hástert. Ekki leiðinlegt að fæða svona fólk :)
Möndlugrauturinn sló líka í gegn, þeim fannst möndlugjöfin ótrúlega skemmtilegt fyrirbæri en stelpan, Hiroko frá Japan, sem fékk möndluna misskildi reglurnar og gleypti hana samviskusamlega.
Eftir matinn fórum við út að labba um bæinn, fórum út á torg í leiki og svo á barinn og fengum okkur bjór og spiluðum. Um klukkan 2 var barnum lokað og allir fóru heim og ég, Una, Ren og Bing röltum í húsið þeirra og við fórum að taka upp pakkana. Það var mjög gaman og strákarnir göptu yfir pakkaflóðinu og töluðu um að það væri nú best að koma jólahefð á í sínum fjölskyldum.
Á jóladag var síðan hangikjöt, uppstúfur, kartöflur, rauðkál, orabaunir, laufabrauð, malt og appelsín. Jólin okkar voru semsagt nákvæmlega eins (matarlega séð) eins og jólin á Íslandi.

Á annan í jólum hoppuðum við Una upp í rútu og fórum til Parísar. Við vorum þar í 4 nætur og það var æðislegt. Borgin er rosalega falleg og svo margt að sjá. Ég verð samt að viðurkenna að París er ekki uppáhaldið mitt, borgin er of stór fyrir mig og Frakkarnir ekki mitt uppáhaldsfólk... ég held mig við Breta :) en auðvitað er hún stórkostleg og gaman að hafa farið og skoðað og ég skemmti mér dásamlega.

Við komum aftur til Delft 30. des og þá hófst undirbúningur fyrir áramótin. Þar sem við höfðum séð um jólamatinn neituðum við að hjálpa til með matinn þá að öðru leiti en að ég bakaði eina köku. Á gamlársdag voru strákarnir því sveittir í eldhúsinu en við Una fórum í smá verslunarferð til Rotterdam, komum svo heim og gerðum okkur til og settumst beint við matarborðið. Þá var líka slatti hjá okkur í mat en allir komu með eitthvað, svona pot luck dinner. En við drifum okkur öll í lest til Amsterdam kl 8 og fórum á Dam torgið þar sem voru risa skjáir, svið og dj að spila. Síðan var sýnt frá öðrum tímabeltum þegar var verið að hringja inn nýárið. Það var rosalega gaman, allir að dansa og skemmta sér á torginu og fullt fullt af fólki. Við vorum svo komin heim um fjögur um nóttina og vorum öll orðin svo svöng að við vorum með aðra veislu þá. Kláruðum nokkurn veginn allan matinn sem var til :)

En já, hef þetta ekki lengra, orðið of langt nú þegar. Skal blogga næst um óheppnina mína í ferðinni, sem var þónokkur.
Annars bara gleðilegt nýtt ár og hlakka til að sjá ykkur öll. Mússímúss

hey já, Una er búin að setja nokkrar myndir á bloggið sitt, svo koma fleiri...

1 comment:

Anonymous said...

Sakna'íííiín.