Thursday, March 29, 2007
Súpah
Ég er að kálast úr þreytu, búin að vera úber steikt í hausnum í dag.... en í staðinn fyrir að fara snemma að sofa eins og ég ætlaði, þá gerði ég þetta. Ég veit, ég er þrolli.
Tuesday, March 27, 2007
it´s mandatory
Ég fór í fyrstu fermingarveisluna, af fjórum þetta árið, á laugardaginn. Mjög gaman. Við sátum saman systkinin plús og vorum að spjalla og einhverjir fóru að tala um klæðaburð í vinnunni. Að það væri svo mikilvægt að klæða sig eftir starfi. T.d. að vera ekki í flíspeysu og gallabuxum ef maður vill fá stóru verkefnin og stöðuhækkun o.s.frv. Þetta var að sjálfsögðu sá partur fjölskyldunnar sem er í svona corporate stöðum. Þeim fannst það ekki alveg koma sér við þegar ég demdi mér í umræðuna með því að ræða klæðaburðinn í minni vinnu. Þessa vikuna eru þemadagar svo að í gær mætti ég í náttbuxum í vinnuna, í dag með hatt (Google-derhúfu) og á morgun um daginn á ég að vera ofurhetja og um kvöldið Casino-dealer. Ég held að lífið væri skemmtilegra ef forstjórar og hinir ýmsu starfsmenn "fullorðinsstarfanna" sæjust vappandi um með nærbuxurnar yfir buxurnar og í þröngum stígvélum og með skykkju af og til.
En vegna allra þessara búninga er ég búin að vera að stela fötum af fjölskyldumeðlimum. Áðan var ég í peysu af mömmu, vesti af Jóhönnu Kristínu og með skykkjuna hans Finns Arnórs á bakinu. Ansi lekker gella. Svo fékk ég bindi hjá Söru Valnýju líka...
En já, klukkan margt ég sybbin góða nótt.
En vegna allra þessara búninga er ég búin að vera að stela fötum af fjölskyldumeðlimum. Áðan var ég í peysu af mömmu, vesti af Jóhönnu Kristínu og með skykkjuna hans Finns Arnórs á bakinu. Ansi lekker gella. Svo fékk ég bindi hjá Söru Valnýju líka...
En já, klukkan margt ég sybbin góða nótt.
Sunday, March 11, 2007
hálf tómt glas
Ansk. Djö. Helv.
Leigjandinn var að tilkynna mér að hún ætlar að flytja aftur í sveitina um næstu mánaðarmót. Vissi að þetta gæti ekki enst, þetta er búið að vera of gott til að vera satt. Hún er næstum aldrei heima (sérstaklega um helgar), hljóðlát og þrifin. Þannig að... enn eina ferðina þarf ég að leita að leigjanda. Boring og ég nenni því ekki. Vill einhver herbergi? Djöfull nenni ég þessu ekki! En ég var að fatta að ég spurði aldrei hvað hún væri að plana að vera lengi... með hverjum leigjanda fatta ég nýja spurningu til að bæta við á listann.
Annars er ég með hósta og er slöpp. Ekki frísk og ekki veik. Þoli ekki millistigsveiki, er mikið að spá í að finna mér snjóskafl og leggjast í hann þar til ég verð alvöruveik svo ég geti orðið frísk aftur.
Fór í Unuhús á fös-lau með Áslu og Hildi, mjög kósí ferð. Fólk samt misgott í að slaaaakaaa :) Ég er mjög góð í sumarbústaðarleti. Síðan fóru ég, Ásla og Lára á söngleikinn Leg í Þjóðleikhúsinu. Mjög skemmtilegur söngleikur, mæli með honum.
En já, er einhver til í að flytja inn til mín?
Leigjandinn var að tilkynna mér að hún ætlar að flytja aftur í sveitina um næstu mánaðarmót. Vissi að þetta gæti ekki enst, þetta er búið að vera of gott til að vera satt. Hún er næstum aldrei heima (sérstaklega um helgar), hljóðlát og þrifin. Þannig að... enn eina ferðina þarf ég að leita að leigjanda. Boring og ég nenni því ekki. Vill einhver herbergi? Djöfull nenni ég þessu ekki! En ég var að fatta að ég spurði aldrei hvað hún væri að plana að vera lengi... með hverjum leigjanda fatta ég nýja spurningu til að bæta við á listann.
Annars er ég með hósta og er slöpp. Ekki frísk og ekki veik. Þoli ekki millistigsveiki, er mikið að spá í að finna mér snjóskafl og leggjast í hann þar til ég verð alvöruveik svo ég geti orðið frísk aftur.
Fór í Unuhús á fös-lau með Áslu og Hildi, mjög kósí ferð. Fólk samt misgott í að slaaaakaaa :) Ég er mjög góð í sumarbústaðarleti. Síðan fóru ég, Ásla og Lára á söngleikinn Leg í Þjóðleikhúsinu. Mjög skemmtilegur söngleikur, mæli með honum.
En já, er einhver til í að flytja inn til mín?
Friday, March 02, 2007
status report
Hæhæ, ég er ekki dáin eða búin að missa puttana og get þessvegna ekki bloggað. Ég er bara andlega fjarverandi þessa dagana, er hætt að fara á netið afþví ég er svo upptekin af að horfa á Gray´s Anatomy. Ég er aaaalveeeg! yfir þessum þáttum. Kem aftur þegar ég er búin að horfa á allt ;)
Subscribe to:
Posts (Atom)