Wednesday, April 11, 2007

HOT PISS!!

(skrifaði þetta í gær, en gat ekki postað fyrr en í dag)
Þessi vika, veit hún er nýhafin, er svo frááábær. ÆÐISLEGUR páskamatur á sunnudag, ÞRUSUgóðir tónleikar í gær og MEGA skemmtilegt þriðjudagskvöld hjá mér, Áslu og Hilds í kvöld. Eins og þið vitið eru þriðjudagar matreiðsludagar hjá okkur og í kvöld eldaði ég kjúkling í rauðu karrýi... Ekkert merkilegt, en svo fórum við að tala um hvað það væri langt síðan við hefðum farið í bíó og hvaða myndir væru í sýningu núna og föttuðum að okkar langaði allar að sjá sömu myndina, Hot Fuzz. Klukkan var hinsvegar 2 mínútur í 8 og hún sýnd í Álfabakka. Þannig að við rökræddum á ofurhraða og vorum komnar út úr húsi mínútu seinna og Hildur steig hann flatan alla leið í Mjóddina og við náðum akkúrat. Þessi mynd var síðan svo DÚNDUR skemmtileg og ég hló eins og mongó allan tímann. Ég mæli því með að allir skelli sér í bíó að sjá þessa mynd. Ooooog eins og þessi fyndna fyndna mynd hafi ekki verið nóg til að gleðja mig þá.... wait for it wait for it, gat ég keypt míní, já míní sem eins og allir vita sem þekkja mig er alltaf skemmtilegra, ok ok ekki alltaf skemmtilegra en þið vitið hvað ég á við Haagen Dazs í bíóinu! Þannig að meðan ómenntaður lágstéttar skríllinn úðaði í sig ofsöltuðu poppi og vatnsþynntu gosi þá gæddi ég mér á dýrindis jarðaberjarjómaís. Nammi nammi namm.

Þessvegna er ég einn kátur tjaldari og hlakka til að komast að því hvað verður frábærlegadúndurþrusumegaskemmtó um að vera á morgun.

3 comments:

Anonymous said...

æðislegþrusumegadúndur

en hey ísfetishcamper... ertu að kalla mig ómenntaðan lágstéttar skríl?

Anonymous said...

nei, þú ert á undanþágu sem manneskjasemfærímagannafmjólkurvörumenþykistekkiverameðmjólkuróþol :) og þér finnst salt gott.

Anonymous said...

hahaha...það að ég stígi hann flatann þýðir nú ekki að hann hafi farið neitt rosalega hratt sko! ;0)