Minniháttar gleði í dag, ekkert stórfenglegt og svo er farið að síga á ógæfuhliðina um leið. Held ég hafi ofgert mér í snú-snú í gær með kvefið mitt því hausinn á mér er búinn að vera að springa í dag. Svo beið ég kát og spennt eftir House þættinum, en þá er bara verið að sýna ungfrú Reykjavík. Ullabjakk.
Það eru samt góðar fréttir í dag í anda vikunnar... Það er möguleiki að ég taki við starfi forstöðumanns næsta vetur, í eitt ár. Kemur betur í ljós aðeins seinna, en það er allavega búið að bjóða mér það með einum fyrirvara. En ef það gengur ekki upp á held ég HÍ sé varaval hjá mér. Fór til námsráðgjafa í dag til að kynna mér aðeins kostina sem ég hef. Betra að vita svona, hvaða leiðir er hægt að fara.
Mér fannst ég vera svo fullorðin í dag eftir þetta, að þegar ég fór að versla í matinn greip ég með mér eitt eintak af Mannlífi, blaði sem ég hef aldrei áður keypt og varla lesið í áður. Er enn að blaða í því, en það er mjög skemmtilegt. Viðtöl við Steingrím J. Sigfús og Einar Má Guðmundsson, menn sem eru báðir í miklum metum hjá mér, og fleira áhugavert.
Kvöldið hjá mér annars rólegt, er í joggaranum upp í sófa að drekka te og maula á Bismark brjóstsyki, sem lætur mig hugsa um afa minn, og að reyna að losna við kvefið. Looooord, I´m an old lady!!
Thursday, April 12, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
jii hvað þú ert þroskuð eitthvað! stór stelpa. hlakka til að heyra hvað námsráðgjöfin sagði þér og einnig hvert framhaldið verður í vinnumálum. stolt systir ég. U
hey til hamingju með þetta allt samant!!!
Lynja var það heillin... alltaf vinsælt að kvitta
go for it!!
Post a Comment