Var að koma heim af Bjarkartónleikunum. Geðveikt góðir tónleikar. Antony kom og söng með henni eitt lag og hún söng blöndu af nýjum og gömlum lögum og var búin að remixa gömlu lögin. Hún söng Hyperballad og það var svo geðveikt flott, ég er ennþá með stjörnur í augunum yfir því. Ég væri til í að eiga þessa tónleika á vídjó til að geta séð þá aftur. Svo var Hot Chips á eftir Björk, þeir eru líka þrusugóðir. Svo skemmtilegt að dilla sér við þá.
Þetta var góður endir á skemmtilegu páskafríi. Núna er síðasta vinnuhollið að hefjast fyrir sumarið. Ég er búin að vera rosa dugleg allt páskafríið, búin að djamma fullt, borða fullt, horfa á fullt af vídjói, hanga í ps2 og nintendo, sofa fullt. Semsagt þrusudugleg stelpa. Við Áslaug fórum í Súper Mario Bros 3 í gær, djöfull er ég góð í þessum leik... miklu betri en Áslaug. hahaha.
Svo er ég að spá í að fara að hanga í Kolaportinu og leita að Duck Hunt leiknum og appelsínugulu byssunni sem fylgdi þeim leik. Ég verð að eignast þessa byssu. It´s way cool.
Svo er ég að spá í að fara að hanga í Kolaportinu og leita að Duck Hunt leiknum og appelsínugulu byssunni sem fylgdi þeim leik. Ég verð að eignast þessa byssu. It´s way cool.
Ég er byrjuð að horfa á The Riches, þætti með Eddie baby og Minnie Driver, þau leika Kanapakk. Ég veit ekki hvort ég sé svona úber heilaþvegin af Eddie en mér finnst þetta mjög góðir þættir og kynlífsatriðin bögga mig ekki neitt, þótt aðrir sem hafa horft á þetta séu ekki að meika að horfa á hann í sollis dótaríi. Ég ætla allavega að fylgjast með þessum þáttum.
Svo horfði ég loksins á Little Miss Sunshine, var alltaf á leiðinni að horfa á hana en svo loksins í páskafríinu lét ég verða af því. Váááá hvað hún er fyndin. Ég þurfti að bíta í koddann minn til að hlæja ekki of hátt.
Dudduru... þetta er komið gott.
2 comments:
and theeen and theeen and theeen
þrusu fínt blogg... þrusu góð saga... þrusu góðir tónleikar og ég er þruuuuuuuusu góð í nintendo!
f-ing bíddu bara!!! I'll getcha muthafucccka
Hættað gera grín að mér! Ég var að reyna að minnka mega notkunina mína, er enn að leita að substitude-i.
Þú munt aldrei verða jafn góð og ég!! Ég rúla Nintendo :D
Post a Comment