Monday, May 07, 2007

mmmmmm vor

Aaaah, vor í lofti. Með hækkandi sól fer skapið batnandi og sætir iðnaðarmenn spretta upp um allar grundir eins og sóleyjar. Delish.
Ég er farin og komin tilbaka frá Noregi, það var mjög skemmtileg ferð, veðrið þar var eins og júlíveður á Íslandi og ég er þessvegna búin að vera þunglynd af grámyglu síðan ég kom heim. En það er allt að batna.
Bíllinn minn hóf upp raust sína á föstudaginn með undarlegu purri, og ég sem sönn Ragnhildur hækkaði í útvarpinu og hunsaði það. Lagði honum yfir helgina og hékk bara í 105 og 101, þar sem er hvort sem er mesta fjörið... Ætlaði svo að fara á honum í vinnuna í dag og svo mögulegakannskiefégnennti að fara með hann eftir vinnu á verkstæði... svona þar sem ég á líka eftir að setja sumardekkin á, ussssss. En nei, var rétt komin upp á Bústaðarveg þegar til viðbótar við purrið kom doink doink doink doink þá þorði ég ekki annað að gera en leggja honum útí kant og hringja í hann karl föður minn sem kom og skutlaði mér í vinnuna, sótti mig svo aftur og við drógum bílinn heim til hans, tjökkuðum hann upp (játs, I´m a mean tjakkari) og pabbi kíkti aðeins á hann. Þá var eitthvað apparat búið að losna og hékk niður undan honum sem daddyo batt síðan upp með vír ... og hann Sjonni minn fer svo á verkstæði í fyrramálið. Ég fékk þvílíka nostalgíu og minntist allra stundana þegar ég var lítil að hanga með pabba í bílskúrnum, mér fannst það alltaf svo skemmtilegt, góð lykt þar og ég tjakkaði sjálfa mig upp og niður á bláa tjakknum. Good times. En já, þannig að ég mun ganga til liðs við heilsulúðana og hjóla í vinnuna. Eða taka strætó. Eða bara leigubíl, ég meina kommon hver nennir í strætó?

Gleðilega vordaga xxx

2 comments:

Una said...

hjóla! hjóla! mig langar að tjakka mig upp, það er endalaust gaman! Verður að laga bílinn... en síðan hvenær heitir hann Sjonni??

Anonymous said...

Fer ekki að koma tími á nýjan bil? Annars eru iðnaðarmenn búnir að hanga í húsinu mínu í allan vetur.. En þú veist það auðvitað ekkert því þú hefur ALDREI komið þangað. Frusss.