Wednesday, July 27, 2005

hryggbrotin?

Örvæntingin er farin að grípa um hjarta mitt. Hef ekki frétt neitt meira af mínu eigin brúðkaupi, engin email og ekki neitt. Sá grunur læðist að mér að þessu sé lokið, jafn snögglega og það það hófst. Líður einhvernveginn eins og það hafi verið stigið á hjartað mitt. Þetta voru þó glorius 10 dagar sem ég innilega trúði því að einhver þarna úti vildi giftast mér, jafnvel þótt það væri bláókunnugur maður. Get ekki að því gert að sjá fyrir mér Muriel Heslop grenjandi inn í mátunarklefa "´cause who´d wanna marry me?!?" Svarið er víst enginn.
Hef þó hlotið smá sárabætur, mig grunar allavega að póstberinn í hverfinu mínu lesi bloggið mitt og hafi ákveðið að veita mér smá huggun því inn um lúguna í gær læddist póstkort frá Brasilíu stílað á Bæjartún 18 (ekki til) og Áslaugu Ágústsdóttur (þekki enga). Það var hann Gunnar Kr. að senda póstkort, en hann er staddur í Sao Paulo, en hann er líka búinn að skreppa til Argentínu og Paraguay og hann fór í fyrsta skipti í þyrlu líka! En þar sem það er vetur í Brasilíu er hitinn nokkuð ójafn, frá 9 og upp í 30 gráður. Svo sendi hann bestu kveðjur. Þetta lyfti geði mínu því nokkuð upp, alltaf gaman að fá póstkort, hvort sem það er stílað á mann eður ei.
Hildur hitti líka beint í mark með pakka til mín þegar hún kom frá Írlandi, því eins og allir mínir vinir vita þá er ég forfallinn Cosmopolitan lesandi og því gaf hún mér Cosmopolitan Bride blað! Er búin að vera að lesa um annarra manna brúðkaup og ýmsar skemmtilegar lausnir á t.d. að hafa slaufur sem þemað í brúðkaupinu. Hver myndi líka ekki vilja slaufuvitlaust brúðkaup, já mér er spurn :)
En það lítur út fyrir að það sé kominn tími til að stíga aftur niður á jörðina og hætta þessu brúðkaupsrugli, í það minnsta næstu 20-30 árin. Nógur tími til stefnu... Þangað til ætla ég að lesa Harry Potter nr 6, eyða helginni upp í bústað með mínum kæru systkinum og svo veit enginn hvað gerist í næstu viku, kannski bíða mín ný og spennandi email þá.
Þangað til næst, auf wiedersehn XXX Raxterina spinsterina

4 comments:

Anonymous said...

ohhh well... búnað hringja í horaða stripparann með mottuna, sem fer ekki úr sokkunum, og afpanta

Ragnhildur said...

æjiii, þótt það verði ekkert brúðkaup... þá er alltaf gaman að horfa á rauðhærða, innskeifa, horaða strippara með mottu og í sokkum...

Anonymous said...

æææææ.... þinn dagur mun koma!

Bryndís said...

ohhh . .. shit .. var búin að gleyma stripparanum .. jesús .. ef það var ekki e-ð það vandræðalegasta sem ég hef séð.. úffedípúff

mætur með gettohblasterinn og eitístónlistin og glápti í gólfið með hann tók sporin sín .. eitt fram, beygja hné, eitt aftur, beygja hné"

og ef þetta var ekki e-ð mesta rækju***** sem ég hef séð þá veit ég ekki hvað

og vá hvað þú ert vinsæl raghnildur .. póstkort og e-mail hægri vinstri !