Fékk annað e-mail í gærkvöldi, í þetta sinn frá Önnu Hrefnu, og byrjaði bréfið á Elsku Ragnhildur og Tryggvi!!! Þá veit ég það, my husband to be er Tryggvi og þar sem ég þekki bara einn Tryggva þá hlýtur þetta að vera hann, besti vinur Atla. Kemur málinu ekkert við að hann eigi kæró og kanínu :) En þetta er fáránlega skemmtilegt, ég vona svo innilega að ég fái fleiri e-mail um þetta mál. Nú þarf ég bara að komast að því hvar athöfnin er, ætli presturinn þurfi ekkert að senda þeim e-mail? Annars er þetta allt að smella saman, Damie er gæsunarkafteinninn, hún verður á laugardaginn, Valnýsín er head stylist og svo verð ég að drífa mig og panta Jógvan til að sjá um hairdooið. Annars ætla ég að skreppa í hádeginu og registera mig í Tékk-Kristal... hahaha, það væri svo geeeðveikt fyndið að fara út um allar trissur og registera Ragnhildur og Tryggvi brúðkaupið og biðja bara um butt-ugly styttur og eitthvað fokkljótt drasl :D En ég er auðvitað að safna stelli í Í húsinu búðinni í Kringlunni, Kahla stell, ég á fjóra alveg hvíta og fjóra úr Candy Colors línunni. Alveg til í að eignast fleiri hluti úr því. Svo finnst mér auðvitað Leonardo glösin alltaf to die for. Hmmm hvað fleira, það var einu sinni til geðveikur rauður rifflaflauelissófi í Öndvegi, kostaði hálfa milljón, en hey ég giftist nú bara einu sinni!
En ég fattaði í gærkvöldi að ég var löngu búin að finna kjólinn. Það er brúðarkjóllinn sem Amy var í í Judging Amy þegar hún var næstum búin að giftast Stu, en gerði það ekki... og það var svo fyrirsjáanlegt! En kjóllinn er geðveikur, ég tók yfir byrjunina á Notting Hill til að ná honum á spólu. Ítölsk hönnun frá le spose di Gio . Svo var ég að spá, ég fékk nottla 12.000 króna útskriftarskó í vor, þannig að ég get verið í þeim við. Held það yrði ofsa fínt.
Æjiii, ætlaði að setja inn myndir af kjólnum og skónum, en bloggerinn er eitthvað tregur í dag, skal reyna að laga það heima í kvöld, annars er kjóllinn hér, og flestir hafa nú séð skóna mína elskulegu.
Skil ekki fólk sem bitchast yfir hvað það sé erfitt að plana brúðkaup, þetta er allt saman að koma... ok já ég veit, ég er orðin of klikkuð. En þetta verður allt búið 7. ágúst :) músknús xxx fraulein Ragnhildur
Wednesday, July 20, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
Ég verð í sumarbústað á Blönduósi með systkinum mínum föstudaginn og laugardaginn um verslunarmannahelgina, en kem svo heim á sunnudeginum og þá langar mig í mega djamm. Býst ekki við að Tryggvi komi með á Blönduós, hann hefur svo mikið að gera fyrir brúðkaupið sko :)
múhahahahahahahaha
váá ér búnað hlæja SVOOOO mikið!
Vááá hvað ég hlakka til brúðkaupsins... what to wear what to wear!?! Erað pæla í hvítum síííðum kjól með löngum slóða... og grænum skóm, er það ekki key?
vá verðað farað búa til skemmtiatriði og semja ræðuna og búa til lag og og og og shett ég VERÐ að vinna bestuvinkonukeppnina (a.k.a sú sem gerir allt mest og best fyrir brúðkaupið sko)!
öll okkar veðmál um hver yrði fyrst eru sumsé úr sögunni! tíhí
:D
já mín verslunarmannahelgi dagmar
= laugardagur:vinna
laugardagskvöld: sumó m ma og pa
sunnud.kv.: westman
jújú, veðmálin úti... verst að enginn veðjaði á mig :D
og já, nei það er bannað að vera í sama átfitti og ég, hinsvegar skal ég finna ofsa fína brúðarmeyjarkjól handa þér, rósóttan með miklu púffi og slaufum og skrauti... handa öllum dlísunum. Nema við tökum Atlann á þetta og það verða krumpugallar á línuna.
nei þá ertu að stela brúðkaupsáttfittinu f mitt brúðkaup! Brúðarmeyjarnar mínar frá mangólitaða krumpugalla!
mér lýst samt vel á rósótta púff-slaufu-skrautsstemmingu!
jiii hvað ég hlakka til
setti bara mitt ammli, og fancy bleikan skó :)
en krakkar, hver eru annars helgarplönin núna þessa helgi?
hei .. er ekkert updeit af þessum brúðkaupsmálum.. eru póstsendingarnar hættar ?
og helgin .. hmm .. i dunno .. ekkert stórt plan.. en þið
nei hef ekki fengið fleiri email, en læt ykkur auðvitað vita strax ef það gerist. :)
Árshátíð VSK er í kvöld, veit ekki hvort ég fari, fer eftir því hvort Sara og Signý ætla. En mig langar að djamma, hvernig sem það verður.
Hahaha, Ég held þetta sé Tryggi sem ég var eitt sinn kennd við- Þið væruð svo sssæææt saman ;o) En ég óska þér annars bara til hamingju. Ég er strax byrjuð að plana gæsunina.
En það lítur út f. að ég eigi enga vini sem nenna að vera memmér um versló. Ég er reyndar að vinna á laugardeginum og KLH er að vinna alla helgina. Hefði alveg viljað fara eh á laugardeginum en ég sef bara í tjaldi í garðinum til að fá fílinginn.
Ég er greinilega ekki nógu dugleg að lesa blogg, var ekki búin að sjá bloggið fyrir neðan þegar ég kommentaði á þetta. En ég verð bara að segja það að brúðarkjóll með síðum ermum gengur ekki. LjóttLjóttLjótt segi ég.
Annars er ég komin í stuð fyrir DJ Árna!
nei sarah kjáni!! ekki Tryggvi úr leiðinlega genginu!!! Hann var all yours... :) haha
og hey! varstu búin að sjá myndina af kjólnum? I fuckin love it og svo er ég líka allt of mikið BINGO til að geta verið í hlýrókjól!!!
Post a Comment