Ný uppgvötun. Það er miklu hættulegra að vera skrifstofu- og félagsfulltrúi heldur en verkamaður ÍSAL. Lítur allavega út fyrir að örin haldist lengur, og þá er ég ekki bara að tala um multiple papercuts sárin. Ég var nú búin að segja ykkur frá remolaði marblettnum flotta, en hann hefur nú yfirgefið mig. Nýjasta afrek mitt er nú nokkuð töff, fékk glóðheitt grilllok í hendina í dag, rétt fyrir neðan olnbogann og er núna með langt upphleypt ör þvert á handleggnum... eiginlega eins og einhver hafi undirstrikað olnbogann minn. Olnbogi. Olnbogi. Olnbogi, the word´s lost all meaning. En já, ég vona bara að ég fái permanent ör. Mig langar svo í töff ör, eina örið mitt er vel falið... á puttanum mínum.
Annars var Rokkhátíð 2005 í gær, gekk ótrúlega vel, miðað við að ég sá mikið um skipulagningu hahaha... En jú það var mega fjör, þótt ég sé ennþá þreytt.
Annars er ég ástfangin, eins og þið vitið þá eiga Eddie Izzard og Josh Homme allt mitt hjarta... en nú tókst einum í viðbót að troða sér að. Antony and the Johnsons. Ég veit ég veit... another transvestive. En hann syngur bara svo fallega og sorglega og ég bráðna alveg í sálinni við að hlusta á hann. Veit samt ekki hvort hann sé keeper eða bara summer fling, sé til.
Svo er ég að fara á ættarmót um helgina... æ dónt nenn itt. En ég fékk að vita það að "við" systkinin hefðum ákveðið að gista ekki heldur fara aftur heim um kvöldið. Það er ótrúlega fyndið hvað mér tekst oft að missa af öllum upplýsingum og ákvörðunum, þrátt fyrir að vera með þrjú e-mail, blogg og 2 farsíma (um stundarsakir). Sumir eru bara meira utan við sig en aðrir... En allavega látið mig vita ef það er eitthvað djamm um helgina, það er smáá séns að ég komist :) hey það er sumar hey la hey la.
Ok, nú er kominn háttatími fyrir aumingjann mig. Stórt knús! bleble
Thursday, July 14, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
tek það bara fram að Josh minn er ekki transvestari... þótt hann fari nú stundum "óvart" í mín nærföt (það er bara svona upp á grín samt)
Mrs. Homme
now don´t start that again!!! nei, EDDIE er T.V. og Antony líka, en Josh MINN er a whole lotta man.
Post a Comment