Tuesday, July 19, 2005

Yes I do

Eins og ég sagði nýlega þá tekst mér oft að standa utan við almennt upplýsingaflæði þegar kemur að sameiginlegum ferðum, ákvörðunum o.s.frv. En eftir þetta síðasta atvik er ég farin að hafa heeeldur miklar áhyggjur af þessu grandvaraleysi mínu. Svo virðist sem að, hinn 7. ágúst næstkomandi sé ég að fara að gifta mig. Ég hef ekki enn komist að því hvar eða hverjum ég giftist, en ég veit að Jórunn Ingimundardóttir treystir sér ekki til að mæta, það sagði Sigríður Dagbjartsdóttir mér allavega í e-maili frá sér og ég veit líka að Árni Sveinsson plötusnúður verður að spila frá 23-04 um nóttina, og kemur með leigt kerfi frá Exton sem kostar 18.000kr. Nú þarf ég bara að komast að því hvert ég á að mæta, líka svo ég geti boðið ykkur mínu kæru vinir og ættingjar. Hver brúðguminn er kemur svo bara í ljós þegar á hólminn er komið.

Ég hef semsagt fengið tvö email á stuttum tíma frá þessu fólki um meint brúðkaup mitt. Vildi bara að ég hefði vitað það fyrr, það er svo margt sem ég þarf að gera! Fara í megrun, verða brún, klipping og litun, finna kjól (með síðum ermum svo brunasárið á hendinni sjáist ekki) og omg finna skó. Það verður hausverkur. Mér er skapi næst að hætta við allt saman, en ég get ekki hryggbrotið þennan elskulega mann sem var svo indæll að búa til ratleiks- og surprise brúðkaup handa mér.

Neinei, ég er ekkert orðin geðveik, geri mér grein fyrir að þetta hlýtur að vera önnur Ragnhildur en ég, en hvað í helv er hún alltaf að gefa út mitt email?!? Mér finnst þetta samt eitthvað svo skondið mál og nú er ég geðveikt forvitin um hvaða fólk þetta er. Svaraði plötusnúðnum með einhverju djókbréfi þar sem ég spurði hvort hann gæti ekki sagt mér eitthvað meira um málið en hann hefur ekki svarað mér aftur. I´ll keep you posted. Það væri nú helvíti gaman að mæta, hlaupa inn kirkjugólfið og ryðja hinni frá... hihihi.

Ég læt ykkur vita ef eitthvað meira fréttist af brúðkaupinu.
Kær kveðja, frú Ragnhildur Lára Smirnoff-Buckett.

3 comments:

Ragnhildur said...

frábært :D ég er laus þá, reyndar er vinnuskólaárshátíðin á fös, en er ekkert viss um að ég nenni.. svo er líka ekkert mál að gæsast þótt maður sé þunnur mwahaha.
Annars yrði það meira grísun en gæsun :D

Anonymous said...

Ertu registeruð einhversstaðar? Veit ekki hvað ég á að gefa þér.

Un

Anonymous said...

Ég skal sjá um sminkið honní, helduru að mamma þín og tengdó vilji ekki líka? Gerum þetta bara sona mega dekur á STÓRA deginum! Keep me posted! Annars mæti ég bara klukkan 10 verðuru ekki búin í hári þá?

Sara Vallín