Wednesday, August 24, 2005

Everybody´s gotta learn sometime...

en ekki í dag! Ó nei ó nei. Ég tók þá sálarslítandi ákvörðun í gærkvöldi að taka að mér 100% starf í félagsmiðstöðinni minni og þar með hálfpartinn dömpa háskólanum... í bili. Ég veit ekki hvort ég tek eitthvað fag eða ekkert, eða hvort ég byrji eftir jól. Er barasta ekki búin að ákveða það og nenni eiginlega ekki að spá í því. Mér finnst alveg nóg að flytja að heiman og sjá fyrir mér. Ég er ekki Wonderwoman því miður heldur algjör kettlingur og ég ætla bara að taka þessu rólega. Who gives a... anyways... bygones... Ömmm yes...
Það er svo mikið í gangi hjá öllum, ég er að flytja að heiman, Unan til Hollands, Hildur var að kaupa sér íbúð, Sæunn flytur til Kaliforníu (vonandi ;), Soffía til Tævan, Ásla að skipta um fag (loksins!!), Atli byrjar í HÍ (og flytur heim til mömmusín hahaha) og örugglega hjá fleirum eitthvað í gangi sem ég er að gleyma. Allt að verða vitlaust! Svo er ég bara slöpp og búin að vera það í eina og hálfa viku og hef ekki orku í að pakka niður, sortera, flokka, henda og setja í kassa... ooooj bara. Mig langar bara að sooofaaaa. Annars er Mholtið að verða ótrúlega flott. Það er búið að loka gatinu á milli stofanna tveggja, og opna inn í innri stofu frá ganginum. Þetta var gert til að ég gæti leigt út aðra stofuna og ég er búin að finna meðleigjanda. Hún er færeysk og heitir Meduna. Hún flytur inn í okt svo ég hef einn mánuð ein í íbúðinni... wooohooo party on Wayne, party on Garth. Una ég er að djóka! Ég skal haga mér ég lofa. ;) ;)
Fyrir utan að vera slöpp er ég búin að vera að vinna og það er ótrúlega skemmtilegt! Ég veit it´s eerie. Við ætlum að reyna að flytja sem mest um helgina, svo fer Una út 1. sept og þá er ég officially búandi Mholtsins.
Ó já! mega fréttir vikunnar!!!! Ég fór í IKEA og keypti mér nýjan sjæní og rauðan sófa!!!

Isn´t he dreamy?!? Ég hlakka svo til að kúra mig niður í sófann minn og eiga kósí stundir með vinum mínum og sTVie :) Hann er ennþá í plastinu en ég læt ykkur vita hvenær hann verður open for business.

Hey já, þið sem eruð í útlöndum, ef svo ólíklega vill til að þið séuð að lesa... sendið mér póstkort!!!

úúú sjibbí CSI er að byrja, hef ekki horft á það lengi lengi... I´m outta here... TT&TB (takið það til ykkar sem skilja ;) the rest, chiao.

10 comments:

Unknown said...

Æi fökk, þá þarf ég að kaupa kort og frímerki og finna út heimilisfangið þitt og ég veit ekki hvað. meeeeeeen alltaf verið að pressa á mann.

Anonymous said...

híhíhí... jájá þú ertað flytja og hætta við skóla tilað vinna 100% og og og... EN megafrétt vikunnar er SÓFINN hahahaaaa

TT&TB

p.s finnst þér sæunn svona leiðinleg?

Ragnhildur said...

Hey Sigurgeir, þú ættir að vita götuheitið... og húsið er nr. 8 :)

Bíddu áslaug, lastu ekki nógu vel, sófinn er sko RAUÐUR auddað vinnur hann allar aðrar fréttir!!! :D
og nei ég vil hafa Sæunni hér, en hún bannaði mér að hugsa þannig, en þeir gætu neitað henni inngöngu í landið... vesen vesen fokkings bandaríska sendiráðið.
hmm, ætli ég lendi í vandræðum fyrir að skrifa Fuck USA ? Let´s wait and see :)

Anonymous said...

Ég er á pínu bömmer yfir að þú sért að fá einhvern útlenskan leigjanda (ekki það að ég sé með fordóma g.v. útlendingum) .. eins gott að hún sé skemmtileg. Hlýtur að vera skemmtilegri en Áslaug fyrst þið gátuð ekki drullast til að leigja saman!!! (held að áslu sé reyndar ekkert alvara með þetta, en við sjáum til) En megakúl annars. Mega mega. Og mér lýst assgoti vel á sófann!

Anonymous said...

sara hlín ( )
ímyndaðu þér bara hvað ég hefði viljað skrifa í svigann... en geri það ekki vegna þess að ég er siðprúð ung stúlka

Anonymous said...

hahaha ha???? hvað? Útlendingadótið eða að þú sért pabbastelpa? Siðprúð veit ég ekki.

Guðrún Birna said...

Ahem, til hamingju með sófann og vonandi að hún M lesi ekki bloggið þitt seinna.

Ragnhildur said...

Hvað meinarðu? Heldurðu að hún yrði eitthvað ósátt við talandann á mér :) Mikið var að kíktir á mig!!!

Anonymous said...

....talandi um talandann :0) ...það er hægt að "flag" you (rosalega kom þetta út eins og að fleka þig..haha). En já sem sagt þá er svona "flag" hérna í hægra horninu efst þar sem allir geta tilkynnt Blogger ef þeir eru ekki sáttir við það sem þú ert að skrifa og telja það eitthvað niðrandi/rangt/hættulegt.

That's you right? Ætla að fara að notfæra mér þetta óspart!!

Anonymous said...

það er glatað! hvað varð um FREEDOM OF SPEACH??? fokking helvítis djöfulsins anskotans... :D raxx