Wednesday, November 30, 2005

she´s definately a pie nicker....

Það er bara allt fínt að frétta af hvítu stígvélunum. Leðrið virðist ætla að lúffa, er allavega hætt að fá náladofa þegar ég er í þeim. Keypti mér hvíta leðurtösku í stíl, 150 kall í Góða Hirðinum... ekki slæmt. Skemmtilegt að detta inn í eitthvað svona ólíkt stílnum manns... hvítt hefur aldrei verið mikið inn hjá mér.
Merkir atburðir gerast enn. Eldaði fisk í fyrsta skipti í gær hér í Mholtinu. OK OK Ásla eldaði en ég keyptann!!! Er ekki mikil fiskmanneskja og hef því alveg sleppt því að elda mér fisk, þar til nú. Verst þetta var ekkert spes, ekki Ásnum að kenna, sósan sem kom úr krukku var eitthvað.. spes. Leyfi mömmu bara að sjá um að elda fisk fyrir mig, ég er afbragðs grænmetis- og kjúklingaeldari. Can´t win´em all. Við horfðum á City of God meðan við borðuðum fiskinn, mæli ekki með því að horfa á hana á meðan maður borðar... hún er frekar ógeðfelld, en samt óóótrúlega góð mynd. Bara... ógissleg.
Helgin mín var ofsa róleg, djammlaus, var að vinna föstudag og laugardag, mjög gaman. Stíllinn var á laugardaginn og stelpur í minni félagsmiðstöð unnu tvenn verðlaun, massiv. Um kvöldið kom Lena, mín kæra úber ólétta vinkona, í heimsókn. Ótrúlega gaman, langt síðan ég hafði hitt hana. Sunnudagurinn var svo helgaður börnunum mínum bróður míns. Við fórum í leikhús á Klaufar og kóngsdætur, ég hló meira en allir aðrir í salnum, svo mikið að mamma sussaði á mig. Oft. Fáránlega fyndið leikrit. Svo fórum við heim til mömms og bökuðum jólasmákökur og lékum okkur saman. Á mánudaginn bökuðum við Arndís Þóra svo aftur, það er svo skemmtilegt að baka fyrir jólin! Verst að ég skildi allar kökurnar eftir hjá mömmu en ef ykkur langar í smákökur þá bankið þið bara upp á hjá henni.
Vissuð þið af tónleikunum 7. jan??? Crazy ass totally friggin awesome ég ætla svo að mæta! Miðasalan hefst á morgun. Ég verð límd við tölvuna á slaginu 10, ætla ekki að lenda í sama veseni og með Antony. Sem btw ég er ekki enn búin að finna neinn til að bítta við mig.. anyone??? Ég verð að fá að fara 11. des í staðinn fyrir 10. Common!!!!
Sæunn er á landinu, hef ekki enn hitt hana, en hún og Helga koma til mín í mat á laugardaginn, hlakka geðveikt til, en veit ekkert hvað ég á að elda. Líður eins og ég verði að elda eitthvað extra spes afþví hún er í heimsókn frá útlöndum :D Ligg yfir uppskriftum. Skemmtilegt hvað maður getur sett mikla pressu á sjálfan sig. Sama með jólagjafir, er nokkurnveginn komin með hugmyndina að hvernig pakkarnir muni líta út. Það verður að vera þema! I know... totally crazy person, en ég er jólastelpa... Er annars einhver sem ætlar að djamma um helgina? Eða er ég eina manneskjan í heiminum sem fer ekki í jólapróf???
Seinasta Top modelið í kvöld, djöfull vona ég að Keenyah detti út strax og Naima eða Kahlen vinni.... annars trompast ég!
Kíkið á nýjasta Weebl and Bob þáttinn, fokk fyndinn, búin að horfa á hann svona 10 sinnum...

Soffía klukkaði mig, djöfull er þetta erfitt klukk!

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1) verða mjó og sæt
2) eignast wonder woman outfit
3) verða ástfangin uppfyrir haus
4) gefa út bók
5) búa í öðru landi
6) ferðast um allar heimsálfur
7) eignast barn/börn

7 hlutir sem ég get gert:
1) sofið og sofið og sofið
2) komið fólki til að hlæja
3) lagað stafsetningavillur
4) misskilið fólk
5) grátið yfir sorglegum OG gleðilegum atriðum
6) smíðað
7) mig rangeygða

7 hlutir sem ég get alls ekki:
1) farið á fætur og mætt á réttum tíma
2) stundað líkamsrækt reglulega
3) horft á ógisslegar myndir
4) verið alvarleg
5) klárað þetta klukk
6)
7)

7 frægir sem heilla:
1) John Travolta
2) Ewan McGregor
3) Megan Mullally / Sean Hayes
4) Josh Homme (ararr)
5) Jim Carey
6) Mike Myers
7) Jack Black / John Cusack

7 hlutir sem heilla mig við aðrar manneskjur:
1) húmor
2) góður tónlistarsmekkur
3) góður kvikmynda og þátta smekkur
4) greind
5) falleg augu
6) kaldhæðni
7) nett fokkitt attitúd

7 setningar sem ég nota mikið:
1) when come back bring pie
2) I´m a banana
3) mjáááá
4) hallo ástin mín
5) sjitt það er geeeeðveikt!
6) mmmm mig langar að sooofa
7) ég var að kaupa mér dvd disk

7 hlutir sem ég sé
1)tölvuna
2) hendurnar á mér
3) lítið blikkandi gervijólatré
4) g-mjólk
5) kaffibolla
6) tvo menn í faðmlögum (jói réðst á sigga)
7) afmæliskórónu

7 sem ég ætla ad klukka
1) Hildur
2) Una mín
3) Lena
4) Sara Hlín
5) Sæunn
6) Sigurgeir
7) Helena

En já, hætt farin búin bless
p.s. ekki gleyma að djakka

5 comments:

Anonymous said...

hahaha, ég var ekki búin að fatta hvað þú segir þetta oft fyrr en ég last textann og HEYRÐI ÞIG segja það...

5) sjitt það er geeeeðveikt!

En já, annars er GEEEEEÐVEIKT að kaupa laxabita (frosna eða ferska) og setja inní ofn með sítrónupipar og salti yfir og grilla þá þar í sona hálftíma. Namminamm.. (eini fiskurinn sem ég kann að elda mér) - og já frosinn túnfiskur sem hægt er að kaupa í bónus. Steikjann 1 mín hvoru megin. Namms.

En allavega - ég ætla aðeins að geyma þetta klukk meðan ég er að reyna að læra. Það kemur eh tíman..

Hildur R. said...

djakka?

Ragnhildur said...

var á klúbbi í London, þar voru allir að djakka, djakkið er ekkert komið til Íslands...

Anonymous said...

Haha, ég náði þessu með djakkið ;) er sko búin að horfa á sjónvarp á Íslandi.
Algjör óþarfi að gera e-ð spes fyrir mig... ótrúlega auðvelt að gleðja mig með mat, Helga aftur á móti gerir kannski meiri kröfur! hihi... Hlakka til að sjá þig á laug! Hvað er málið með að kvetja aðra með að djamma, ekki eins og ég sé að fara að beila, verð hauslaus! já og líka á fös ef þú vissir ekki af því ;)

Anonymous said...

don't diss my friggin fish woman!
þetta var bara sósan sem var ógó
næst skal ég elda GÓÐAN fisk með GÓÐRI sósu! ekkert krukku kjaftæði.

æji mig langarað vera klukkuð... vantar ekkverja próftruflun