Sunday, November 20, 2005

Stelpustelpan ég...

ég er svoddan stelpa, var að skoða skó á föstudaginn og endaði á að kaupa mér geðveikt flott hvít leðurstígvél þótt þau væru allt of lítil! Ég gat ekki ekki keypt þau, þau voru líka svo ódýr :D Núna er því tilraun í gangi um hvort gefi sig á undan, leðrið eða beinin í fætinum á mér, so far so good. En ótrúlega praktískt, sérstaklega þar sem mig vantaði svarta hversdagsskó :) totally the same shizzit.

frekar kúl finnst mér :)
Annars er ekki svo mikið að frétta af mér. Fékk Buzz lánað yfir helgina og held ég hafi aldrei verið jafn vinsæl! Verð að kaupa mína eigin playstation tölvu :) Við Ásla skelltum í Buzz & Beer á föstudaginn og Hlínster, Atli og Siggi kíktu líka öll í Buzz, en það eru víst ekki allir jafn playstation sinnaðir :D Við Áslan kíktum svo á Prikið og Kaffibarinn, verð að segja að Prikið hafi staðið upp úr, þar var líka ansi fullur og fyndinn drengur ;) Við vorum samt ekkert svo lengi í bænum, fengum okkur smá nasl (Nonna) og heim að sofa. Á laugardaginn var ég að hjálpa pabba að flytja fyrirtækið í stærra og betra hús og svo kom Hildur til mín um kvöldið. Við horfðum á Veggfóður, ég pissaði næstum á mig ég hló svo mikið, hef ekki séð hana síðan ca 1996 :) svo fórum við í Buzz og kynntum Medúnu fyrir Singstar, hún vissi ekkert hvað það var :D Við fórum í Singstar 80s, hann er massa skemmtilegur, uppáhaldslagið mitt á honum er the power of love með Frankie goes to Hollywood :D en það eru ótrúlega mörg skemmtileg lög á honum.
En í dag er ég bara massa slöpp með hálsara og hausara og er að gróa föst við sófann.... svona næstum því. Fór þó í háddara til mömms. Vona að ég verði hressari á morgun, það er svo ógó leiðinlegt að vera hálf-veik.
Er núna að horfa á Playboy þáttinn á Sirkus, ótrúlega skemmtilegur þáttur :D hehe þær eru svo bright allar. En já, ætla að poppa verkjalyf og drepast í smá stund. Mússímússí allir saman xxx

11 comments:

Una said...

þú ert svo mikil pæja!!! Töff stííívél.

Hildur R. said...

já sing star '80 blívar! Ætla að halda jólaglöggsinnflutningsteiti í desember og þá mun sko vera Sing star!

Anonymous said...

Var ekki alveg að ná Veggfóðrinu... hélt að þú og Hildur hefðuð hisst til að horfa saman á þáttinn Veggfóður með Völu Matt... held maður þurfi aldeilis að poppa eitthvað til að finnast það fyndið..

saravaff

Unknown said...

Ef þú ætlar að fjárfesta í Playstation þá mæli ég með að bíða fram yfir áramót. Playstation 3 kemur út í janúar eða febrúar og þá ertu komin með tryllitæki. Ef þér nægir playstation 2 þá ætti hún að kosta slikk eftir að nýja tölvan kemur út þannig að það borgar sig samt að bíða ef þú vilt fara í tvistinn ;-) Svo er náttúrulega nýja X-boxið að koma út fyrir jólin en það er ekkert singstar fyrir það því miður.

Hildur R. said...

haha! já við Rax tökum alltaf frá tíma til að horfa á Völuna. Ég meina HÁRIÐ!!! Hver getur lifað af án þess að sjá það vikulega....og já svo auðvitað í endursýningum

PS 3 mun nú kosta morðfjár....held að nr 2 sé alveg nóg fyrir okkur :)

Anonymous said...

djö passa buzz&beer vel saman...

Ragnhildur said...

haha var nú bara að djóka með að kaupa mér ps. Dugar alveg að fá lánað hér og þar af og til :D en nottla ef ps2 fer á kúk og kanil eftir jól þá spáir maður í því :)

og já, haha fattaði ekki að það er auðvitað til nýtt Veggfóður núna en nei oj, myndi nú ekki blogga um völu matt nema í hallæri... eða til að gera grín að henni. MYNDIN Veggfóður blívar :D

Anonymous said...

Stígvélin eru sársaukans virði, hugsaðu bara til öskubusku - hún fékk prinsinn í verðlaun. Eða passaði hún kannski í skóinn? .. æ man þetta ekki alveg. En allavega, þá tek ég þetta Buzz ekki sem skot á mig. Drulluleiðinlegur leikur eins og allt þetta tölvudrasl. Nema Singstar, hann er skemmtó. ;)Svo er ég líka í svo vondu skapi þessa dagana að mér finnst allt leiðinlegt. Veitiggi hvað er að mér. Kannski ég lagist eftir höfuðhöggið í gær.

Ragnhildur said...

hahahaha já, þú ert svona eins og tommi í tomma og jenna, skiptir um persónuleika við höfuðhögg :D

Anonymous said...

Mega hipp og kúl skór :) En allt í lagi þó þeir séu aðeins of litlir, það eina sem skiptir máli er að þú sért skutla í þeim ;) Beauty is pain my friend ;)
En hvað er þetta Buzz ? er ég eitthvað eftir á, mér finnst allir vera að tala um þetta...

Ragnhildur said...

Buzz er nýjasti playstation partýleikurinn, þetta er tónlistarspurningaleikur, ótrúlega ýkt mega skemmtilegur leikur... :D