Monday, January 30, 2006

but hunters shoot flamengos

Boston Legal eru svo ótrúlega skemmtilegir þættir, var að horfa á Halloween þáttinn, fyndnast í heimi að sjá Denny Crane og Alan Shore klædda sem tvo flamengo fugla, og mest fyndið hvað Denny Crane sagði um það: Tried it on. Looked good. Kept it on. Ótrúlega fyndinn í bleiku loðnu átfitti :D Just look at him!!! Svo var líka ræðan sem Alan Shore hélt um stríðið mögnuð, ég var alveg hell yeah, alveg að fara að kveikja í Hvíta húsinu þegar ég fattaði að ég er ekkert Kani. Úff úff, ég er alveg in luuuv af þessum þáttum. Boston Legal og House eru einu þættirnir sem ég passa mig að missa ekki af. Góður húmor.



Annars var ég að tala við Guðrúnu systur og ipodinn minn er á leiðinni til landsins!!! hæ hó og jibbí fokkin jey ég á ipod!! Fæ hann einhverntímann í vikunni, eins gott þið hjálpið mér að velja nafn á hann, verður að vera eitthvað flott. Hann er sko 60GB og svartur. Verð eiginlega að finna eitthvað svart nafn, eða eins og sumir vinir mínir myndu svo smekklega orða það, surtanafn :D

Lag vikunnar er Lighting Field með Sneaker Pimps. Replay aftur og aftur og gæsahúð og stingur í hjartað í hvert skipti sem ég heyri það. Ótrúlega flott lag. En ég keypti mér líka Röyksopp disk -The Understanding- hjá Áslu í Skífunni í gær og held hann verði diskur vikunnar hjá mér. Mjög góður diskur, mæli með honum.

Weebl and Bob hafa ekkert látið heyra í sér eftir 100 þáttinn, en ég sá það er hægt að kaupa R.I.P. Donkey bol hjá þeim haha.

OK, langaði aðallega að deila Boston Legal með ykkur og monta mig af hr. ipod. Blessó beibííí

Sunday, January 22, 2006

Happy endings are just stories that haven't finished yet.

Alveg róleg, er ekkert neikvæðari en vanalega, fannst þetta bara fyndin setning. Er að horfa á Trainspotting, þvílíkt flassbakk sem ég er að fá, tónlistin vekur upp minningar um diskótek í Snæló, hangs í Birkigrund, gamla vini, gömul hlátursköst og fleira :) Sick Boy er alveg jafn sætur :) En þetta er ekki besta myndin til að horfa á yfir kvöldmat. Í gær tók ég mig til og horfði á Scarface, tók mig langan tíma að mana mig upp í það, en svo er hún ekkert svo ógeðsleg. Ágætis mynd alveg, nú get ég farið að segja say hello to my little friend. og já stelpan sem lék systur hans, vááááá hvað hún var sæt! Hefði ekkert á móti því að líkjast henni.
Ég er búin að vera eitthvað að væflast um á netinu núna, og rakst á umfjöllun um mynd frá 1998 sem heitir Velvet Goldmine. Aldrei heyrt minnst á hana áður en eftir að hafa séð leikarana í efstu fimm hlutverkunum þá váá hvað ég ætla að leigja hana. Það eru Ewan McGregor (jömm), Jonathan Rhys-Meyers (jömm), Christian Bale (pirrar mig reyndar), Toni Collette (megaleikkona) oooog Eddie Izzard, fyndnasti maður sem ég veit um! Eins og þetta sé ekki eitt nóg til að horfa á hana þá er þetta alveg punkturinn yfir i-ið. Jonathan og Ewan saman... double trouble :D Sooo who´s with me?? Ég hringdi í Vídjóhöllina og þau eiga hana. Hlakka svooo til.

Ég hitti Soffíu í kaffi áðan, hef ekki séð hana síðan áður en hún fór til Tævan, og svo ætlar hún að fara út aftur! og mér sem finnst það afrek að komast milli póstnúmera... En það var ótrúlega gaman að hitta hana.

Annars er lífið í Mholtinu voða rólegt og ljúft. Ég fer að vera búin að taka niður jólaskrautið, stefni að því að vera búin að því 1. feb. Það er nauðsynlegt að eiga sér takmörk í lífinu, en ég vil ekki fara of geyst.
Svo er smá möguleiki að ég sé að fá ipod. iwant ipod!!! Veit ekki hvað hann á að heita, svona fyrst lady Poddington er upptekið. Any ideas?

Núna dettur mér ekkert í hug að segja svo bara bletz.

Tuesday, January 17, 2006

Monday, January 16, 2006

did you miss me???

Hæ! ég veit ég veit, ég er bloggletinginn mikli. Finnst ég ekki hafa frá neinu merkilegu að segja, er komin í svo mikinn hversdagsleika. Það er alltaf allt eins. Sem betur fer er þetta allt eins skemmtilegt svo mér er nokk sama :)
Una mín er farin, það var ótrúlega gott að hafa hana heima yfir jólin, kannski maður skelli sér bara til Hollands í páskafríinu.. ég held ég meiki ekki páskana án hennar, frekar en fyrri daginn. Negulnaglar... hahh, notaðirðu þá til að byggja húsið? Hehehe heyrðiru hvað ég sagði ég sagði... Negulnaglar... Mmmm pura. Mmmm pura. Mmmm pura. Grínlaust þá voru þetta einir Unulausir páskar... Aldrei aldrei aftur. Frekar drekki ég mér í hálftómu baðkari.

Ég kíkti í flösku á föstudaginn, strákarnir mínir (og Ásla en hún kíkti bara) komu til mín eftir vinnu og við lékum til 4 þegar við fórum á Prikið að dansa... gaman gaman. Á laugardaginn fórum við Hildur svo loksins á Harry Potter. Það er búið að taka ágætis tíma en djöfull er það góð mynd. Ég hló og grét og allt þar á milli. Besta hingað til...

Weebl and Bob eru komnir með hundraðasta þáttinn! Þvílíkur dramaþáttur, hafið tissjú við höndina þegar þið horfið á hann.

og talandi um teiknimyndir, mér finnst þetta svo ógó skemmtó teiknó.





Marblettur vikunnar er helvíti skemmtilegur, hann er á handabakinu eftir glæran plastpoka... Vel af sér vikið finnst mér.

Er þetta nóg blogg í bili? Lofa að blogga fljótt aftur. Thank you for stopping by, please come again.

Sunday, January 01, 2006

nú árið er liðið í aldanna skaut

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir þau gömlu!!! Ég er búin að hafa það allt of gott yfir jólin, borða mat og spila og drekka og vera glöð. Þessi helgi er búin að vera alveg rosaleg, á föstudaginn fór ég í þrítugsafmæli og djammaði eins og vitleysingur og skemmti mér mjög vel. Á gamlárs var ég svo bara þunn og mygluð í mat hjá mömmu og Einari, þau voru með rjúpur í matinn og ég hafði aldrei smakkað þær áður og verð að segja að ég fíla þær ekki... og þær eru alls ekki góður þynnkumatur. Ég fór svo í brjálað partý til Áslaugar og skreið heim kl. 9 um morguninn, eftir nokkra bjóra, skot, dans, klósettpappírsstríð og fleira skemmtilegt :) Fór svo í árlega nýársboðið til pabba og Gunnhildar og fékk kalkún og co. Svo spiluðum við og sprengdum rakettu. Í eintölu. Núna er þetta einhvernveginn allt búið og fólk farið að taka niður skrautið og það er svo öömurlegt, ég er að spá í að hafa jólatréð mitt bara áfram. og nokkrar seríur... og og... Það er svo fallegt :D

Áramótaheitið í ár er að gera meira, eitthvað ævintýralegt :) ekki bara hversdagshluti, heldur einhvað nýtt og spennandi. Vera þorin :)