Sunday, January 01, 2006

nú árið er liðið í aldanna skaut

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir þau gömlu!!! Ég er búin að hafa það allt of gott yfir jólin, borða mat og spila og drekka og vera glöð. Þessi helgi er búin að vera alveg rosaleg, á föstudaginn fór ég í þrítugsafmæli og djammaði eins og vitleysingur og skemmti mér mjög vel. Á gamlárs var ég svo bara þunn og mygluð í mat hjá mömmu og Einari, þau voru með rjúpur í matinn og ég hafði aldrei smakkað þær áður og verð að segja að ég fíla þær ekki... og þær eru alls ekki góður þynnkumatur. Ég fór svo í brjálað partý til Áslaugar og skreið heim kl. 9 um morguninn, eftir nokkra bjóra, skot, dans, klósettpappírsstríð og fleira skemmtilegt :) Fór svo í árlega nýársboðið til pabba og Gunnhildar og fékk kalkún og co. Svo spiluðum við og sprengdum rakettu. Í eintölu. Núna er þetta einhvernveginn allt búið og fólk farið að taka niður skrautið og það er svo öömurlegt, ég er að spá í að hafa jólatréð mitt bara áfram. og nokkrar seríur... og og... Það er svo fallegt :D

Áramótaheitið í ár er að gera meira, eitthvað ævintýralegt :) ekki bara hversdagshluti, heldur einhvað nýtt og spennandi. Vera þorin :)

5 comments:

Hildur R. said...

klósettpappírsstríð?!

Anonymous said...

pant vera með í ævintýri

og já mar... ég partýjið mitt var kveiisí og svo óhótrúlega skemmtilegt :)

en alveg note to self bjóða ekki klósettpappírahendurunum aftur í partý! :)

Ragnhildur said...

hey, kenndu Heiðrúnu um, hvað var hún að gefa fullu fólki klósettpappírsrúllur í hendurnar?

Lena Dögg said...

.. og ég sem taldi mig vera slappan bloggara ;)

Una said...

já þora meira... þora að skrifa meira :)