Sunday, January 22, 2006

Happy endings are just stories that haven't finished yet.

Alveg róleg, er ekkert neikvæðari en vanalega, fannst þetta bara fyndin setning. Er að horfa á Trainspotting, þvílíkt flassbakk sem ég er að fá, tónlistin vekur upp minningar um diskótek í Snæló, hangs í Birkigrund, gamla vini, gömul hlátursköst og fleira :) Sick Boy er alveg jafn sætur :) En þetta er ekki besta myndin til að horfa á yfir kvöldmat. Í gær tók ég mig til og horfði á Scarface, tók mig langan tíma að mana mig upp í það, en svo er hún ekkert svo ógeðsleg. Ágætis mynd alveg, nú get ég farið að segja say hello to my little friend. og já stelpan sem lék systur hans, vááááá hvað hún var sæt! Hefði ekkert á móti því að líkjast henni.
Ég er búin að vera eitthvað að væflast um á netinu núna, og rakst á umfjöllun um mynd frá 1998 sem heitir Velvet Goldmine. Aldrei heyrt minnst á hana áður en eftir að hafa séð leikarana í efstu fimm hlutverkunum þá váá hvað ég ætla að leigja hana. Það eru Ewan McGregor (jömm), Jonathan Rhys-Meyers (jömm), Christian Bale (pirrar mig reyndar), Toni Collette (megaleikkona) oooog Eddie Izzard, fyndnasti maður sem ég veit um! Eins og þetta sé ekki eitt nóg til að horfa á hana þá er þetta alveg punkturinn yfir i-ið. Jonathan og Ewan saman... double trouble :D Sooo who´s with me?? Ég hringdi í Vídjóhöllina og þau eiga hana. Hlakka svooo til.

Ég hitti Soffíu í kaffi áðan, hef ekki séð hana síðan áður en hún fór til Tævan, og svo ætlar hún að fara út aftur! og mér sem finnst það afrek að komast milli póstnúmera... En það var ótrúlega gaman að hitta hana.

Annars er lífið í Mholtinu voða rólegt og ljúft. Ég fer að vera búin að taka niður jólaskrautið, stefni að því að vera búin að því 1. feb. Það er nauðsynlegt að eiga sér takmörk í lífinu, en ég vil ekki fara of geyst.
Svo er smá möguleiki að ég sé að fá ipod. iwant ipod!!! Veit ekki hvað hann á að heita, svona fyrst lady Poddington er upptekið. Any ideas?

Núna dettur mér ekkert í hug að segja svo bara bletz.

4 comments:

Una said...

ég vil sjá þessa mynd!!!

krefst þess að þú takir hana á leigu, og fljúgir með hana hingað svo við getum horft á hana saman!

Anonymous said...

ég er kona í vídjó.

hver á lady Poddington

Anonymous said...

Oh ég man eftir góðum stundum í stóru stofunni í Birkigrund 29 þar sem tónlistin var í botni og gelgjur dansandi um gólf.

Born slippy kallar fram bros á vör :)

Ragnhildur said...

náááákvæmlega það sem ég var að meina :D those where the days