Monday, February 27, 2006

lock and loll



Gleðilegan bolludag! Ég var mega gíga dugleg og bakaði bollur og fór með í vinnuna... eru þær ekki fínar? ooh ég er svo dugleg! og ég setti súttlaðibúðing... ekkert karmellukjaftæði! I like it.

Annars er svona það merkilegasta hjá mér að Tvenndarleikar ÍTK eru komnir og farnir aftur. Ég og mínir skipulögðum dagskrána fyrir starfsfólk ítk með kjánakeilu og búningum og söng og megaskemmtun. Hef ekkert getað tjáð mig um þetta fyrr á netinu vegna leynimakks... en það var massa gaman. Hver hópur fékk eina tónlistarstefnu til að vinna búninga og söngatriði út frá

og svo hittumst við í keilu á laugardaginn. Meðal annarra reglna var að keila handjárnaður... Ég er með einn handjárnsmarblett eftir að Jón skellti þeim á mig... en já, svo fórum við í sal og fengum ossa góðan mat og sungum svo, þið getið séð igló liðið hérna við hliðiná. Við vorum rokk og strákarnir klæddu sig allir sem rokkara og ég ætlaði upphaflega að vera rokkchick en endaði sem rokkdruslan þeirra... dunno why, en það var fyndnara :) gerðum lauslega eftirhermu af Queen myndbandinu I want to break free... :D geðveikt skemmtilegt, og við unnum það... en við vorum
svo drölluléleg í keilu að við enduðum í öðru sæti... töpuðum fyrir Áslaugarliði, svo það er ekki svo slæmt. En vá hvað eg skemmti mér vel. Áslaug r´n´b beygla tók ógeðslega fyndnar myndir og þær eru á myndasíðunni hennar... mæli með því að þið kíkið á það. Annars ætla ég bara að halda áfram að vera rokkdrusla innst inni, verst að tattooið sem ég límdi á öxlina á mér er farið, hin klassíska rós sem allar rokkdruslur hafa... er að spá í að kaupa mér fleiri límtattoo... :D

All right rock on... XXX

Monday, February 20, 2006

símanúmer

ég er búin að slökkva á mínum síma, núna er ég bara með vinnunúmerið mitt. Símtöl í mitt númer forwardast þó áfram yfir en ekki sms... þannig að 696-1628 blívar núna...
Call me xxx

Friday, February 17, 2006

Thursday, February 16, 2006

áfram heldur klukkið

4 störf sem ég hef unnið við
-frístundaleiðbeinandi
-vaktstjóri 10-11
-verkamaður hjá Alcan
-bréfberi

4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur og aftur
- Pulp Fiction
- Mary Poppins
- Big Fish
- Good Morning Vietnam
(glatað að mega bara velja fjórar, 400 and we´re talking, það vantar fullt af myndum inn á þetta… sagði bara það fyrsta sem mér datt í hug)

4 staðir sem ég hef búið á
- Bæjartún
- Meðalholt
- Pistol Court, California
- Sveitin hjá ömmu og afa, öll sumar- og páskafrí

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar
- Boston Legal
- House
- Arrested Development
- Little Britain

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríi
- Holland (báðar mínar systur hafa búið þar)
- Grikkland, Krít (útskriftarferðin)
- Ameríka
- England

4 síður á netinu sem ég heimsæki daglega
- gmail.com
- mbl.is
- wulffmorgenthaler.com
- stelpurofa.blogspot.com (fer svo á flesta linkana mína þaðan, nánast daglega)

4 uppáhaldsmatur
- Jólamaturinn hjá mömmu
- kalkúnn með öllu tilheyrandi
- allt með súkkulaðibragði
- kjúklingur og grænmeti í tikka masala með naan brauði
(and again, bara velja 4?? engan vegin hægt…)

4 staðir sem ég mundi frekar vilja vera á þessa stundina
- Delft
- San Fransisco svæðinu
- Manchester
- Kuala Lumpur (svo skemmtilegt að segja það)

4 aðilar sem ég klukka
- Una
- Hildur
- Sara Hlín
- Lena Dögg

Ekkert merkó í gangi annars. Fékk gjöf á valentínusardaginn, OG rauðan lakkrís. Lífið verður ekki mikið betra.

Tuesday, February 14, 2006

bulludagur

Var á fundi í gær, þar var ákveðið að breyta hinum íslenska bolludegi í en bolledag!!! En þessu aldeilis óviðkomandi, ég hef engin plön 27. febrúar næstkomandi.

A must have!


þetta er DEFFINNETTLÍ á óskalistanum mínum!!

Wednesday, February 08, 2006

Saturday, February 04, 2006

TIL HAMINGJU ÍSLAND!!!

Sjett maður hvað Silvía Nótt var töff töff töff í Júróvisjón í kvöld. Ef einhver er svo klikkaður að vera ekki búinn að sjá þetta... þá er þetta hérna (rétt fyrir framan miðju). Ég vona svo heitt og innilega að hún rústi þessu stelpan og þessir júróvisjón vælarar geta haldið kjafti. Hún hefði samt rúllað þessu upp þótt lagið hefði ekki lekið á netið. Ég er pottþétt á því að það var Gittan sem lagði fram stjórnsýslukæru út af því... Því það er ekki séns að Birgitta vinni Silvíu... og ef það gerist, þá eru úrslitin fiffuð því lagið hennar var ógisla fokking ófrumlegt og tóm froða. Greinilegt að Gittan er stressuð, sáuð þið hvað hún var mikið að selja, í kjól og alles, öllu til tjaldað. Hennar tími... er liðinn. Silvía er líka bara hot bod, alveg að lúkka í þessu átfitti. Svo voru Nammi og Hommi að gera góða hluti líka, þeir fá alveg prik. Úff, ég er örugglega að blogga sama texta og einhver fjórtán ára gelgja :) en þetta var bara svo meeegaaa. Ég kaus tvisvar :D
Annars eyddi ég deginum með Sófusi. Þurfti að jafna líkama og sál eftir nóttina þar sem farið var frjálslega með debetkort á börum bæjarins. Svo frjálslega að ég var send heim (takk Áslaug fyrir það). En á undan því var Buzz & Beer -the sequal- hjá mér og Siggi stendur uppi sem ótvíræður sigari. jey. Þótt við Valur hefðum lagt stigin okkar saman hefðum við samt ekki náð honum, þetta var vægast sagt grátleg frammistaða af okkar hálfu. Orðin ryðguð í bössinu. Kíktum í smá ÍTK partý og fórum svo á Prekeð með fyrrnefndum afleiðingum. Áslaug bjargaði mér svo áðan þar sem ég hafði ekki þrek til að afla mér matar og kom með hammmborgara handa mér og við lágum yfir sjónvarpinu og netinu í massa þynnku. Ótrúlegasti húmor í gangi, verður erfitt að toppa þetta. Fundum þessa fallegu mynd á netinu við kvikmyndaleikaraleit.... ef þetta er ekki list... :)












Fer í hádeginu á morgun að ná í ipodinn. shibbíííí. Ekki enn komið nafn, ætla ekki að ákveða það fyrr en ég sé hann. Þannig að það er enn tími fyrir uppástungur frá ykkur. Ég veit ekki enn hver stakk upp á ipimp og ég er að kálast úr forvitni, hver var það??? Mega fyndið nafn en öll mín usual suspects hafa neitað þessu. Gef mér allavega vísbendingu.

Ööööössss, nú er klukkan að verða þrjú, veeeerð að fara að sofa. Leiterónís.