Annars eyddi ég deginum með Sófusi. Þurfti að jafna líkama og sál eftir nóttina þar sem farið var frjálslega með debetkort á börum bæjarins. Svo frjálslega að ég var send heim (takk Áslaug fyrir það). En á undan því var Buzz & Beer -the sequal- hjá mér og Siggi stendur uppi sem ótvíræður sigari. jey. Þótt við Valur hefðum lagt stigin okkar saman hefðum við samt ekki náð honum, þetta var vægast sagt grátleg frammistaða af okkar hálfu. Orðin ryðguð í bössinu. Kíktum í smá ÍTK partý og fórum svo á Prekeð með fyrrnefndum afleiðingum. Áslaug bjargaði mér svo áðan þar sem ég hafði ekki þrek til að afla mér matar og kom með hammmborgara handa mér og við lágum yfir sjónvarpinu og netinu í massa þynnku. Ótrúlegasti húmor í gangi, verður erfitt að toppa þetta. Fundum þessa fallegu mynd á netinu við kvikmyndaleikaraleit....

Fer í hádeginu á morgun að ná í ipodinn. shibbíííí. Ekki enn komið nafn, ætla ekki að ákveða það fyrr en ég sé hann. Þannig að það er enn tími fyrir uppástungur frá ykkur. Ég veit ekki enn hver stakk upp á ipimp og ég er að kálast úr forvitni, hver var það??? Mega fyndið nafn en öll mín usual suspects hafa neitað þessu. Gef mér allavega vísbendingu.
Ööööössss, nú er klukkan að verða þrjú, veeeerð að fara að sofa. Leiterónís.
1 comment:
úps... sorry!!!
Það var víst ég sem kom með Ipimp hugmyndina en hef greinilega klikkað að skella inn nafninu mínu. Var á einhverri hraðferð.
Sá ekki fyrr en núna að þú værir að leita að sökudólg ;o)
Kv. Kári
Post a Comment