Monday, February 27, 2006

lock and loll



Gleðilegan bolludag! Ég var mega gíga dugleg og bakaði bollur og fór með í vinnuna... eru þær ekki fínar? ooh ég er svo dugleg! og ég setti súttlaðibúðing... ekkert karmellukjaftæði! I like it.

Annars er svona það merkilegasta hjá mér að Tvenndarleikar ÍTK eru komnir og farnir aftur. Ég og mínir skipulögðum dagskrána fyrir starfsfólk ítk með kjánakeilu og búningum og söng og megaskemmtun. Hef ekkert getað tjáð mig um þetta fyrr á netinu vegna leynimakks... en það var massa gaman. Hver hópur fékk eina tónlistarstefnu til að vinna búninga og söngatriði út frá

og svo hittumst við í keilu á laugardaginn. Meðal annarra reglna var að keila handjárnaður... Ég er með einn handjárnsmarblett eftir að Jón skellti þeim á mig... en já, svo fórum við í sal og fengum ossa góðan mat og sungum svo, þið getið séð igló liðið hérna við hliðiná. Við vorum rokk og strákarnir klæddu sig allir sem rokkara og ég ætlaði upphaflega að vera rokkchick en endaði sem rokkdruslan þeirra... dunno why, en það var fyndnara :) gerðum lauslega eftirhermu af Queen myndbandinu I want to break free... :D geðveikt skemmtilegt, og við unnum það... en við vorum
svo drölluléleg í keilu að við enduðum í öðru sæti... töpuðum fyrir Áslaugarliði, svo það er ekki svo slæmt. En vá hvað eg skemmti mér vel. Áslaug r´n´b beygla tók ógeðslega fyndnar myndir og þær eru á myndasíðunni hennar... mæli með því að þið kíkið á það. Annars ætla ég bara að halda áfram að vera rokkdrusla innst inni, verst að tattooið sem ég límdi á öxlina á mér er farið, hin klassíska rós sem allar rokkdruslur hafa... er að spá í að kaupa mér fleiri límtattoo... :D

All right rock on... XXX

3 comments:

Una said...

þetta er þín köllun! baka bollur og syngja... Það er ekki slæmt.

Anonymous said...

ekki sjens að ég trúi því að þið hafið unnið okkar atriði :)

Ragnhildur said...

jú, við fengum svona þrefalt fleiri stig en þið... nanínanínaní