Thursday, March 09, 2006

Nei hættu nú alveg!

Helvítið hann Woody Allen. Fór á Match Point í kvöld með Hildi og Medunu. Hef aldrei fílað Woody Allen myndir (fyrirgefið W.A. fólk, ég hef aldrei náð honum) en mér var sagt að þetta væri ekki týpísk Woody Allen mynd og að hún væri alveg góð. En nei, hún er það ekki. Hún stinkar af Woody Allen, plottið var fáránlegt, kynlífið ömurlegt og hún var bara í alla staði gay!!! (and not in a good way). Var allan tímann að bíða eftir subplotti milli aðalgaursins og bróðurins. Þannig ég sat þarna í tvo og hálfan tíma, ranghvolfandi í mér augunum og flissandi yfir fáránleikanum í öllu. Eini ljósi punkturinn í þessari mynd var að Spud úr Trainspotting lék smá hlutverk í lokin. BLAAAAAHHHHHH!!!!!!! og núna er ég bara pirruð. Svona álíka pirruð og þegar ég fór á the Majestic, eða helvítismyndina, og eins og allir sem þekkja mig vita þá var ég mjööööög pirruð þá. Og let´s face it, Jonathan Rhys-Meyers er allt of kvenlegur til að vera trúanlegur í svona hlutverki. Hann á bara að leika á móti litlum stelpum eða öðrum strákum. Ég verð líka að minnast betur á kynlífið. Þetta voru svona atriði þar sem manni finnst vont að horfa á, allt of vandræðalegt eitthvað og nonsexy. Ég sprakk úr hlátri yfir fyrsta atriðinu, og fékk olbogaskot í rifbeinin frá Hildi í staðinn, en þetta var bara of fokkin fáránlegt. Sama hversu hot fólk er, maður sefur ekki hjá utandyra, í grenjandi rigningu, í drullunni á kornakri, meðan kærustufólkið manns er í næsta húsi. Too much or too sexy? TOO MUCH!!! úffedípúff.

Annars eru voða lítil plön fyrir helgina. Passa á fös kvöld og við Ásla ætluðum að gera heiðarlega tilraun til þurrar helgar en kannski kíkja út á eitthvað gott dansgólf. En ef einhver vill koma leika þá er bara hver og hver er fyrstur að segja PANT!

Já og kommentið svo fólk, ég verð svo sorgmædd þegar ég fæ ekki komment. Ég fæ bara skeifu :(

10 comments:

Anonymous said...

já já þú GETUR gert skeifu!
jeij...

MONTRASS!

Una said...

vá hvað ég hlakka til að sjá þessa mynd, því eins og þú veist þá fíla ég hr. Allen og hef alltaf gert. núna verð ég að sjá þessa mynd og athuga hvort ég fíli hana ekki. einmitt búin að heyra svo góða dóma um hana. verð þó að vera sammála þér með the majestic (enda kom hr. allen þar hvergi nærri) og ég ætla að bæta elizabethtown á listann yfir myndir sem enginn þyrfti að horfa á, ekki einu sinni sem refsingu við hræðilegum glæp. of þung refsing.

Lena Dögg said...

PAntpant !! mér finnst alveg komin tími á mig sko ;) ..en mikið skil ég þennan woody allen hatur .. ég hef aldrei getað þolað hann !! og þá meina ég alveg síðan Annie Hall .. þetta er það mikill hatur hahaha ..

Ragnhildur said...

hahaha ég sem betur fer slapp við Elisabethtown, þeir sem fóru á þá mynd áttu skilið að þjást... öll merki bentu til slæææmrar myndar. Hefðuð átt að vita betur.

og já Lena, gerum eitthvað skemmtó um helgina, svona áður en þú gýtur :D

Anonymous said...

Blogspot sukkar - einu síðurnar sem ég kemst ekki inná á Kúbu eru blogspot síður - og þessvegna er ég ekkert búin að kommenta. En þú verður líka að kommmenta sjálf hjá öðrum til að fá komment stelpa! Er komin til Torronto og á leiðinni á Steakhouse (jafnvel þó ég borði ekki steikur þá hljomar það vel eftir ógeðsmatinn á Kúbu) - en allavega hlakka til að knúsa ykkur dúllurnar mínar. Stór koss.

Ragnhildur said...

össss, þitt er ekkert betra, ég get ekki kommentað. Kemur alltaf villa í kerfinu... Hlakka til að sjá þig, svo er kominn tími á dlísó. Reyndar fyrir löngu síðan.

Hildur R. said...

Auðvitað fékkstu olnbogaskot frá mér.....ég var að fá högg í bakið frá fólkinu á bekknum fyrir aftan! ;)

Myndin varð athyglisverð á seinasta hálftímanum, eða a.m.k. meira áhugaverðari.

Ragnhildur said...

YOU LIKED IT!! viðurkenndu það bara :D

Hildur R. said...

hey á að koma með eitthvað á þriðjudaginn?

Ragnhildur said...

ömm, ætla að reyna að gera allt sjálf, en læt annars vita, þarf aðeins að sjá til...