Friday, June 30, 2006

"flöskudagur"

Hér kemur ein klassík í boði nostalgíu og those were the days. Gamli góði álvers föstudagsdansinn.

ýttu á myndina

Thursday, June 29, 2006

29.06.06

Hildur er komin heim frá Krít, ótrúlega brún og sæt... og ætlar að halda upp á útskriftina sína úr Kennó í kvöld. Jeyyy til hamingju með útskriftina. You are a gentleman and a scolar.

Ég fór í grill til pabba & Gunnhildar í gær, fékk grillaða lúðu og ég er ekki frá því að það hafi barasta verið betra en grillað kjöt. Ótrúlega gott. Svo var Sýn órugluð í klukkutíma þannig að pabbi datt út (hmmm kannast einhver við fólk sem hverfur inn í sjónvarpið?) og við Gunnhildur vorum að skoða prjónablöð og hún lagaði kjól fyrir mig og við vorum á allan hátt að vera stelpur til að vega upp á móti fótboltanum :)

Ég hlakka ekkert smá til laugardagsins, þá fer ég í brúðkaup hjá Caio og soon to be manninum hans. Held það verði ótrúlega gaman, Siggi og Valur fara líka með kærustum og auðvitað "kærastan" mín líka þannig að við verðum í dásemisrugli. Ef allt fer samkvæmt áætlun þá endum við sex í sparifötunum sitjandi ofan í heitapottinum.

Úff, ég er orðin svo þreytt á bröndurunum hérna í vinnunni... shjett hvað ég hlakka til helgarinnar. Ble í bili...

Thursday, June 22, 2006

en AF HVERJU...?

Lenti í óóótrúlega skemmtilegu þrasi í dag. Að sannfæra manneskju með sjö stafa nafn að nafnið væri sjö stafa en ekki átta stafa, ekki einu sinni með því að reyna að troða auka H-i inn einhversstaðar. Ég þurfti að svara til saka fyrir íslenskt málfar og þróun tungumálsins og sama hvað ég sagði þá fékk ég en AF HVERJU??? Úff, þetta var frekar fyndið :D Annars fór dagurinn á "skrifstofunni" u.þ.b. svona. Mæta, tjilla uppí sófa, síðan plata strákana til að fara út með sófa og sófaborð og meira tjill uppí sófa... bara í sólinni. Drííííífelsi með bílinn í viðgerð og svo meira sófasólartjill. Síðan að leika sér í Fossvognum að veiða síli og busla í læknum, síðan pikknikk, svo krikket og leika með bolta, liggja í grasinu og svo inn í restina að spila UNO. Var ég einhvern tímann búin að segja ykkur að ég elska vinnuna mína?

Annars segi ég bara
sól sól skín á mig
ský ský burt með þig
gott er í sól að gleðja sig
sól sól skín á mig

Hehehe, ég eeeelska þessar teiknimyndir, þær eru svo hræðilega fyndnar :D



"orange" you glad I didn´t say banana ;)

Tuesday, June 20, 2006

Rax Pizzabuffet


Bauð mömmunni, mömmunni to be og konunni minni í mat í gær í tilefni kvenréttindadagsins. Reyndar læddist einn lítill herramaður með en þar sem við erum allar yfir okkur ástfangnar af honum og hann er svo þægur og góður þá var það meira en allt í lagi. Ég skellti í tvær pítsur og perraðist nett með áleggið... ekki allir jafn hrifnir af brokkolí á pítsum og ég :D Við áttum síðan rosa kósý kvöld saman. Mér finnst svo gaman að halda matarboð á dögum eins og mánudögum og þriðjudögum því það eru yfirleitt svo leiðinlegir dagar og allir heima að nördast. Líka alltaf gaman að bjóða Hlínster í mat því ég fæ alltaf svo mikið hrós frá henni, alveg sama hvað ég elda :) alltaf gott að láta klappa egóinu sínu. Ég var einmitt að laga linkinn á bloggið hennar því gamli linkurinn virkar ekki lengur en linkurinn hér til hliðar virkar núna.

Annars er lífið frekar rólegt í Mholtinu þessa dagana, ég er búin að vera frekar grá í skapinu í stíl við veðrið. Líður eins og það sé komið haust og myrkur og kuldi framundan. Fékk í gær meira að segja hrikalega kvíðatilfinningu, en veit ekki yfir hverju. Grunar svosem það hafi bara verið koffín overdose, engu að síður mjög óþægileg tilfinning.

Ég kíkti út á laugardaginn (17. júní) með Sæunni, hún er loksins komin heim eftir að hafa verið í Kaliforníu í vetur, hún endaði dvölina þar ansi grand með road trippi frá Kaliforníu til New York. Er enn að bíða eftir fleiri road trip bloggum en hún hætti að blogga einhversstaðar í Oklahoma... Við skemmtum okkur alveg stórvel í bænum við að elta uppi sæta stráka :) hehehe en meira um það seinna.

Er að vinna og er farin út í körfubolta... Þetta er erfitt starf, en einhver verður að gera það.
Blessíbili, Raxterína sumarpína

Piss: Siggi er með tigermunstraðan poka á hausnum, F A B U L O U S

Monday, June 19, 2006

Bleikt

Í dag...
er ég í bleikum sokkum.

Gleðilegan kvenréttindadag.

Sunday, June 18, 2006

Reykjavík Ísland Ísland

Nei ég er ekki enn í Manchester, því miður komum við aftur heim í hreinræktað íslenskt skítaveður. Það var frábó úti í Manchester og mig langar að eiga heima þar og eiga breskan kærasta og tala með breskum hreim og segja hluti eins og knob, well fit, cheers mate og geta keypt föt í háogemm og skó í evans og frappuchino og bananamúffur á starbucks og doritos lime útí sjoppu. (hahaha, Egils er með umboðið fyrir Doritos og ég sendi þeim línu)
En já ferðin. Fluginu okkar var frestað aftur og aftur svo við fórum ekkert út á völl fyrr en seint og um síðir en enduðum samt á að þurfa að bíða þar allt of lengi. En ég hefndi mín aldeilis á þeim... allir fengu nebbla fría sómasamloku og kók sem sárabætur við fimm klukkutíma seinkun, en við Ásla tókum fancy samlokur þar sem það var enginn að fylgjast með okkur, starfsfólkið var komið í pásu og svo tók ég líka bananamúffu og borgaði ekki fyrir hana! Ég er svo klikkuð... ég lifi hátt og hættulega. En já, bíða bíða bíða, gera grín að öllum öðrum, koma skrítnum lögum fyrir í kollinum á Áslu og vera í vitleysiskasti eins og okkur einum er lagið. Svo loksins loksins kom boarding call og allir þeystust inn í vél, hentu farangrinum upp, settust og spenntu sig, nokkrir táruðust af gleði yfir að vera loksins að leggja af stað, Bretarnir um borð voru nebbla orðnir hræddir um að missa af leiknum daginn eftir. Við Ásla vorum í sætaröð 35, as in aftasta röð... En já...þá kom flugkafteinninn í talstöðina og tilkynnti okkur að vélin væri biluð og allir út aftur. Jeeeyyyyyy. Fengum að bíða í klukkutíma í viðbót og svo inn í nýja vél, en hún var bara með 33 raðir... as in ekki sætin okkar Áslaugar. En sem betur fer var ekkert uppbókað svo við fengum meira að segja heila sætaröð hvor. Ég svaf síðan mest alla leiðina, rétt vaknaði til að borða eitthvað með heimsins versta karrýbragði. En þegar þú frestar flugi um marga klukkutíma á föstudagskvöldi býður þú upp á flugdólgslæti... Alltaf þarf eitthvað fólk að vera svo vitlaust að fara upp á völl án þess að tékka hvort vélin sé á tíma. Þannig að það var einhver hópur af íslensku Sellfoss/Keflavíkur-gítarpartýaðsyngjaíslenskpopplögdrekkumkafteiníkók náðuhápunktiígrunnskólafólki (it´s a word) búinn að drekka síðan kl. 3 um daginn og ein beygla þarna vel sjúskuð. Ég grísa á að hún vinni á Casino í Keflavík... en já er eitthvað að beyglast þegar vélin er lent en ekki stopp og fer að rífast við vinkonu sína, notar mjög falleg orð um hana, greinilega ekki feministi því femininstar nota ekki orðið píka í svona ljótri merkingu. Endar síðan að rífa kjaft við mann sem var þarna með fjölskylduna sína, ótrúlega góð í að koma fyrir sig orði, ætti alveg að vera lögfræðingur... þegiðu þarna, þú ert með skalla iiiii þú eitthvað skalli úti í bæ ég þarf ekkert að hlusta á þig þú ert með skalla... Þvílík orðlist. Hún reif líka kjaft við vegabréfsskoðunarfólkið sem hótaði að hleypa henni ekki inn í landið. Var að spá í að biðja hana um að verða pennavinkonu mína, yndisleg sál.

Úff vá, allt of langt blogg... OK restin var svona (lesist hratt, er að pikka á milljón): heim til Fionu og Glen að sofa, ótrúlega sæt íbúð sem hún á og hann leigir hjá henni... Daginn eftir með Fi og Keir að borða enskan morgunverð og horfa á leikinn... fáránlega heitt allan tímann, tjilla og svo kom Louise líka, fokkin fyndnasta manneskja Bretlands og við hrundum í það. Íslenskt Opal skot sló ekki í gegn, helv aumingjarnir. Fórum út og á milljón staði og vorum hress&kát þangað til við vorum full&kát og svo sjúskuð&kát og í endann subbuleg&þreytt. Stikkorð: vodka í dietkók, vodka í cranberry hellt yfir græna bolinn minn svo núna er hann fjólublái bolurinn minn, Litháar, blikkandi snuð, ógeðis Indverji... Daginn eftir fengum í morgunmat heimsins verstu samloku. Kalt fransbrauð, smjör á aðra sneiðina, tómatsósa á hina og beikon á milli. Not tasty... Bresk matargerð alltaf jafn frábó.
Daginn eftir fórum við með Fi og Glen í bílferð niðrá strönd og svo í bæinn sem Glen ólst upp í, frábær tjill dagur ótrúlega kósý og svo leti um kvöldið. Leitaði að lime doritos út um allt en fannst hvergi. Reyndum að horfa á Silent Hill en gáfumst upp. Horfðum í staðinn á Besta. Sjónvarpsþátt. Í. Heimi. Um sorglegt fólk í UK og brúðkaupin þeirra.
Á mánudeginum tókum við Ásla powershopping á þetta þar sem við sváfum yfir okkur og fengum því bara smá tíma í búðum. Gaman gaman, keypti mér þrjú skópör... :D
Svo var kominn kveðjutími og auðvitað gat vélin ekki fokkast til að vera sein á heimleið... Þannig að þetta var allt of stutt ferð og við erum búnar að vera þunglyndar úr Íslandsleiðindum í viku. Ég vil fara aftur úúúúúút.

OK þetta er ferðasagan... nokkurnveginn. Lesendur líklega löngu búnir að slökkva svo ég get í raun sagt hvað sem mér sýnist það er enginn að lesa... Fíkus.

Friday, June 09, 2006

Manchester England England

Jæja, við fengum að vita í morgun að við ættum miða til Manchester... góða ferð og já, gleymdi að segja ykkur, þið eigið að borga flugvallarskattana sjálfar. Ehh ok, getur ekki verið svo mikið. Neinei, bara ellefufokkinsþúsund á mann!! Ókeypis til útlanda minn rass! En svosem ekki hægt að gera neitt í því, og yay við erum að fara til Manchester... Neeeiii bíddu aðeins, það er búið að fresta fluginu um þrjá og hálfan tíma. Þannig að núna missum við alveg af föstudagskvöldinu, það var búið að plana eitthvað skemmtó fyrir okkur úti. Ég sver það, við Áslaug erum svo greinilega ekki í náðinni hjá fólkinu á efri hæðinni. Erum báðar orðnar drullukvefaðar og þetta er allt að ganga á afturfótunum. Ef við værum ekki að fara til Fionu þá væri ég hætt við, því með þessu áframhaldi endum við brennandi í sjónum einhverstaðar úti á hafsauga.

Til að bæta gráu ofan á svart þá eru helvítislesbíurnar búnar að vera með massív læti í dag, reyndar ekki smíðahljóð eins og vanalega en trumbuslátt. Mig grunar að það sé einhver lesbian ritual í gangi, sveinsfórn eða geitaslátrun eða eitthvað álíka.

Bjarti punkturinn í dag er að ég fór til Jógvans í morgun og er þessvega ógeðslega fokkins sæt, allavega á hárinu... restin af mér er soldið klessuleg... en hann er að vanda heimsins mesti hársnillingur.

Ég ætla að fara og búa til voodoo dúkkur af skjáeinum... En fylgist með fréttum af brennandi hrapandi flugvélum á leið til Manchester, ég skal reyna að vinka.
Bless... frk. pirruð&fúl&ömurleg

Thursday, June 08, 2006

leavin on a jetplane?

Á morgun er áætluð brottför okkar hjónanna til Manchester. Hinsvegar er það ekki enn alveg víst þar sem skjár einn getur ekki prumpast til að ganga frá flugmiðunum okkar sem mín ástkæra eiginkona vann um daginn. Þannig að, sólarhringur í brottför, engir flugmiðar. Ég held samt enn í vonina að við fáum að fara. Ég er allavega búin að hafa Atlas kortið í rassvasanum alla vikuna til að hita það upp fyrir H&M búðina úti. I needs to gets new clotheses. Verst að ég er komin með drullumikið kvef og er frekar tussuleg þessa dagana.
Annars er allt í góðu hjá mér... Bauð Hildi í mat í gær, prófaði tvær nýjar uppskriftir sem ég fann í blaði hjá nýju móðurinni. Bjó til kjúkling og núðlur... alveg hreint ágætt, en soldið prumpuvaldandi.

en já þarf að vinna, er verið að reka á eftir mér, Siggi er leiðinlegur, læsti mig frammi í forstofu... Kúkur!
bleeeee

Sunday, June 04, 2006

wet wet wet

Gærdagurinn var einn sá blautasti dagur sem ég hef um ævina upplifað. Lokaskemmtun starfsfólksins var í gær, eða "loka"... eigum nú ekkert eftir að hætta að hittast, en vetrarstarfið er allavega búið. Eníhú, byrjuðum á því að fara á seglbát út á sjó og hann á það til að vera ansi blautur. Sérstaklega þegar maður þorir ekki að hoppa út í sjóinn úr bátnum fyrir utan höfnina og mínir kæru samstarfsmenn taka það að sér óbeðnir að hrinda mér út í... Blautt & Kalt en mjög hressandi. Eftir sjóvolkið skelltum við okkur í Bláa lónið og það er líka ansi blautt. Tjilluðum þar í góða stund og fórum svo heim að skipta um föt áður en við fórum til Sigga í minipartý. Þar hófst síðan innri vökvun með bjór og hinu klassíska Fishermans staupi, mjög viðeigandi með tilvísun í bátsferðina... Fórum á Prikið en þegar því var lokað ákvað starfsfólkið þar að koma öllum út með því að sprauta vatni yfir liðið. Þar með fór hárgreiðslan... Hljóp undan bununni út og beint í rigningu sem ég fékk að njóta alla leið heim. Fannst þessvegna frekar fyndið, eftir allan þennan vökva að ég var að drepast úr þorsta þegar ég vaknaði í morgun.

Hvítasunnudagur er síðan búinn að fara í frekar mikið tjill. Var boðin í grill til Þó & Jó, mjög gott namminamminamm grillkjöt. Var að koma þaðan og ætla að reyna að halda mér vakandi til að ná reruni af L word.

Allrighty. Bless í bili ma babies.