Hildur er komin heim frá Krít, ótrúlega brún og sæt... og ætlar að halda upp á útskriftina sína úr Kennó í kvöld. Jeyyy til hamingju með útskriftina. You are a gentleman and a scolar.
Ég fór í grill til pabba & Gunnhildar í gær, fékk grillaða lúðu og ég er ekki frá því að það hafi barasta verið betra en grillað kjöt. Ótrúlega gott. Svo var Sýn órugluð í klukkutíma þannig að pabbi datt út (hmmm kannast einhver við fólk sem hverfur inn í sjónvarpið?) og við Gunnhildur vorum að skoða prjónablöð og hún lagaði kjól fyrir mig og við vorum á allan hátt að vera stelpur til að vega upp á móti fótboltanum :)
Ég hlakka ekkert smá til laugardagsins, þá fer ég í brúðkaup hjá Caio og soon to be manninum hans. Held það verði ótrúlega gaman, Siggi og Valur fara líka með kærustum og auðvitað "kærastan" mín líka þannig að við verðum í dásemisrugli. Ef allt fer samkvæmt áætlun þá endum við sex í sparifötunum sitjandi ofan í heitapottinum.
Úff, ég er orðin svo þreytt á bröndurunum hérna í vinnunni... shjett hvað ég hlakka til helgarinnar. Ble í bili...
Thursday, June 29, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
dásemisrugli - hljómar ótrúlega skemmtilegt!
þekki ekkert fólk sem dettur út þegar það horfir á sjónvarp - ekki eina einustu manneskju - kannastiggi viðetta
Post a Comment