Thursday, July 13, 2006

þreytt? ég? aldrei...

Vá hvað ég hlakka til að komast í sumarfrí. Hvern dag þessa vikuna er minna búið af hverjum degi áður en ég er komin með nóg og vil fara heim. Ég á skilið að fara í sumarfrí, ég er farin að vera svo helvíti cranky og tussuleg. Ég fer í... sumarfrí :) Farin að sjá í hillingum sólríka sumardaga á Laugarvegi í pilsi og hlýrabol að drekka kaffi eða bjór úti með öllum mínum vinum. Haha so not gonna happen, það verður pottþétt rigning allan tímann. Helv skítaland. En þá eru það bara röndótt stígvél og regnhlíf, next best thing. Ég er búin að vera með svo mikið samviskubit að hafa ekkert hitt suma vini mína svo lengi, svo ákvað ég í dag að hætta því, ég fer í frí í næstu viku og þá á ég tíma fyrir ykkur öll. Svo endilega segið mér bara hvenær þið eruð laus og hvað þið viljið koma að leika og ég kem um hæl.
En þangað til er ég þreytt og leiðinleg.

Ask anyone.

En já!!! Að öðru. Fann mega flott stelpuhjól í Útilíf áðan. Rautt og silfrað, 21 gíra, hægt að setja körfu o.s.frv. ooooog mamma mín elskulegust er búin að samþykkja að gefa mér það í snemmbúna hósthóstmanekkihvaðgömulhósthóst ammlisgjöf! Þannig ég ætla að reyna að draga hana í búðina um helgina og svo get ég hjólað í búðina og til Áslu og Hildar og allra sem búa nógu nálægt haha.

En núna er ég þreytt og mygluð og farin að hvíla mig. Bletzó

4 comments:

Anonymous said...

Þú hjólar til óléttu konunnar!!! Og ég bý líka við aðal hjólastíg höfuðborgarsvæðisins!! En annars er ég búin að bíða eftir vinum til að leika við - þú ert svoldið sein með þetta frí! En hangoutið verður á ólafsvík þetta árið! Lágmark að koma amk 2svar í heimsókn til mín þangað.

Hildur R. said...

Já blindfullur yfirmaður minn sagði að ég þyrfti nauðsynlega að taka mér frí áður en vetrarstarfið byrjaði.

I mean, you gotta do what your boss tells you, right?

Ragnhildur said...

hell yeah!!! náðiru því in writing? verður að nota þetta á hana/hann !

Áslaug Einarsdóttir said...

ég er laus.... (eða næstum, lítið að gera in ze work)

koddu um hæl