Monday, December 11, 2006

2. í aðventu

...fór ekki eins og 1. í aðventu. Raunar ekki heldur eins og 2. í aðventu átti að fara. Stundum eru bara engin takmörk fyrir því hvað ég er mikill kjáni. Ég fór seint á fætur, dúllaði mér lengi uppí rúmi að lesa. Svo hringdi Hildur og bað mig að koma í Kringluna. Ég fór að gera mig til og ákvað svo að skella í eina vél áður. Dröslaði óhreina tauinu fram á gang og um leið og ég lokaði hurðinni hugsaði ég, já en Ragnhildur þú tókst ekki úr lás. Föst frammi á gangi í pilsi og bol, engan síma, enga klukku, enga lykla, ekki neitt nema óhrein handklæði og leikfimiföt. Sem betur fer geymi ég skóna mína á ganginum, fann peysu í óhreinatauinu, tók útihurðina úr lás og og hljóp út í James Bönd og fékk að hringja. Hringdi í 118 til að fá númerið hjá Friðriki til að fá númerið hjá Maxi og hún sagðist koma heim ca. 30-45 mín seinna. Ég sagðist bara fá Hildi til að ná í mig og þetta væri ekkert mál. Svo hringdi ég í Hildi en hún var bíllaus og ég var búin að misnota símann hjá JamesBöndum svo illilega að ég þorði ekki að hringja meira svo ég rölti bara heim á leið með Myndir mánaðarins undir hendinni og hékk frammi á gangi. Ég las lýsingu á hverri einustu mynd sem kemur út í þessum mánuði. Maxi hélt ég væri hjá Hildi svo hún var ekkert að drífa sig og ég held ég hafi verið á ganginum í einn og hálfan tíma. Allavega kláraði þvottavélin prógrammið meðan ég beið. Ég gat samt ekki annað en hlegið að því hvað ég er mikill vitleysingur en mikið var gott að komast aftur inn. Var líka svo sárt að heyra gemsann hringja hinum megin við vegginn en geta ekki svarað... Martröð nútímafólksins. En svo skellti ég mér í heimsókn til Gu systur sem er grasekkja núna í 2 vikur. Við borðuðum saman og bökuðum og áttum kósýkvöld. Núna á ég bara eftir að fara til Þó bró og baka fyrir hann, þá er þetta komið. Búin að baka tvisvar fyrir mömmu. Nenni ekki að baka fyrir sjálfa mig :)

Hafið það svo gott í vikunni og ekki gleyma lyklum...
kv. Raxter R-tard

7 comments:

Anonymous said...

hahaha!! kjanakrakki!

stórskemmtileg saga. myndbond manadarins er frabaert lesefni, fer ekki ofan af thvi! I svona tilfellum vaeri ekki verra ad thad byggi einhver annar i husinu sem madur maetti hringja hja. Getur lika thu veist, falid lykil i haug hundrad og threttan, poka sjo i geymslunni...víííí thu ert ad kooooooomaaaaaaaaaaaaaaaaa!

Anonymous said...

já ekkert vííí með það una!
að hún sé að koma til þín þýðir að hún sé að farað fara frá mér :( búhú

en já - af öllum mínum raunarsögum með lyklagleymsku ættiru að vera búin að læra þetta....(ekki það að ég sé búin að því) en held þú komist langt með að toppa mínar, allavega jafna einhverja af þeim. tilhams

Anonymous said...

já áslaug. ég veit ég er að stela eiginkonu þinni frá þér. en mér finnst hún alveg eiga skilið rómantíska helgi í París, með manneskju sem elskar hana. fer þetta tal nokkuð fyrir brjóstið á fólki?? :) hún kemur bara margfalt skemmtilegri og hamingjusamari tilbaka til þín. þannig að..... vííííííí

Anonymous said...

úfff.....
þessi áminning þín Ragnhildur hefði mátt koma í gærmorgun. Ég læsti mig einmitt úti þá og þurfti að lokum að taka leigubíl í vinnuna til að missa ekki af fundi...
...það fóru 2000 kr. fyrir lítið
Mjög gaman :)

Anonymous said...

ó nei, nú er þetta landlægt ástand. Læsa-sig-úti-heilkennin.

Ragnhildur said...

hahaha neiiits. ég var að starta trendi :) ég er soddan trendsetter.

Anonymous said...

iiii ragnhildur að starta trendi! ég er svo mikill trend-setter með þetta að ég er OVER it... soooo last year sko! so næntís jafnvel!

og já Una það er rétt hjá þér... hún þarf svona "weekend" away - rómantíska ferð til parísar og kemur svo tvíefld af ást til mííííín til baka! ;)