Wednesday, December 20, 2006

Hollandinu góða

Hæhæ fólks.
Ég er komin til Unumín í Hollandi. Ferðin gekk vel, þurfti pínulítið að hlaupa milli lestarbrauta á einum stað en náði alveg... þökk sé úberþolinu mínu sponsored by Skarpi haha. Það var gaman að hitta Unu, og koma heim til hennar. Húsið er æææðislegt, þau eru sex sem búa saman í gömlu húsi í miðbæ Delft, ofsa rómó og krúttó. Í gær röltum við Una um og kíktum aðeins í búðir. Svo eldaði hún fyrir "húsið" og svo kíktum við nokkur út í bjór. Ég varð snemma þreytt enda bara búin að sofa 1 og 2 tíma í skömmtum... Svaf út í morgun og svo þurfti Una að fara í skólann en Ren vinur hennar var laus svo hann kom memmér út að leika. Fórum í fullt fullt af búðum, ég keypti voða lítið en gaman að skoða. Allskyns furðubúðir.
Við erum að reyna að skipuleggja aðfangadagskvöld. Lítur út fyrir að við verðum a milli 12 og 15 manns. Spurning hvort við eldum ofan í alla eða reynum að skipa asíubúum að koma með waldorfsalat og rauðkál :D sjáum til hvað gerist.
Það er einhver markaður á morgun sem við ætlum á og reyna að finna jóladót. Tré eða greinar og eitthvað fleira. Það er ótrúlega fyndið hvað það er lítið að gera hérna t.d. í búðunum. Ég veit alveg að heima er opið til 10 öll kvöld og fólk hlaupandi um í jólastressi. Hérna eru allir voða tjillaðir á því og útsölur í búðunum og allt voða næs. Engin jólaös.
Svo á Una nottla ammli á föstudaginn, þá verður "hús"matur og svo kemur fleira fólk í partý eftir það.
Ég reyni að blogga seinna og segja frá, en þetta er nottla voða tjillað hér. Er nokkurnveginn inn í hversdagslífinu hennar Unu svo það verða líklega ekki margar hasarsögur, kannski í París.
Knús og kossar, Ragnhildur

p.s. þurfti ekki að skipta um númer hérna úti.

1 comment:

Anonymous said...

ohhh... mig langarað fólk sé TJILLAÐ í búðum hérna!

mig langar að vera tjilluð hérna.

mig langar samt meira barað vera tjillluð í úúútlöndum og hanga í búðum og drekka bjór og solleis næsheit.

xXx