Svo virðist sem önnur hver manneskja á Íslandi sé heimilislaus. Allavega hefur síminn minn verið rauðglóandi síðan ég auglýsti aukaherbergið í íbúðinni til leigu. Ég er grínlaust búin að missa tölu á fjölda þeirra sem ætla að koma og skoða í kvöld og ég er farin að setja fólk á biðlista með að fá að koma og skoða. Svo auðvitað hringir líka fólk sem passar ekki í "prófílinn", pör, fólk með börn, strákar sem skilja ekki orðið female o.s.frv. En ég sé fram á mjög áhugavert kvöld. Ástæðan fyrir að ég er að auglýsa er auðvitað að Maxi er flutt út, hún og kæróinn fundu sér íbúð saman.
Ég var víst búin að lofa óhappabloggi... hér er útlistun á óhöppunum mínum í Hollandi:
1. Fór í Ikea með Hendrik og var eitthvað að fíbblast og datt og fékk marblett á fótlegginn.
2. Á leið heim úr Ikea festist buxnaskálmin í hjólinu.
3. Ákvað að poppa handa mér og Unu og það kviknaði í örbylgjuofninum og hann bræddi úr sér.
4. Á aðfangadagskvöld vorum við Taku í keppni að vera á undan að slökkva á kertum og hlupum á hillu sem flaug upp, tvö risakerti flugu yfir mig og jólakjóllinn minn drukknaði í rauðu kertavaxi og Taku reyndi að grípa kaktusana sem voru á hillunni... ái.
5. Á aðfangadagskvöld fórum við út á torg í leiki, fórum í "hlaupa í skarðið" og ég og Ren vorum að keppa um skarðið og hlupum á hvort annað. Hann flaug aftur fyrir sig en ég veit ekki á hverju ég lenti en hnéð á mér bólgnaði upp og var blásvart og helaumt í 2 vikur.
6. Á gamlárskvöld fékk Taku sér stóran sopa af Opal skoti en um leið og hann fann bragðið frussaði hann því út úr sér... yfir mig. Hárið, jakkann, pilsið, skóna, allt. Nokkrum mínútum seinna missti Hendrik hálfan bjór yfir pilsið mitt og stuttu síðar var stelpa að troða sér í gegnum þvöguna, hélt bjórnum sínum yfir hópnum og hellti svo úr honum ofan í hálsmálið á mér. Það er ofsa ofsa gott að finna bjór leka niður bringuna og niður á maga...
En ég kenni loftþrýstingnum í Hollandi um öll þessi óhöpp mín því eins og allir vita er Holland undir sjávarmáli. Það greinilega fer alveg með mig því það kom ekkert fyrir í Frakklandi.
Læt ykkur vita hvernig fer með leigjendamálin mín, ég nenni svo ekki að hitta allt þetta fólk. Er að spá í að ljúga að öllum að ég sé búin að leigja það út og breyta því í.... herbergi með rólu og vegasalti. Or something, I dunno. Er einhver sem vill láta mig fá 30.000-35.000 í hverjum mánuði og sleppa því að búa í herberginu?
Thursday, January 11, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
þú ERT skilgreiningin á orðinu Klaufabárður. Allavega í hollenskum uppflettiritum.
Gangi þér vel í leigjendaleitinni. Gætir gert úr þessu raunveruleikaþátt, myndir eflaust fá 35 þús kall útúr því. Bara að senda hugmynd á Skjáinn og fá nokkrar kamerur í málið.
hehe já, ég var líka búin að spá í því. hafa þetta eins og batchelor. allir að reyna að heilla mig upp úr skónum :D
vá í alvuru una? Er ragnhildur í hollenskum uppflettiritum? töööfff!
haha, er þessi Taku japanskur eða e-ð þvíumlíkt? því japönum finnst lakkrísbragð hreinn viðbjóður
jæja
Post a Comment