Wednesday, January 24, 2007
Myspace
Var að flakka um myspace, ætlaði upp á djókið að sjá hversu margir Wonder Woman lúðar (eins og ég) væru þar... og rakst þá á þessa síðu. Hvað er málið??? Er þessi stelpa virkilega sjálf að setja þessar myndir af sér inn? Og er hún í alvöru high school nemandi??? Vita foreldrarnir af þessu??? Ég er svo gjörsamlega í sjokki. Ákvað að kíkja á hverjir væru vinir hennar, þá eru þar á meðal er þessi maður, 51 árs einhleypur Trekki. Nice. Kíkti á vinalistann hans, m.a. er þar stelpa með mynd upp pilsið sitt aftan frá og textann I´m open to almost everything. Hmm hvað ætli það þýði? Ef þetta er raunverulegt þá er ekki skrýtið að barnaníðingurinn í Kompási hafi virkilega trúað því að hann væri að fara að hitta litla stelpu. Ef þetta er heimur barna og unglinga þá mun ég, þegar þar að kemur, ala mín börn upp sem Amish. Þau fá sko ekki að horfa á poppTV og hanga á netinu eftirlitslaus. Þetta er ógeð.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
lovely
jesús minn! Og sko þegar hún er ekki á myspace þá er hún bara þessi venjulega "girl next door". Það er einhver 50 kk að skrifa þetta!
..vibbi!! þetta mundi ég flokka sem barnaklám ..þótt hún sé 18!!
Post a Comment