Ég fór í fyrstu fermingarveisluna, af fjórum þetta árið, á laugardaginn. Mjög gaman. Við sátum saman systkinin plús og vorum að spjalla og einhverjir fóru að tala um klæðaburð í vinnunni. Að það væri svo mikilvægt að klæða sig eftir starfi. T.d. að vera ekki í flíspeysu og gallabuxum ef maður vill fá stóru verkefnin og stöðuhækkun o.s.frv. Þetta var að sjálfsögðu sá partur fjölskyldunnar sem er í svona corporate stöðum. Þeim fannst það ekki alveg koma sér við þegar ég demdi mér í umræðuna með því að ræða klæðaburðinn í minni vinnu. Þessa vikuna eru þemadagar svo að í gær mætti ég í náttbuxum í vinnuna, í dag með hatt (Google-derhúfu) og á morgun um daginn á ég að vera ofurhetja og um kvöldið Casino-dealer. Ég held að lífið væri skemmtilegra ef forstjórar og hinir ýmsu starfsmenn "fullorðinsstarfanna" sæjust vappandi um með nærbuxurnar yfir buxurnar og í þröngum stígvélum og með skykkju af og til.
En vegna allra þessara búninga er ég búin að vera að stela fötum af fjölskyldumeðlimum. Áðan var ég í peysu af mömmu, vesti af Jóhönnu Kristínu og með skykkjuna hans Finns Arnórs á bakinu. Ansi lekker gella. Svo fékk ég bindi hjá Söru Valnýju líka...
En já, klukkan margt ég sybbin góða nótt.
Tuesday, March 27, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
hér sit ég í minni flíspeysu og gallabuxum (doh!) og flissa yfir ólíkum áherslum í störfum ykkar systkina minna. Já, sammála að nærbuxurnar yfir myndi verða til þess að maður nær betra sambandi við þetta korporeit fólk, sem talar svo mikið um tölur og peninga að ma ma ma maaaður bara nær engum connection við það. Því vanalega næ ég svo miklum kontakt við fólk með naríurnar yfir.
Post a Comment