Tuesday, June 26, 2007

ég hjarta gmail

Ég elska gMailið mitt. Það er risastórt og flokkar póstinn minn fyrir mig og hefur gTalk og afþví ég fékk mér gMail svo snemma þá er það bara nafnið mitt og svo @. Þarf ekki að vera rgnhildur341 eða eitthvað álíka rugl. En þar sem ég var fyrsta Ragnhildurin til að ná þessu, þá virðist sem einhver, eða einhverjar af nöfnum mínum gefi mitt email út í stað þeirra, viljandi eða óviljandi, gleymi k eða l eða 73 fyrir aftan. Ég hef svo oft fengið einhvern rugl póst sem tilheyrir mér ekki. Uppáhalds er auðvitað brúðkaupspósturinn í hitteðfyrra. Ohhh ég sakna enn þeirra bréfa, það var svo gaman að fá eitt og eitt hint um brúðkaupið sitt af og til. En í gærkvöldi, sat ég í sakleysi mínu í sófanum með Áslaugu mér við hlið og að tala við Unu á gTalk. Þá fæ ég myndskilaboð úr símanúmeri á gMailið mitt sem ég opna og það er mynd af stelpu. Voða fínt, en þekki hvorki krakkann né númerið. Fer á ja.is en númerið er óskráð. Svo held ég bara áfram að blaðra en þá doinkdoink, önnur myndskilaboð, sami krakkinn önnur mynd. Og svo aftur. og aftur. og aftur. Ég fékk einhverjar 12 myndir af fólki sem ég kannast ekki boffs við. Hefði að sjálfsögðu getað sent sms í númerið og sagt hey hættissu! en ég er auðvitað ógó forvó og varð að tékka hvort ég fengi einhverjar djúsí myndir. En nei, þetta var allt frekar boring og fjölskylduvænt. En hérna eru allavega myndirnar. Ég ætla að vera svo skammlaus og pósta þeim múhaha. Látið mig vita ef þið kannist við liðið... :) Kannski er maðurinn Tryggi, þessi sem giftist Ragnhildi og ef svo... þá er ég bara fegin að ég fann aldrei kirkjuna. Ussssssssssssssssssss


















3 comments:

Anonymous said...

ljót fokking börn

Una said...

er þetta þitt hliðstæða líf? þ.e. parallel life... Kannski eru Ragnhildur og Tryggvi bara að láta þig vita að allt gangi vel og þau kunni að gera dodo og búa til börnin.

Anonymous said...

doinkdoinkdoinkdoink!