Friday, June 29, 2007

opið svar til Unu

Unublogg
Jújú, svo virðist sem blogglesarar séu í sumarfríi, nema Alan Johnson og Tryggvi&Ragnhildur kannski. En mig grunar nú samt að það séu dulnefni fyrir annað fólk.

Já, það er búin að vera svo mikil sól í vikunni að það er ekki hægt annað en vera í sumarsumarsumarskapi. Keypti líka íslenskan sumar ´80 lagapakka fyrir vinnuna og er búin að vera að blasta Herbert og fleiri snillinga í dag. Varð smá óhapp í vinnunni þó (þú veist hvað á til að gerast hér með einn) og ég er pínu shaken en ætla bara að fara heim eftir vinnu og plata einhverja út á tún í Kubb, passa mig að fara ekki bara heim að lónerast, nichts gut. Keypti Kubb nebbla líka í dag fyrir vinnuna. Já fyrir vinnuna ekki fyrir mig sko, en ég má samt alveg fá það lánað ef ég fer vel með það já.

Ég er ekki alveg viss með grænmetislasanja, mér finnst frekar það eigi að vera eitthvað grillað. T.d. grillaðir bananar með súkkulaði og ís og rjóma. Fínasti kvöldmatur. Eða mínípulsur, svínakjötsbitar og grænmeti á teini.

Annars fór ég með Sigs + Ásl + Jóns = Iglós í börger og bjór í gær. Enduðum á þvílíku flandri, missti tölu á veitingastöðunum áður en við fundum pláss á Red Chili. Ég prófaði gráðostaborgara, og ég var ekki svo ánægð. Næst panta ég eitthvað minna klikk. En þetta var samt fínn staður og mega gaman að hittast saman, bara leitt að Valur kom ekki.

Er ekki með nein plön um helgina, kannski leik ég eitthvað við systkinabörnin mín. Dunno. Þarf allavega að þrífa coz eew.

R

1 comment:

Anonymous said...

Hey, ég ekki í neinu sumarfríi. Er samt verri blogglesari en bloggritari ef það er yfirhöfuð hægt!!! En ég er allavega búin að kíkja á síðuna þína í dag, og var að spá í hvort þú hefðir verið að invita mér í eitthvað dót? Fékk nefnilega póst á hotmailið um það, en er svo skeptísk á allt svona að ég vildi spyrja þig fyrst.

Takk annars fyrir síðast, þ.e. örspjallið í gær og hafðu það gott!

Kær kveðja,
Signý Pigný