Wednesday, July 18, 2007

Ég er komin Í sumarFRÍ



og eins og ég bjóst við, um leið og ég er komin í sumarfrí.... fer sólin bakvið ský. En það er allt í lagi, ég hef nóg annað að gera. Una mín er komin og við fórum út að róla í gær og ég bakaði handa henni í morgun og svo eru matarboð og hitterí. Stelpurnar ætla að koma til mín í kvöld, er að spá í að taka bara tjillið á matinn og hafa hamborgara.

Ég fór til læknis í morgun að kíkja á eyrað mitt, útaf riverrafting hellunum. Hún sá blóð á hljóðhimnunni sem bendir til að það hafi komið gat en það sé að gróa og engin sýking. Á samt að fara í annað tékk í næstu viku til að vera viss um að það komi ekki sýking.

Ég fór á Goldie um helgina og tók myndir. Getið skoðað hér. Verð að vera duglegri að taka myndir og setja á vefinn, sérstaklega þar sem Áslaug er myndavélalaus núna. Einhver verður að sjá um djammmyndirnar.

En já frí jey! bæ

4 comments:

Anonymous said...

Ég verð að segja að ég virðist ekki hafa húmor fyrir brandaranum þínum hér til hliðar

Anonymous said...

haha, nei þetta er líka smá svona innanhúsbrandari úr igló. upprunalega svarið er nei sko, kleinuhringjafræ.
Betra?

Anonymous said...

18.júlí ragnhildur! það eru TVEIR mánuðir síðan! þú ert EKKI lengur í sumarfríi!

komaso

Una said...

I miss you baby!