Monday, July 09, 2007

action packed

Ég átti óvart alveg rosalega skemmtilega helgi. Var heima í hangsinu á föstudagskvöld, Áslaugarlaus, Hildarlaus, systkinalaus... allslaus. Planið var að fara morguninn eftir upp í bústað með mömmu og Einari og vera þar fram á sunnudag. En þá kom Annikur (íslenska útgáfan af Annika) heim og bauð mér að koma með sér og tveimur vinum sínum í river rafting á laugardeginum! Ég tók boðinu að sjálfsögðu, ég þurfti bara að þykjast heita Karen og vinna á hóteli og ég fékk ferðina frítt :) usssss Það var ótrúlega gaman, ég meira að segja stökk fram af klettinum, ótrúlega kjörkuð manneskja!!! Sé samt eftir að hafa gert það, því ég hef örugglega hallað höfðinu örlítið þegar ég lenti ofan í, ég fékk allavega hausverk þegar ég kom upp úr og var hálf ómótt og riðaði, sem er eitthvað innra eyra tengt, og svo á heimleiðinni í bílnum var gífurlegur þrýstingur í hausnum á mér og ég heyrði ekkert hægra megin og þrýstingurinn breyttist í verki sem dreifðust yfir hálft andlitið. Ég var farin að tárast úr verkjum. Sem betur fer átti ég kick ass verkjalyf heima og tók þau og rotaðist. Ég er enn með smá hellur fyrir eyrunum en ekkert meira en eins og eftir flugferð. Vona bara að það lagist fljótlega. En já, eftir klettastökkið voru engar brjálaðar flúðir, en leiðsögumennirnir bættu það upp með því að æsa upp þvílíkan ríg milli báta og vatnsslagi og fleira. Það var öllum hent útbyrgðis á einum tímapunkti eða öðrum. Annikur reyndi að henda mér útbyrgðis en náð því ekki, en ég og Charles vinur hennar hentum henni fyrir borð, en svo snérist hann gegn mér og hendi mér fyrir borð. Ég náði samt að draga hann með mér múhaha. Þetta var semsagt mjög gaman, svona fyrir utan heyrnartap.
Svo á sunnudeginum átti Einar stjúpi afmæli. Ég fór með mömmu, Einari og Baldri og svo komu Hrund, Sverrir og Svala og við keyrðum að upphafi Selvogsgötunnar, sem er 18 kílómetra gönguleið sem endar við bústaðinn okkar við Hlíðarvatn. Einar, Hrund og Sverrir gengu en við mamma tókum sinn hvorn bílinn og keyrðum upp í bústað. Ég sá um að passa að krakkarnir drukknuðu ekki og þar fram eftir götunum og mamma eldaði. Göngufólkið kom svo niður Hlíðarskarðið tæpum 5 tímum eftir að þau lögðu af stað. Svo kom fleira fólk í heimsókn og á endanum vorum við 12 manns sem borðuðum saman. Mjög skemmtilegur og fjölskylduvænn dagur. Held barnapössunin hafi tekið meira á mig en flúðasiglingarnar :)

En núna er seinasta vika námskeiða hjá mér, svo frágangur í næstu viku, sem er bara kósí vinna... og svo sumarfrííí. Ég fer í - sumarfrí! víúvíúvíú. Una mín er líka að koma um næstu helgi, ég hlakka svo til. Una Una Un hey!

2 comments:

Una said...

Hlakka líka ofsa ofsa ofsa mikið til :) Ra Ra Rææææææ

ertu nokkuð permanentlí heyrnarlaus? allt í lagi samt. kann táknmál. gat talað táknmál í nótt. í draumnum. þegar ég spurði einar og mömmu á táknmáli hvort það hafi ekki verið svalir á húsinu þeirra. þau sögðu nei. en svo byggðum við svalir. svo ég gæti hengt út þvottinn.

Guðrún Birna said...

Takk fyrir að sjá til þess að enginn drukknaði! Mjög mjög þakklát. Knúúús.